Neisti


Neisti - 01.05.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 01.05.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 NÝJA-BÍÓ Sýnir sunnudagskr. 3. maí kl. 6*. Landsíminn tekur sambandið. Dönsk tal og hljómmynd f 14 þáttum. Aðalhlutverkin Ieika: Lis Smed, Ebhe Rode, lb Schönberg, Olga Svensen Alþýðusýning! Niðursett verð! kl. 8|: Ný mynd! N ý m y n d. Nánar auglýst í Bíóbúðar- glngganum. deilt hafði á Pormóð), yrði sviftur at- vinnu. en sonur Hannes_ar Jónassonar, formanns Framsóknarfélagsins, ritstj. Einherja, bóksala og hátekjumanns, komi í hans stað. En svo ætlarKrist- ján að stofna félag verksmiðjumanna til þess að koma í veg fyrir annað eins og þetta. Mörgum kann að finnast það ó- saniræmanlegt, en svo er þó ekki. Kristján mun ekki hafa ætlað að merkjast stimpli samningsrofans, og ikvað því að mæta ekki á fulltrúa- ráðsfundinum. En það var ekki við nein lömb að leika. Dalmar fulltrúi brá við og sókti snáða. — Og at- kvæðið fékkst eins og til hafði verið ✓ ætlast. Pað virðist sennileg skýring, að einhver óeðlileg, og með öllu ástæðulaus, hræðsla hafi gripið vesa- lings manninn, þegar úrslitastundin nálgaðist. Pað gengi því ósvífni næst að telja það ósamrýmanlegt, þótt vinstri höndin lyftist örlítið í þágu Hannesar og Co. um svipað leyti og sú hægri, með vilja og vitund sannfæringarinnar, skrásetur fyrgreind ummæli. Eu þessi tilraun hins geðþekka manns, að æí!a að stofna félag verk- smiðjurnanria til þess að losná undan áhrifum Hannesar PormÓðs (eða Por- möðs Hannesar) er mjög virðingar- verð, frá hans sjónarmiði, þótt um það megi vitanlega deila, hver áhrifin hefðu orðið. Vantar 60 stúlkur í síld í sumar. Gefi sig fram á skrifstofu minni. Olafur Ragnars. Sólbakkadeilan. Um hvað er deilt? Nú um all-Iangan tíma hefir stað- ið deila milli verklýðsfélagsins „Skjöldur" á Flateyri annarsvegar og verksmiðjustjórnar og verklýðs- félaganna Vestanlands hinsvegar. Deildan stendur ekki um kaup- hæð eða lengd vinnutíma, heldur um það. hvað margir utansveitar- menn eiga að fá aðgang við verk- smiðjuna á Sólbakka. Með þeirri karfadrift sem fyrir- huguð er á Sólbakka skapast at- vinna fyrir um 200 manns, karla og konur, í 5—6 mánuði. Með því kaupgjaldi sem verður greitt yrðu útborguð vinnulaun i landi um það bil 265 þús. krónur. I beinu áframhaldi at þessum at- vinnurekstri skapast atvinna fyrir 60 — 70 manns við verkun á þorski og ufsa sem togarnir koma til með að fá og lagður yrði upp á Flat- eyri. Par að auki er ýma annar atvinnu- vegur sem þorpsbúar hafa haft að undanförnu. í Flateyrarþorpi eru ca. 500 íbú- ar, svo aðeins sú vinna sem verk- smiðjan kemur til með að veita er um það bil kr. 530,00 á hvert ein- asta mannsbarn í þorpinu, fyrir ut- an alla aðra vinnu sem eg hafi áð- ur nefnt svo sem: verkun á ufsa og þorski, aðstoð við löndun úr togur- unum og fleira sem ' nefna mætti, Raunverulega skapast það mikil vinna á Flateyri, að þorpsbúar fá ekki annað henni, minnsta kosti ekki alltaf. > Á Pingeyri við Dýrafjörð, Bíldu- dal við Arnarfjörð, ^Suðureyri við Súgandafjörð og víðar á Vestfjörð- um- er tilfinnánlegt atvinnuleysi ® vegna langvarandi aflaleysis. Verk- . lýðsfélög viðkomandi staða hafa þessvegna farið þess á leit, að það fengju að koma 5—6 menn frá hverju þorpi til þeirrar miklu vinnu sem skapast á Flateyri við rekstur þessa stórfelda atvinnutaekis sem ríkið á, sem er Sólbakkaverksmiðj- an. Alþýðusambandið hefur látið það álit sitt í ljós, að kröfur félag- anna séu fullkomlega sanngjarnar. Verkamenn á þessum stöðum og svo víðar, líta svo á, að þar sem eitthvert fyrirtæki, eitthvert atvinnu- tæki er rekið fyrir fé allrar þjóðar- innar, þá eigi fleiri að komast þar að vinnu, heldur en aðeins þeir sem heima eiga á viðkomandi stað, þar sem alvinnutækið er. Kröfurnar sem verkamenn á Vest- fjörðum gera til stéttarbræðra sinna á Flateyri eru þær, að af hverju hundraði sem vinnu fær við verk- smiðjuna, sé hún í karfavinnslu, séu 30 aðkomumenn. Af 190 verkamönnum yrðu það 57 menn. Kröfurnar eru þær, að á meðan 133 séu frá Flateyri séu aðeins 5—7 frá hverju öðru þorpi á Vestfjörðum, að ísafirði meðföld- um, Sé verksmiðjan við síldar- vinnslu og færri menn í atvinnu, eru kröfur til aðeins 15 prc. að- komumanna eða sömu hlutfalla sem hér á Siglufirði gilda og eins og v@r á Raufarhöfn í fyrra. A Iþýðujiokkurinn berst fyrir jafnrétti, en móti yjirgangi einstaklinga. Augl. í Neista.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.