Neisti


Neisti - 28.07.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 28.07.1936, Blaðsíða 1
Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðiudaginn 28. júlí 1936 27. tbl. Togaramál Siglufjarðar. íhald o£ Framsókn vinna á móti því að hingað komi toáarar, - í togaramálum Siglufiarðar hefir lítið gerst ennþá. Pegar fundurinn var haldinn í vor af stjórnum hinna fjögra .póli- tísku félaga, virtust allir vera sam- mála um það, að togararekstur væri eina leiðin, eða að minnsta kosti bezta leiðin, til bjargar út úr viðjum atvinnuleysisins. Pó var það einn fulltrúi sem mættur var (Kristján Kjattansson), sem sagði að Framsóknarmenn væru ámóti þessu máli, en eftir olnbogaskot lét hann þess getið að þeir væru á móti bæjar- og ríkisrekstri (samanber rík- isverksmiðjurnar). Sannleikurinn mun vera sá, að Kristján talaði þarna fyrir munn Framsóknar og Ihalds, talaði eins og þeir hugsuðu og eins og þeir höfðu talað á fundum sínum. Að öllum líkindum hefir Kristján Reykf svínakjöt og soðnar s k i n k u r. Nýja Kjötbúðin. ekki mátt vera að því að sitja fundinn alveg út (þurfti að útvega íhaldinu leyfi til þess að fá að vera með á sameiginlega fundinum) og þessvegna ekki vitað um endanlega samþykkt fundarins. Samþykkt íhaíds og Framsóknar mun haf:i verið nálægt því sem hér segir: „Raunverulega erum við á móti þvi að togarar vérði fengnir hingað í bæinn til aukningar at- vinnu, en vegna þess að þetta mál á nokkuð miklu fylgi að fagna í bænum. bæði meðal verkafólks svo og fleiri, þá skulum við þykjast vera með því, en reyna heldur að drepa það seinna í rólegheitum". Oll framkoma fulltrúa og blaða þessara flokka síðan, bendir til þess, að samþykktin hafi verið eitt- hvað á þessa leið. Starfið byrjar á því. að sameigin* lega ganga þeir til kosninga og kjósa þann mann sem formann nefndarinnar, er allra manna á Siglufirði var tíklegastur til þess að drepa málið. Endí hefir hann ekki brugðist traustinu. Hann hefir neit- að að halda fund í nefndinni þó beiðni kæmi um fund frá Jóni Sigurðssyni, og neitaði hann einnig þrátt fyrir það þó skrifleg beiðni kæmi frá tveimur fulltrúum. Loks þegar tundur fékkst, komu þeir Jón Sigurðsson og Sveinn Porsteinsson með tillögu um að senda tvo menn suður, til þess að leita fyrir sér um lán til kaupa og reksturs og fá ríkisábyrgð ef með þyrfti, en sú tillaga var felld á þeini fundi, en bráðlega var fundur haldinn aftur, eftir ítrekaðar beiðn- ir og var tillagan, dálítið breytí, samþykkl á þeim fundi. Nefndin leitaði fyrir sér um að fá skýrslur viðvikjandi togararekstri en hefir ekkert fengið og má þar um kenna viljaleysi og slóðaskap þeirra, sem það áttu að fram- kvæma, bg er eftirfarandi dæmi Ijóst vitni um. að viljann til starfs og framkvæmda vantar. Jón Sig- urðsson er sá eini í nefndinni, sem afiað hefir sér skýrslna um rekstur togara og þar sem aðrar skýrslur eru ekki fyrir hendi á staðnum, fdr hann þess á leit á fundi, að nefndarmenn kæmu saman eins og eina klst. á kvöldi nokkrum sinn- um. til þess að vinna sameiginlega og skipulega úr þeim, en það fékkst ekki samþykkt. Eins og frá hefir verið skýrt í Neista, voru þeir Sveinn Porsteins- son og Pormóður kjörnir til þess að fara suður, til framdráttar tog- aramálinu. Síðan þeir voru kjörnir til fararinnar er um það bil hálfur mánuður og þeir ekki farnir ennþá. í gær var haldinn fundur í nefnd- inni og skýrði Pormóður frá því, að sér væri ómögukgt að fara fyr en um miðjan ágústmánuð eða í fyrsta lagi þ. 10, næsta mán. ' Vegna þess, að flýta þarf þessu máli, svo hægt sé að fá togara hingað fyrir haustið og einnig vegna þess, að nú mun bezt tækifæri til þess að hafa tal af þeim mönnum, sem nauðsynlegt er í sambandi við lán, ríkisábyrgð og fieira, þá lagði Jón Sigurðsson fram svohlj. tillögu: „Par sem formaður nefndar-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.