Neisti


Neisti - 05.02.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 05.02.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Sjglufjarðar. ÍV. árg. Siglufirði, míðvikudaginn 5. febrúar 1936 2. tbl. Stólpagripir íhaldsins. Gismondi-hneykslið. Fyrir rúmum háltum mánuði sendu framkvæmdastjórar Sölusam- bands íslenzkra fiskframleiðenda frá sér „skýrslu" um samninga þeirra við E. Gismondi & Co. í Genua, gerða vorið 1933. Áður var það vitað, að stórkostleg hneyksli hefðu gerzt í sambandi við þessa samninga. — Skýrsla forstjóranna sjálfra staðfestir greinilega þann dæmalausa glæp, sem hér er um að ræða. Mennirnir, sem eiga að vera fulltrúar, ekki einungis stór- framleiðendanna í Reykjavík, held. ur einnig fátækra fiskimanna og smáútvegsmanna víðsvegarum land- ið, bera yfir 330.000.00 kr. mútur á ítahkan fiski- kauþmann tilað HŒTTA AÐ KAUPA ÍSLENZK- AN FISK. Og því glæpsamlegra er þetta, sem það er vitað, að kauþmaðurinn, sem fékk mútuféð, keypti islenzkan fisk HŒRRA verði en hjá öðrum fékkst. Að hann gerði það, er beinlinis dstæðan til þess, að múturnar voru á hann bornar. Hvað segið þið um þessa fram- komu, Siglfirðingarnir, sem eigið flfkomu ýkkar undir söluverði fiskj- arins, að miklu léyti? Finnst ykkur að öllu lengra sé hægt að ganga í dtrúmennsku og beinum stórglæp- samlegum fjandskap við ykkur ? Pið spyrjið sennilega, hver til« gangurinn með þessum glæfrum hafi verið. Pið búizt sjálfsagt við að til mikils hafi verið að vinna. Tilgangurinn var sd, að gera umboðsmönnum h.ý. Kveldúljs —• eign Thors- aranna — kleift að fdfisk fyrir LŒGRA verðheld- ur en íeir annars hejðu orðið að' greiða, ef Gis- mondi hefði haldið dfram sinnm kaupum. Kveldúlfur græddi ekki nógu mikið í samkeppninni við hann,— PESS VEGNA þurfti að losna við Gismondi. Kveldúlfshringurinn er sá djöfull sem íórnin er/ærð. Og Lað svo sem ekkert undar- legt: Eínn Thorsbræðranna — Ric- hard — er í framkvæmdastjórfi sölusambandsins, ásamt tveimur öðrum íhaldsmönnum. Að vonum er talað mikið um þessi mál, sérstaklega í höfuðstaðn- um. Forsijórarnir eru hreyknir af glæp sínum og blöð „Sjálfstæðis- flokksins" syngja mútusamningun- um lof og dýrð. Pað er svo sem verið við efnið í þeim herbúðum, eins og fyrri daginn. Hér heldur Siglfirðingur smánin sér saman. Hví gerir hann það ? Alþýðublaðið hefir neitað að birta „skýrslu" framkvæmdastjóranna en hefir hins vegar heimtað sjálfan hneykslissamninginn á borðið. — Ennþá hefir ekki frétzt, að sjálf- stæðismennirnir í forstjórn samlags- ins hafi séð sér fært að verða við þeirri kröfu. Peim finnst sennilega, að nóg sé somið í dagsins ljós af myrkraverkum þeirra og glæpum. Pað eru félegir peyjar, þessir stölpa^ripir ihaldsins! Arið sem leið. Áramótin 1935 og '36 eru tíma* mót í mörgum skilningi og meðal annars eru þau tímamót i lííi og starfi verkalýðshreyfingarinnar. — Tímamót, sem vekja velflesta starf- andi meðlimi verkalýðssamtakanna til alvarlegrar umhugsunau um það starf, sem þeir, hver einstakur — litli hlekkurinn í samtakaheildinni — það starf, sem félagið þeirra — stærri hlekkurinn í samtakaheild- inni — hefir af hendi leyst til hags- bóta fyrir lítilmagnan, fyrir lægst launuðu og öryggisminnstu þegna þjóðfélagsins, fyrir verkalýðsheildina og síðast en ekki sízt, til hagsbóta fyrir sjálfa sig og sína nánustu — á árinu sem leið.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.