Okkar á milli - 01.04.1988, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.04.1988, Blaðsíða 4
I® BOK MÁNAÐARINS John Brookes, höfundur bókarinnar Stofublóm og innigróður Stofublóm koma okkur í snertingu við náttúruna Höfundur bókarinnar Stofublóm og innigróöur, John Brookes, skrifar athyglisverðan formála að bók sinni og fara nokkrir stuttir kaflar úr honum hér á eftir: Stofublóm koma manni í snertingu við náttúruna vegna þess að þau eru lífverur sem lifa, vaxa og eru athyglisverð vegna þess. Þau geta auk þess sett sviþ á og lyft uþþ umhverfi innan húss því þeim fylgja náttúruform, litir og ilmur. Saga inniplantna Plöntur hafa verið notaðar til skreytinga innanhúss svo öldum skiptir. Áhugi Hollendinga á að mála stofumyndir og blóm hélst í hendur við aukinn áhuga á Vesturlöndum öllum á að rækta þlönt- ur. Ennfremur hlýtur túlíþanaæðið sem greiþ um sig í Hollandi um 1630 að hafa haft áhrif í fleiri löndum, en ferðalangar hljóta líka að hafa komið með jurtir með sér heim, allt frá dögum krossfaranna, og alið þær uþþ innanhúss, áður en glerskálar komu til. Við vitum einnig að kryddjurtir voru mikið notaðar innan dyra; þar var þeim stráð á gólf, notaðar í lyf og mat. Á sautjándu öld voru byggðir i glóaldinskálar. Byggingar úr múr eða hleðslusteini, með stórum suðurgluggum, til að skýla appelsínutrjám á veturna. En það var ekki fyrr en farið var að byggja upphituð gróðurhús að unnt var að rækta plöntur inni að ráði. Suðrænir ávextir voru upphaflega ræktaðir í húsum með frumstæðri upphitun; ananas, guavaávöxt- ur og súraldin voru ræktuð þar, einnig fyrstu kamelíurnar. Síöar meir einnig döðluþálmar og bananar. Þykkblöðungar svo sem blaðlilja og eyðimerkurlilja voru ræktaöir með sem lækningajurtir og til að skreyta verandir á sumrin. Á nítjándu öldinni var farið að byggja blómaskála við stærri hús; ræktun innigróðurs varð nýj- ung. Það sem gilti voru burknahús, pálmahús og hús með öðrum framandi plöntum. Einföld pottablóm færðust úr blómaskálum og urðu nauðsynleg viðbót við þunga tjaldastílinn sem fylgdi nítjándu öldinni innanhúss þrátt fyrir að reykur frá arineldi færi illa með blómin. Blómarækt komst í tísku meðal heldri kvenna. í framhaldi af þessu leituðu menn innblásturs í þeirri gömlu og ófínu venju smábýlinga að halda viðkvæmum jurtum innan dyra á veturna meðan þær voru að skjóta rótum, og sömuleiðis í þeim sið að þurrka kryddjurtir og hengja í loftbita. Sumir áhangendur modernistahreyfingarinnar í byrjun aldarinnar áttu slnar eftirlætis- jurtir og höfðu sérstakt dálæti á liljum. En innijurtir má þó fyrst og fremst rekja til Norðurlandanna, þar sem venja var að taka jurtir inn til að létta þeim hráslaga og þunga hins langa vetrar; og það var ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina að þær öðluðust í rauninni algjörlega fastan sess innan dyra. Þá voru margar stofu- tegundir sem við þekkjum að koma fram, tegundir frá Asíu, Mið- og Suður-Ameríku fóru að fást. Síðan hafa ný afbrigði verið kyn- bætt, sem þurfa minni umönnun og með miðstöðvarkyndingu og réttri meðhöndlun er hægt að rækta þær með góðum árangri innan húss. Plöntuval Það er undir útliti heimilisins þíns komið hvaða tegundir henta hjá þér og hverjar ekki, því nú orðið er um mörg stílafbrigði að velja innan húss. Valið er einnig undir smekk hvers og eins komið, umönnun og aðstæðum, meðal annars hitastigi innan húss ádegi og á nóttu, Ijósskilyrðum, hættu á dragsúgi, börn og húsdýr koma inn í myndina og að sjálfsögðu það rými sem er til ráðstöfunar. 4

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.