Neisti


Neisti - 19.08.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 19.08.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannaíélag Sigluf'nrðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 19. ágúst 1936 30. tbl. Atakanlega sorglegt slys. Sunnud. 9. ág. sl. búast menn að það hafi verið, sem línuveiðar- inn „Örnin" frá Hafnarfirði fórst með allri áhöfn vestanvert við Mán- areyiar á leið hingað til Siglufjarð- ar. Skipið var 103 smálestir að stærð og 33 ára gamalt, en þrátt fyrir aldur skipsins, hefir það verið talið vel traust, enda vel viðbaldið, Á skipinu voru alls 19 menn og voru þeir þessir: Úr Reykjavík: Ólafur Veturliði Bjarnason skip- stjóri, Frakkastig 26 B, 60 ára kvænt- ur og átti uppkomin börn. Steinu Ásbjörnsson stýrimaður frá Ólafsvík, Rauðará, 28 ára gamall. Eggert Ólafsson, 1 vélstjóri, Grettisgötu 79, 28 ára, kvæntur. Úr- Hafnarnrði: Guðm. Guðmundsson, nótabassi, Gunnarssundi 3, 57 ára, kvæntur, átti 5 börn, þar af 2 uppkomin. Skúli Sveinsson, Brekkugötu 25, 34 ár-A, kvæntur, átti fyrir stjúpbarni að sjá. Hann var 2. vélstjóri. Guðm. Albertsson matsveinn, 29 ára, Vesturbraut 22, kvæntur og átti 1 barn. Sigurður Sveinsson, háseti, 53 ára, Hverfisgötu 7, kvæntur og átti 3 börn, þar af 2 uppkomin. Þorsteinn Guðmundsson, Merkur- götu 14, 40 ára, kvæntur og átti eitt barn og aldraða móður. Jón Bjarnaion, Holtgötu 11, 37 ára, kvæntur og átti 3 börn ung. Jóhann Símonarson, Merkurgötu 12, 65 ára kvæntur og átti fyrir einu stjúpbarni að sjá. Hjörtur Viggó Andrésson, Lang- eyrarvegi 21. 28 ára, lætur eftir sig konu og átti 2 börn ung. Jóhannes Magnússon, 47 ára, Öldugötu 6, kvæntur og átti 3 börn (1 uppkomið). Magnús Jóhannesson (sonur Jó- hannesar), 20 ára ókvæntur. Sigurður Ág. Bárðarson, Vestur- braut 6, 23 ára, átti aldraða móður, en var ókvæntut. Gunnar Hafstein Eyþórsson, Hverfisgöru 17C, 16 ára. Frá Ólafsvík: Hjörtur Guðmundsson, 20 ára. Kristján Friðgeirsson, 29 ára. Jóhannes Jónsson, 19 ára. Eins og hér má sjá hefir Ægir enn á ný höggvið stórt skarð í . ís- lenzka sjómannastétt. — Mörg heimili hafa nú misst þann ein- staklinginn er sízt skyldi. Eðlilega er þungur harmur kveðinn að öll- um eftirlifandi ættingjum framan- taldra manna. En það eru fleiri sem setur hljóða er slíksr alvöru- fregnir berast. — Allur verkalýður um allt land finnst- þeir hafa ein- hvers misst. — Slíkt er ekki ó- eðlilegt og það er heldur ekki ó- eðlilegt þó samstilltir hugir almenn- ing9 dvelji nii hjá þeim, sem hinn þungi harmur, söknuður og tregi steðjar að. Og vel væri það, ef í slíkum til- fellum gæti slík samstillt samhyggð fjöldans orðið að einhverju, til að létta sorg og raunir þeirra, er næst hefur verið höggvið í þetta sinn. ** araraan Eins og menn vita, voru það Alþýðu- og Kommúnistaflokkurinn, sem fyrstir hófu máls á þvi, að nauðsyn bæri til þess, að Siglu- fjarðarbær eignaðist togara, einn eða fleiri. Pessi nauðsyn er því meiri, þar sem atvinna bæjarmanna er mjög takmörkuð, nema yfir 1 — 2 mánuði ársins þegar bezt er. Ailir sjá, að við svo búið má ekki standa. Ef ekkert verður að gert, er það bæði eðlilegt og sjálfsagt, að kröfunum rigni yfir bæjarstjórn- ina um aukna atvinnubótavinnu, því að menn lifa ekki á loftinu einu til langframa. En svo er hér málum komið, að bænurn er um megn að verða við slíkum kröfum. Pað er engum verkamanni nein hjálp í því að fá vinnu hjá bæn- um, ef hún verður aldrei greidd, þar sem bærinn er þegar kominn í greiðsluþrot. Atvinnubótavinna, sem bærinn héldi uppi, yrði því að skapa verðmæti í bæjarkassann. Su reynsla, sem þegar hefir feng- iít af karfaveiðum og vinnslu, sýn- ir greinilega, að þar er fundin hin ákjósanlegasta atrinnubótavinna fyr- ir bæi og ríki. Vinnan við lifrar- tökuna og bræðslu karfans er fram- úrskarandi mikil og það sem mestu skiftir, að þessi rekstur ber sig fjár- hagslega, að minnsta kosti að mestu leyti. En til að framkvæma þetta þarf tvennt: verksmiðjur og togara. Peir bæir, sem umráð hafa yfir báðum þessum tækjum, ættu þv^ að vera sæmilega vel settir. Pað gekk meira en lítið hér á, þegar verksmiðjur Sören Goos, Rauðka og Grána, voru til sölu, og endaði það mál þannig, að bærinn keypti báðar. Eftir eitt ár

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.