Neisti


Neisti - 19.05.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 19.05.1936, Blaðsíða 2
NEISTI 2 . um fyrir ógrynni fjár afþeim þjóð- um er ekkert keyptu afoss, en aftur á móti ekkert eða þá hverfandi lít- ið af þeim þióðum er mest keyptu afurðir vorar. Pegar innilokunar- stefnan tók að magnast varð það Ijóst að þessu varð að breyta og að það yarð ekki gert á annan hátt en setja ákvæði um gjaldeyrishöml- ur og úthlutun innflutnings og tak- mörkun. Petta hefir verið gert og tekið föstum tökum af núverandi stjórn, og mun vikið að því síðar. I skjóli þessara hafta befir risið upp allmyndarlegur iðnaður, sér- staklega þó í Reykjavík, en lítið hefir verið fyrir hann gert fyr en einmitt í tið núv-erandi stjórnar. Skal nú sýnt fram á með nokkrum dæmum hvað það er. A þingi 1934 voru sett lög um iðnlánasjóð, — flutningsmaður frum- varpsins var Alþýðuflokksmaðurinn Emil Jónsson. — Er hann stofnað- ur með 25 þús. kr. árlegu framlagi úr ríkissjóði til þess að veita . iðn- aðarmönnum hagkvæm lán með veði í vélum og áhöldum. Á sama þingi voru sett lög um hlunnindi fyrir ný iðn og iðjufyrir- tæki sem í verulegum atriðum styrkja aðstöðu þeirra tii þess að komast yfir byrjunarörðugleikana. Á þinginu 1935 var afnuminn verðtollur af vélum til iðnaðar og vörutollur stórlækkaður á ölium stærri vélum (lækkaður á vélum yfir 1000 kg. úr 6 aura ákg. niður í 2 aura á kg.) Viðskiftagjald er nú á iðnaðarvélum flestum, þó ekki öllum, að upphæð 2 prc. af verðmæti, en míðað við 19 prc. verðtoll sem áður var, er hér um stórkostlega tollalækkun að ræða. Pað má ur.darlegt heita ef rit- stjóri „Siglfirðings“ fylgist svo lítið með opinberum málum að hann hafi ekki vitað þetta. Hitt mun sönnu nær að rótgróinn óvani hans til blekkinga og lyga til varnar illum málstað hans flokks hafi ráðið því að hér var ekki rétt með farið. Alþýðuflokkurinn hefir í starfs- áætlun sinni lofað í 10. gr. „að stofna lánsdeild fyrir iðn- aðarmenn er veiti þcim hag- kvæm lán með veði í vélum og öðrum áhöldum og að létta tollum af efnivörum til nauðsynlegs iðnaðar". Pað hefir verið sýnt fram á það hér að framan með óyggjandi rök- um og sönnunum að þetta hefir verið gert. Iðnaðarmenn landsins hafa líka fylgst með þessu og tjáð Alþýðuflokknum þakkir fyrir. Peir finna það sem og allt hið vinnandi fólk að Alþýðuflokkurinn er þeirra flokkur, sem berst fyrir bættri af komu fólksins. Framh. Verkalýðsmál. Verklýðsfélag Arneshrepps, i Reykjafirði var stofnað í vetur og voru stofnendur um 30. Félagið gekk strax í Alþýðusambandið og hefur það nú gert samninga við H.f. Djúpuvík fyrir Verkalýðsfélagið. Samningarnir hafa að innihalda ýmsar kjarabætur, bæði hækkað kaup og styttan vinnutíma frá því sem gilt hefur þarna áður. 1 samningunum er einnig það á- kvæði, að allir verkamenn sem vinna við verksmiðjuna á Djúpuvík, skuli vera meðlimir í félagi innan Alþýðusambands íslands. Ekki hefur heyrst enn, að komm- únistar í Reykjavikeða annarstaðar, hafi myndað svarta samfylkingu til þess að reyna að hindra að þetta ákvæði kæmist inn í samningana. Komraar munu hafa fengið lærdóm af frumhlaupi flokksbræðra sinna hér á Siglufirði, þegar þeir sér til æfilangrar skammar, hóuðu saman atvinnurekendum, svartasta íhaldinu og verst þokkaða framsóknarfólkinu til þess að greiða atkvæði á móti því, sem gat orðið til að gera verka- lýðsfélagsskapinn sterkan hér á Sigluf irði. Á fundi í „Prótt“ 20. f. m. var svohljóð- andi samþykkt gjörð: „Verkamannafélagið „Próttur" samþykkir, að ekki sé leyft að skipshafnir vinni hér á höfn- inni að affermingu skipa, þó veitist undanþága hvað lyfti- vindum viðkemur ef ekki fást hæfir menn úr landi til að stjórna þeim.“ Samþykkt þessi var birt í Neista 1. maí og átti að gilda frá þeim tíma. I gærmorgun var byrjað að vinna í kolaskipi því sem er hér með kol til Ríkisverksmiðjanna og var byrjað að vinna með skipsmönnum á vindum en stjórn „Próttar" fór til fundar við framkvæmdarstjóra verksmiðjanna og skýrði honum frá þeirri samþykkt sem gjörð hafði verið, og gekkst hann og hin ný- skipaða stjórn verksmiðjanna inn á að menn úr landi yrðu við vins- urnar, og var skift um kl. 4 e. h. í gær. Ákvörðun þessi skapar fjórum mönnum atvinnu, á meðan skipið er affermt framyfir það sem annars hefði verið. Esja kom hér í gær og var þessu ákvæði einnig framfylgt þar. Að ákvæði þetta skyldi nást há- vaðalaust í framkvæmd, sýnir bezt hve mikill þróttur er í félaginu og hvað sterkt samtakaafl er á bak við. Ákvæði þetta kemur til með auka talsvert atvinnu til verkamanna hér í bænum. Verkamenn, gangið í Prótt, gerið samtökin sterk og vinnið þar með að fjárhagslegu frelsi ykkar sjálfra. h Eftir Halldór Kristinsson, héraðslæknir. Rvi verður eigi neitað, að bæjar- stæði Siglufjarðarkaupstaðar er bæði illt og dýrt í rekstri. Mikill hluti bæjarins stendur á lágri og mýr- lendri eyri, sem hallar lítið i'taf og víða stendur vatn á benni yfir mestallt sumarið. Af þessu leiðir: 1. Að götustæðin eru gljúp og þurfa mikinn og góðan ofaní- burð, eigi vagnar og bílar ekki að spæna göturnar upp og allt að vaða út í for og bleytu, þegar rigningar ganga. 2. Fyrir húsgrunnum þarf djúpt að grafa, hafa ])á háa og erfitt er að gjöra kjallara vatnshelda og rakalausa. Pegrun * Siglufjarðar. G

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.