Neisti


Neisti - 12.05.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 12.05.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 REYKIÐ J. G R U N O ’ S á£æta hollenzka reyktóbak, VERÐ: AROMATISCHER SHkG . . kostar kr. 1,05 i|20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15--- Fæst í öllum verzlunum. „Fröken Fix“, þvottaduftið góða sem allir biðja nú um kostar aðeins 50 aura pakkinn. Kaupfélag Siglfirðinga ummælinl birtast í, verður að líta svo á, að Kristján skrifi í umboði flokksins. Pað hlýtur að vera með öllu til- hæfulaust, að bláfátækur maður hér á Siglufirði sé sviftur atvinnu sök- um þess, að einhver ágreiningur verður á milli þingmanna Alþýðu- og Framsóknarflokksins, en þegar þess er gætt, að þessi ágreiningur er alveg óviðkomandi málefna- samningnum, og því um engin svik að ræða af hálfu Alþýðuflokksins, þá fer útlitið að verða ískyggilegt Pað er alveg rétt hjá Kristjáni Kjartanssyni, að atvinnusviftingin er pólitískt skítverk, en ástæðurnar, sem hann færir fram fyrir þessu skítverki, eru rangar. Er hérmeð skorað á hann, eða einhvern úr þeim hópi, að birta þær greinar málefnasamningsins, sem sanna þessi svik Alþýðuflokksins. Kristján Kjartansson hefir áður sagt, að koma þyrfti í veg fyrir það, „að verkamenn yrðu sviítir atvinnu, þótt einhverjum stjóranum yrði í nöp við þá“, en sjálfur greiðir hann atkvæði með slíkri atvinnusviftingu, og reynir svo að réttlæta þessa ráðstöfun með því, að þetta hafi verið pólitísk hefnd. Ekki vantar samræmið! Fram á síðustu stundu var því ekki trúað um annan Sjálfstæðis- manninn í stjórn Vinnumiðlunar- skrifstofunnar, að hann yrði verk- færi hinnsr taumlausu hefnigirni. Og Framsóknarmaðurinn, sem hvað eftir annað hafði lýst þvíyfir, að hann teldi þessa atvinnusvift- ingu rangláta og bein svik við Al- þýðuflokkinn hér, hann var líka beygður til hlýðni. En til þess að enginn skuli ef- ast um réttmæti þessara ráðstafana, er því lýst yfir í Einherja, að þetta hafi verið póliísk hefnd. Hver er sterkastur? í síðasta tbl. „Einherja“ talar rit- stjórinn, Hannes Jónasson, með napri lítilsvirðingu um Alþýðusambandið og Alþýðuflokkinn og virðist hann nú vera orðinn allákveðinn samfylkingar- maður. Sennilega efast fáir um það, að samfylkingarpólitík Hannesar sé heit og einlæg. — En þrátt fyrir allt virð- ist nú vera hyggilegast fyrir hina andlegu baráttusamsteypu þeirra Pormóðs, Hannesar, Hjartar og' Co. að halda sig að uppteknum hætti, um að ráðast á nfða niður einstak- linga innan Alþýðuflokksins. því lengi er bægt að traðka einn ogeinn niður í sorpið. En frekar er eg smeikur um að ástteðulaust og varhugavert sé fyrir þessa mikilsráðandi „kllku“ að ætla sér að ráðast á Alþýðusambandið eða Alþýðuflokkinn f heild. Og vera má að slíkt yrði til þess að ieiða í Ijós fyr en ella, hver hugur almennings er til þessa fólks og hverjir njóta meira trausta, þeir eða foringjar okkar Alþýðuflokksmanna. En um það skal ekki deilt að sinni, því reynzlan sker úr því. Eg vil aðeins enda þessar línur með því, að óska þess að framtíðin feli það í skauti sér, að enginn þurfi að svelta eða Ifða skort á einn eða neinn veg, því þá kemur það heldur ekki fyrir þessa góðu menn, að hafa ekki mat handa sér eða börnum sín- um, ekki föt, ekki hita, ekki meðul eða aðrar brýnustu lífsþarfir, en slíkur er nú hlutur margs alþýðu- heimilis, — hlutur þeirra, sem þessir menn nú kasta steinum að. En í samtökum undirstéttanna býr ómælt afl — þegar á [reynir — og vera má, að ef sultur og vöntun verður f framtíðinni óumflýjanlegt, að þeir að lokum fái að komast f kast við slíkt, sem mest hafatil þess unnið. Guðberg Kristinsson. 9. marz s. I. samþykkti Verka- mannafél. Próttur eftirfarandi til- lögu : „Verkamannafélagið Próttur skorar bér með á bæjastjórn Siglufjarðar að hlutast til um, að enginn aðkomumað>:r fái vinnu hér, nema gegn um

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.