Okkar á milli - 01.08.1988, Síða 2

Okkar á milli - 01.08.1988, Síða 2
Bók mánaðarins Fulltverð: 1.875 kr. Okkar verð: 1.495 kr. Meiriháttar skáldsaga eftir meistara spennusögunnar Mánaðarbók Veraldar er að þessu sinni heimsfræg skáldsaga eftir Robert Ludlum, einn fremsta spennusagnahöfund sem nú er uppi. Hart á mótihörðu heitir hún og kom út fyrir síðustu jól á forlagi Setbergs í ís- lenskri þýðingu Gissurs Ó. Erlingssonar. Vinsæl í fyrra í ágústmánuði í fyrra buðum við einnig nýja skáldsögu eftir Robert Ludlum, Milli lífs og dauða, og naut hún óvenju mikilla vin- sælda. Það er síst að undra, því að hér er um að ræða bækur sem lesnar eru um allan heim og því óhætt að veita þeim bestu meðmæli. í báðum þessum bókum eraðal- söguhetjan hin sama - hinn dularfulli Jas- on Bourne, sem öllum stendurstugguraf. Kvíövænleg spurning Bókin hefst á því, að í næturklúbbi í Hong Kong hefur nafn verið skrifað með fingri á blóðstorkið gólfið. Þetta er nafn manns sem heimurinn vill að sé gleymdur og grafinn: Jason Bourne. Washington, London, Pek- ing - skelfingin fer eins og eldur í sinu um heiminn. Þjóðarleiðtogar og undirheima- furstar spyrja sömu kvíðvænlegu spurning- arinnar: Er Bourne aftur kominn á kreik? Uggvænleg vitneskja En bandarískir embættismenn sitja uppi með uggvænlega vitneskju: Jason Bourne er ekki til og hefur aldrei verið til. Nafnið var dulnefni David Webb á meðan hann var að elta uppi Carlos, alræmdan hryðjuverka- mann. Nú hefur einhver annar maður end- urvakið þetta sama nafn. Og verði sá mað- ur ekki stöðvaður, vofir yfir ógn og skelfing. Endist lengi Lengra verður söguþráðurinn ekki rak- inn, svo að lesendur geti sjálfir notið efnis- ins og hinnar ósviknu spennu, sem einkennir allt sem Robert Ludlum skrifar. Og síðast en ekki síst má geta þess, að ánægjan af lestri bókarinnar endist lengi, því að hún er hátt á fimmta hundrað blað- síður að stærð. Góða skemmtun! Okkar bók í efsta sæti Þegar mánaðarbókin okkar, skáldsagan The Bourrte Supremacy eftir Robert Ludlum, sem heitir á íslensku Hart á móti hörðu, kom út í Bandaríkjunum vorið 1987, hlaut hún þegar mjög góðar undirtektir. Hún var í efsta sæti á mörgum vinsældalistum - eins og meðfylgjandi úrklippa sýnir. Publishers Weekly PAPERBACK BESTSELLERS : MAY 1, 1987 MASS HtA P lYF’T' TRADE [ J The Hourne Supremacv. Kobert 1 J Hound of the Far Side. Gai y Earson. I.udlum. Kantam, $4.95. Andrews. McMeel & l’arker, $5.95. Eai - son's newest has a May 15 publica 0 Hreak In. Dick Francis. Fawcett t.’rest, 3 5 tion date and a liOO.OOO-copy first print- $4.95. injr. 2

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.