Neisti


Neisti - 25.03.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 25.03.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI mér sammála um það, að hún sé ekki til trambúðar. Reynslan er fengin, og hún hefir orðið þjóð- inni dýrkeypt. Samvinnuútgerð er stefna Fram- sóknarflokksins. Með þeirri stefnu er útgerðaráhættunni skellt yfir á bak fátækra sjómanna og verka- manna, sem ísamvinnufélagsskapn- um yrðu. Ef tap yrði. væri því skellt yfir á þá, sem eru hinir raun- verulegu skaparar verðmætanna. Peir gengju frá með tvær hendur tómar og máske meir en það, þeir eiga eftir stefnu Framsóknarflokks ins að fórna sér og sínum fyrir hag allra annarra þegna þjóðfélagsins. Framsóknarflokkurinn hefir al<lrei verið flokkur sjómanna, eða verka® manna við sjávarsíðuna. Sú stefna, sem Alþýðuflokkurinn fylgir í þessu máli er sú: Að stór- útgerðina eigi að reka af bæ eða ríki, eða báðum aðilum í samein- ingu. Aukin lífvænleg framleiðsla er aukin atvinna, það er hagur allr- ar þjóðarinnar og ef reikningslegt tap verður á útgerðinni, á öll þjóð- in í sapaeiningu að bera það, en ekki eingöngu sárafáir menn, sem allt leggjá í sölurnar til þess að ná í lífsviðurværi handa þjóð sinni. Eins og að framan segir, er á- stand togaraf lotans þannig, að skjótrar úrlausnar er full þörf. Pó að keyptir yrðu á þessu ári 3 tog- arar, þarf samt að kaupa 2 — 3 nýja togara á hverju ári í 10 ár til þess að viðhalda flotanum. Til þess að menn geti séð þær tillögur, sem Alþýðuflokkurin kem- ur með til viðreisnar og bjargar þessum aðalatvinnuvegi okkar, þyk- ir mér rétt að birta hér togara- frumvarpið, sem flutt er af þing- mönnum Alþýðuflokksins í Neðri deild Alþingis. 1. gr. Ríkisstjórnin efnir ti) félagsmynd- unar til útgerðar fyrir ríkið og kaupstaði á þann hátt, sem mælt er fyrir um í lögum þessum. 2. gr. Ríkissjóður leggur fraxn 200000 kr. árið 1936 og síðan árlega sömu upphæð í 4 ár, gegn 100000 króna árlegn framlagi frá kaupstöðum, og skal fé þetta vera stofnsjóður fél3gs þess, er rekur togaraútgerð fyrir ríkið og hlutaðéigandi kaupstaði. ■ 3. gr. Heimilt er ríkisstjórninni að taka á sig .ábyrgð að lánsfé til félagsins og má upphæðin, sem ábyrgðin nær til, aukast um 700000 kr. ár- lega þau 5 ár, sem framlag er greitt. Skilyröi fyrir ábyrgðinni er, að kaupstaðir þeir, sem fé leggja fram til fyrirtækisins, ábyrgist lántökur ásamt ríkisstjórninni að jöfnum hlut- föllum við framlög sín. 4. gr. Skuldbindingar og ábyrgð ríkis og bæja, sem að fyrirtækiny standa, r viðíkjandi rekstri þess, takmarkast við framlag þeirra á hverjum tíma, sarnkv. lögum þessum og af ábyrgð þeirri, sem rætt er um í 3. gr. 5. gr. Stjórn félagsins skipa 5 menn. Ríkisstjórnin skipar 3 stjórnendur til 5 ára. Eigi einn kaupstaður svo mikla hlutdeild í félaginu, að nemi 2|s eða meiru af framlagi allra kaupstaða, sem þátt taka í félagin'u, skal þeim kaupstað heimiit að til- nefna einn mann í stjórnina, og tilnefna þá aðrir kaupstaðir í sam- einingu einn mann. Við þá kosn- ingu hefir hver kaupstaður atkvæði við framlagsupphæð sína. Hafi eng- inn kaupstaður lagt fram upphæð sem nemur 2js hlutum framlags kaupstaðanna, tilnefna þeir allir í sameininnu tvo menn, og hefir við þá kosningu hver kaupstaður at- kvæði í hlutfalli við framlagsupp' hæð sína. Hafi tveir kaupstaðir lagt fram fé, er nemi 2)5 hlutum fram- lags kaupstaðanna hvor, tilnefna þeir hvor sinn rnann í stjórnina. Stjórn félagsins hefir með hönd- um yfirumsjón alla með starfrækslu félagsins á þann hátt, er tíðlcast í hlutafélögum. Skal hún gefa. ríkis- stjórn og hluthðeigandi bæjarstjórn- um árlega ýtarlega skýrslu urn hag og viðgang félagsins og um fram- tíðaráætlanir því til eflingar. Stjórnin velur sér framkvæmdar- stjóra og setur honum erindisbréf. Laun framkvæmdarstjóra greiðast úr félagssjóði. 6. gr. Félagið heldur úti togurum á fiskveiðum, og má það eigi kaupa togara, er eldri séu en tveggja ára. Heimilisfang félagsins skal vera þar, sem bezt þykir um aðstöðu til útgerðar, en skylt skal að veita mönnum frá hverjum kaupstað, er þátt tekur í fyrirtækinu, skiprúm fyrir háseta að jöfnum hlutföllum við framlög hlutaðeigandi kaup- staða til fyrirtækisins. Skylt skal félagiuu að, setja þar afla á land til verkunar, sem kaupstaðir þeir, er þátt taka í fyrirtækinu, æskja, að jöfnum hlutföllum við framlöghiut- aðeigandi kaupstaða í félaginu. 7. gr. Arður af framlögum í stofnsjóð félagsins greiðist ekki 5 fyrstu árin, sem félagið starfar, og eigi fyrr en félagið hefir eignazt 10 togara skuldlaust, en eftir þann tíma má greiða arð af stofnfé eftir þeim regl- um, er félagsstjórnin sjált' setur í lögum sínum, sem staðfest eru af atvinnumálaráðherra. 8. gr. Framlög ríkissjóðs og kaupstaða í stofnsjóð félagsins eru eigi aftur- kræf. 9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ef frumvarp þetta næði fram að ganga, og tillögurnar yrðu fram- kvæmdar, væri það til stórkostlegra bóta, og ætti með því að verða bætt að miklum mun úr aðkallandi atvinnuþörf margra kaupstaða. Petta mál snertir ekki síður þá, sem í Siglufirði búa, heldur en íbúa annarra kaupstaða. Ef að karfavinnslan kemst hérá, er þar verkefni fyrir togara við veiðarnar og væri þá gott. efSiglu- fjarðarkaupstaður ætti ítök í togara- útgerðinni, sem svaraði einum eða tveimur togurum. Pað út af fyrir sig mundi bjarga fjárhagslegri af- komu 30—60 heimila hér í bænum. Siglfirðingar! Togaramálið er ykkar raál ekki siður en annarra landsmanna. Fylgist því vel með hvaða afgreiðslu það fær á Alþingi. Fjárhagsleg afkoma margra kaup- staða og sjálfstæði þjógarinnar er i voða ef frumvarpið verður ekki samþykkt. Jón Sigurðsson.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.