Neisti


Neisti - 03.06.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 03.06.1936, Blaðsíða 3
NEISTS 3 fceir hifa á þessum atvinnufyrir- t«kjum, ofi að þau verði tekin og rekin af því opinbera með hag fjöldans eingöngu fyrir augum. Alþýðu landsins hlýtur að verða Ijós sá fjandskapur í hennar garð aem lýsir sér í slíkum og þvílíkum gerðum. Alþýðan hlýtur að sýna alikum foringja(H) verðskuldaða fyrirlitningu. Hún hlýtur að sýna í>eim foringja fyrirlitningu, sem ekki hikar við að meta meir persónu- lega eiginhagsmuni en fjárhagslegt sjálfstaeði þjóðarinnar, í þeim eina tilgangi að skapa sult og seyru með- al hins vinnandi fólks. Niðurl. Rökþrota vesalingur. Margur mun hafa ætlað, að mál- .gagn íhaldsins hér norður, Siglfirð- ingur litli, mundi reyna að ein- hverju leiti, að bera blak af Kveld- úlfi, reyna að hrekja þær þungu og réttmætu ásakanir, sem bornar voru á Kveldúlfsklíkuna i síðasta „Neista". En viti menn! Ekki eitt ein- asta'orð þeim til varnar. Ekki gerð minnsta tilraun til þess, að réttlæta það, að formaður íhalds- flokksins og bræður hans. láta tog- ara sem þeir hafa umráðarétt yfir, hætta veiðum, reka mannskapinn í land og binda togarana, vitandi þó, að mokafli er af góðum þorski. Blaðið reynir heldur ekki að rétt- læta það gjörræði Kveldúlfs, að starfrækja ekki Hesteyrarverksmiðj- una. Vitandi, að karfaafli er mikill og afurðirnar í það góðuverði að hagn- aður er góður af því, að kaupa karfann fyrir 4 kr. málið, og einnig hagnaður fyrir togarana að veiða til Hesteyrar fyrir það verð. Og það reynir heldur ekki að rétflæta það, að fiskverð skuli ekki hækka þrátt fyrir aflaeysi og þar- afleiðandi mikið minna framboð en venjulega. Ekkert af þessu reynir ritstjórinn að hrekja og viðurkennir þar með að allt aem aagt var um Kveldúlfí síðaata Neista, sé sannleikur. Síðan blaðgreyjið kom út, hafa menn spurt: Hvort er það að Sigurður er rökþrota? Eða að hann er viljalaus til þesa að verja íhaldið þegar á það er ráðist? Neisti er á þeirri akoðun, að rök- þrot sé orsök áberandi vandræða ritstjóra „Siglfirðings", því að ef viljaleysi hefði hamlað vörninni, þá hefði hann ekki reynt með glensi og gamanyrðum að draga athygli fólksins frá alvarlegu máli í stað þess að þegja alveg, sem honum hefði þó óneitanlega best aæmt, Ein skýring er þó til á þessu máli enn, og hún er mjög sennileg, og það er, að vegna „sinna prívat lífsskoðana" hafi ritstjórinn ekki viljað verja glæpi Kveldúlfs og ger- ast þar með meðsekur, en til þess að vinna fyrir ritstjóralaununum, bjó hann til þessa lönguvitleysu sina, sem hvergi kemur nálægt því máli sem um var rætt í Neista. Tilkynning. (Grein þessi hefir orðið að bíða lengi vegna rúmleysis.) í næst síðast útkomnum Einherja er langloka mikil eftir Kristján Kjartansson hótelstjóra, sem hann kallar „Er erindrekinn á sannfær- ingaveiðum?“ Kristján ætlast auðvitað til að eg svari þessu einhverju, en eg mun samt ekki gera honum svo óverð- skuldaðan heiður, nema að Iitlu leiti, en vil í þess stað láta hann og aðra vita að „Neisti" á að vera og er málgágn verkafólksins. Blaðinu er ætlað að útbreiða pólitíska stefnu Alþýðuflokksins og hnekkja Iygum og blekkingum and- stæðinga alþýðusamtakanna. Blað- inu er einnig œtlað að vera og er vopn í hinni faglegu baráttu við í- kaldsöfl og atvinnurekendur. Pessvegna mun eg hvorki eyða tíma mínum eða rúmi blaðsins til þess að fara í persónulegt nagg við Kristján Kjartansson eða aðrar jafn virðingarlausar persónur. Velkomið er hótelstjóranum að fara i meiðyrðamál við mig, en vel gæti eg látið mér detta í hug, að útkoman á því máli yrði eitthvað lik, eins og hjá hans betri helming á s. s. aumri, Eitt verð eg þó að segja Kristjáni út af því þar sem hann gerir „hjal mitt“ um karfa- vinsluna að umtalsefni og dregur sínar gáfulegu!! ályktanir þar út frá. Að eg mun halda áfram að hjala um og beita mér ein- dregið fyrir áfram eins og hingað til, að karfaveiðar og vinsla komist á, og verði að stórfeldum rekstri til aukinn- ar atvinnu og þá um leið til bættrar fjárhagslegrar af- komu þeirra semþarmundu vinnu njóta. Jón Sigurðsson. Verka lýðsmál Verkam.fél. Glæsibæjarhrepps hefir gert samninga við stjórn síld- arverksmiðjunnar á Dagverðareyri um kaup og kjör verkamanna, sem þar koma til með að vinna. Ýmsar réltarbætur fengust verka- mönnum til handa, með þessum satnn- ingum, t. d, hærra kaup fyrir þróar- menn og kyndara svo og vinnutrygg- ingu. 14 skip munu veiða til verksmiðj- unnar í sumar. Allir þeir, sem vilja gefa sig til þess að keyra »vinsur« við fermingu og afiermingu skipa sem koma hér til Siglufjarðar, ættu að láta skrá sig á Vinnumifilun- arskrifstofunni. í atvinnuleysinu má ekki láta at- vinnurekendur geta sagt, að það séu ekki til menn til þessa og bessa starfs, sem um er að ræða í hvert skifti, Ef ekki er liægt að fá næga menn til þess að vinna við afgreiðslu skipa, þá er ekki hægt að frámfylgja sam- þykkt „þróttar" og tapast þá allmikil

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.