Neisti


Neisti - 08.04.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 08.04.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 TILKYNNIN G um síldarloforð til Síldarverksmiðja rikisins, Peir, sem vilja lofa síld til vinnslu í Síldarverksmiðjur ríkisins á næst- komandi sumri, skulu, innan 15. maí n. k„ hafa sent stjórn verksmiðj- anna símleiðis eða skriflega tilkynningu um það. Ulgerðarmaður skal til- kynna hvaða skip hann ætlar að nota til veiðanna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess að afhenda verksmiðjunum alla bræðslusíldar- veiði skips síns eða skipa. eða aðeins hluta veiðinnaf, eða alla síldveiði skips eða skipa. Pau skip, sem afhenda verksmiðjunum alla veiði sína, eða alla bræðslusíldarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipummeð samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af bræðslusíldarveiði sinni, eða hafa enga samninga gert fyrirfram. Verði meira framboð á síld, en stjórn verksmiðjanna telur sýnilegt &ð verksmiðjurnar geti unnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur til að á- kveða, af hve mörgum skipum verksmiðjurnar taki síld til vinnslu. Ef um framboð á síld til vinnslu er að ræða frá öðrum en eigendum veiði- skipa, skal sá, er býður síldina fram til vinnslu, láta skilríki fylgja fyrir því, að hann hafi umráðarétt á skipinu yfir síldveiðitímann. Stjórn verksmiðjanna tilkynnir fyrir 1. júní n. k. þeim, sem boðið hafa fram síld til vinnslu í verksmiðjurnar, hvort hægt verði að veita síldinni móttöku, og skulu allir þeir, sem lofað hafa síld til verksmiðjanna, og stjórnin hefir ákveðið að taka síld af, hafa innan 20. júní n. k. gertsamn- ing við stjórn verksmiðjanna um afhendingu síldarinnar. Að öðrum kosti er verksmiðjunum ekki skylt að taka á móti Iofaðrt síld. Siglufirði, 8. apríl 1936. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Pormóður Eyólfsson, p. t. formaður. BBggg NÝJA-6ÍÓ — Sýnir á skírdag 9. apríl kl. 6h Hvenær má ljúga? Alþýðusýning. Niðursett verð. kl. 8*: „ B o 1 e r o Tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: George Raft og Carole Lombard. — — ^ðeins hér á Siglufirði hafa tugir verkamanna sýnt það í verkinu, að þeir telja slíkt sjálfsagða skyldu sína — og svo mun víðar fara. Guðbem Kristitisson. Tengdamamma, Jeppi á Fjalli. Fyrir nokkru birtist í Einherja all-löng grein, undirrituð H, um meðferð sjónleiksins Tengdamamma sem kvenfélagið Von sýndi hér við góða aðsókn. í grein þessari er týnf upp allt það, sem þessi H taldi miður fara í meðferð leiksins. Pessum manni mun þó vera Ijóst, að kvenfélagið Von er ekkerf leik- félag, þótt það öðru hvoru á vetr- um sýni sjónleiki sér til tekjuöfl- unar. Pað orkar þvi tvímælis, hvort rétt sé að dæma slíka leiki frá •sjónarmiði listarinnar, og gagnrýna opinberlega hvern einstakling og ieikinn sem heild. Pað hlýtur að leiða til þess, að erfiðara verður að fá leikendur en ella. Kvenfélagið Von er eitt af allra vinsælustu fé- lögum hér í bæ, og eina félagið, sem sýnt hefir viðleitni bæjastjórn* ar til að koma hér á Vetrarhjálp, fullan skilning og aðstoð. Pótt eitt- hvað megi finna að leiksýningum félagsins, Iýsir það fremur lítilli vinsemd í þess garð, að hlaupa með þær aðfinnslur í blöðin. Leikfélag Siglufjarðar hefir und- anfarið sýnt sjónleikinn Jeppi á Fjalli. Hjá leikfélögum er listin auðvitað aðalatriðið. Par getur of- mikið lof verið skaðlegt, en rétt- mæt gagnrýni, framsett með vin- semd og kurteisi, til mikilla bóta. En auðvitað væri þnð æskilegast, að leiklistin væri á svo háu stigi, að gagnrýni væri útilokuð. Og það er líklega óhætt að óska Leikfélagi Siglufjarðar til hamingju með eitthvað í þá áttina, því ein- mitt sami maðurinn, sem gagnrýndi svo ákaft meðferðina á Tengda- mömrnu, skrifar nú í síðasta Ein- herja um Jeppa á Fjalli. og telur snilldina þar á svo háu stigi, að hvergi megi betur fara, nema — ef til vill — að betur mætti takast að sýna dauðadrukkinn mann. En það er þó bara „ef til vill". Eí maðurinn er dómbær á þessu Vatnssölustarfið á hafnarbryggjunni lausttil umsókn- ar- Umsóknir séu afhentar á bæj- arfógetaskrifstofuna fyrir 20. þ. m. Starfið er bæði að selja vatn og gæta bifreiðavigtar og vigta á hana. Starfið er skylt að rækja í 7 mán- uði og eftir fyrirmælum hafnar- nefndar. Skylt er þeim er fær starfann að hlita erindisbréfi. Laun 2250 kr. Skrifstofu Siglufjarðar 3. apríl. G. Hannesson sviði og ritar af fullri sanngirni, þarf leikfélag Siglufjarðar ekki að kvíða framtíðinni, og er gott til þess að vita. J. F. G.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.