Okkar á milli - 01.10.1988, Blaðsíða 8
Hvað dreymdi þig í nótt?
„Áhugi fólks á draumum er síst
minni nú en áður,“ segir Þóra
Elfa Björnsson, höfundur
Draumarádningabókarinnar.
„Margir álíta að gamladrauma-
spekin heyri fortíðinni til og sé
að líða undir lok,“ heldur hún
áfram, „en ég hygg að svo sé
alls ekki. Draumar eru ófrávíkj-
anleg staðreynd í lífi manna, og
forvitni um þýðingu þeirra vakn-
arsnemma hjá flestum."
Draumaráöningabókin veitir
svör við þúsundum spurninga
um merkingu drauma. Efnið
skiptist í þrjá flokka: Fyrst eru
yfirlitskaflar um drauma, síðan
er atriðisorðum raðað í stafrófs-
röð og reynt að segja í stuttu
máli hvað hin ýmsu tákn eru tal-
in merkja í draumi, og loks eru
svo íslensk dæmi úr daglega
lífinu. Draumaráöningabókin
er bók sem þarf að vera við
höndina að morgni dags.
Kannski dreymir þig eitthvað
merkilegt í nótt - hver veit?
Nr.: 2266
Fullt verð: 1.790 kr.
Okkarverð: 1.430kr.
Fyndin og hneykslanleg
Skáldsagan Eiginkonur í Holly-
wood eftir Jackie Collins var í
meira en hálft ár í efsta sæti á
lista yfir söluhæstu bækur í
Bandaríkjunum. Það hafa líka
verið gerðir sjónvarpsþættir eft-
ir sögunni, sem notið hafa
geysimikilla vinsælda og hafa
nú verið sýndir á Stöð 2 hér á
landi.
Bókin er sannarlega djörf og
hneykslanleg á köflum, en jafn-
Nr.: 2267
Fulltverð: 1.094 kr.
Okkar verð: 799 kr.
framt fyndin og meinyrt. Hún
lýsir vel hnignandi samfélagi,
þar sem saman blandast
hömlulaus siðspilling, valdafíkn
og fégræðgi.
Skáldsögur Jackie Collins eru
ólíkar öllum öðrum bókum sem
skrifaðar eru nú á dögum. Það
segir sína sögu, að þær hafa
verið þýddar á meira en þrjátíu
tungumál, og bókin Lucky, sem
kom út sumarið 1985, var valin
bók mánaðarins hjá Literary
Guild Club, sem er einn virtasti
bókmenntaklúbbur í Bandaríkj-
unum.
Landnám í Nýja-íslandi
Á hverju sumri koma hingað
stórir hópar Vestur-íslendinga í
eins konar pílagrímsförtil að líta
fósturlandið gamla og leita að
ættingjum sínum. Landnáms-
saga Nýja-íslands í Kanada er
bók sem oft hefur komið að
góðu gagni við slík tækifæri, því
að þar er að finna myndir og
æviágrip ótal Vestur-íslend-
inga.
Hér er um að ræða endurprent-
un þriggja binda verks eftir Þor-
leif Jóakimsson Jackson, sem
gefið var út vestan hafs á árun-
um 1919-23. Bókin er hátt á
fimmta hundrað blaðsíður í
góðu bandi. Landnám íslend-
inga í Vesturheimi, sem hófst á
árunum 1875-6, er kafli úr ís-
landssögunni, sem æ fleiri hafa
áhuga á að lesa um. Hér er því
um að ræða ritverk, sem er
kærkomið öllum þeim, sem
vilja fræðast um ættingja sína í
fjarlægu landi. Þetta er bók,
sem snertirokkuröll.
Nr.: 2268
Fulltverð: 1.000 kr.
Okkarverð: 799 kr.
8
OKKAR Á MILLI