Leo - 01.12.1986, Blaðsíða 15
LEO - 15
Brjálsemi má lækna, heimsku ekki
UONSKLÚBBURINN HÆNGUR
arfsárið
3 - 1986
Þakkir!
Hvað er Leó án myndgát-
unnar góðu? Níels Hall-
dórsson hefur í ár sem
áður séð um gerð hennar
og kunnum við honum hin-
ar bestu þakkir fyrir.
Teikningar Sigmunds
Jóhannssonar, Vestmanna-
eyjum, eru einnig sérkafli,
eru honum færðar miklar
þakkir fyrir þær.
Auglýsendum og öllum
öðrum er Ijáð hafa okkur
lið, og það hafa margir gert
í gegnum öll árin, eru færð-
ar þakklætiskveðjur. Með
þeirra stuðningi og þeirra
hug er okkur gert kleift að
hjálpa öðrum.
Lesendum og velgerð-
arfólki óskum við
gleðilegra jóla og
gæfuríks komandi árs.
Stcfán Thorarcnsen náfti bestum
árangri félaga ÍFA á Hængsmótinu
og iilaut að launum Hængsbikarinn.
Frá kcppni í Boccia á Hængsmótinu.
Bogfimi er ein þeirra greina sem keppt er i á Hængsmótinu.
Kcynir Pétur Ingvarsson, göngugarpur, var heiðursgestur Hængsmótsins aö
þessu sinni. Hann var hrókur ails fagnaðar að venju, og skemmti sér kon-
unglcga að eigin sögn.
Jólatrésskemmtun
Jólatrésskemmtun var haldin á
milli jóla og nýárs í samvinnu
við hina Lionsklúbbana í bæn-
um og var mjög vel til hennar
vandað að mati jólasveinanna.
Hængsmótið
Hængsmótið var haldið 22.
mars sl. í íþróttahöllinni og
tókst mjög vel að venju. Þetta
er opið íþróttamót fatlaðra
íþróttamanna og var nú haldið
í 4. sinn.
Hængsfélagar sjá að öllu
leyti um undirbúning og fram-
kvæmd mótsins, en njóta til
þess mikillar aðstoðar margra
aðila.
Fyrst ber að telja stjórn
íþróttafélags fatlaðra á Akur-
eyri, eiginkonur Hængsfélaga,
starífsmenn íþróttahallarinnar,
lyftingamenn, Magnús Ólafs-
son sjúkraþjálfara og fleiri.
Þessir aðilar allir leggja sig
frarn til að framkvæmd móts-
ins verði sem best.
Heiðursgestur þessa móts
var Reynir Pétur Ingvarsson,
göngugarpurinn frækni. Hann
veitti viðtöku afreksbikar frá
okkur fyrir hið ótrúlega afrek
sitt er hann gekk hringveginn
og einnig veitti hann viðtöku
peningaupphæð frá Hæng í
Sólheimasöfnunina.
Það var engin lognmolla í
kringum Reyni þarna á mótinu
frekar en venjulega og vakti
þessi einlæga framkoma hans
og málsnilld almenna aðdáun
okkar Hængsfélaga sem og
annarra keppenda.
Hængsbikarinn var nú veitt-
ur í annað skipti. Hann er veitt-
ur þeim félaga í ÍFA sem best-
um árangri nær á mótinu.
Bikarinn hlaut að þessu
sinni Stefán Thorarensen.
Við Hængsfélagar erum
farnir að hlakka til næsta
Hængsmóts, en það verður í
(þróttahöllinni á Akureyri 14.
mars nk.
Kjarnahátíð
Starfsárinu lauk svo með grill-
veislu í Kjarnaskógi, en þar
komu Hængsfélagar saman
ásamt fjölskyldum sínum og
áttu ánægjulegan dag í góðu
veðri.
Hængsfélagar héldu heljarmikla grillveislu í lok starfsársins. Hún var haldin í Kjarnaskógi og þóttist takast nijög vel.
Verkefnasjóður
Stærstur hluti þess fjár sem
við höfðum til ráðstöfunar var
afhentur Jóni E. Aspar fyrir
hönd þeirra félaga sem
vinna að uppbyggingarstarfi
að Botni í Eyjafirði.
Önnur fjárframlög voru í
Sólheimasöfnunina, vatns-
verkefni á Indlandi og einstakl-
ingur styrktur vegna læknisað-
gerðar.
Þá hefur klúbburinn tekið
virkan þátt í verkefninu „Vímu-
laus æska“, svo sem skipu-
lagningu og framkvæmd
götuhlaups unglinga á sam-
norræna kynningardeginum 3.
maí.