Neisti


Neisti - 08.10.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 08.10.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI Gift kona nýtur hvorki persónu- dagpeninga né fjölskyldudagpeninga. ef maður hennar er vinnufær, enda hafi meirihluti af sameiginlegum tekjum hjónanna verið aflað af honum. Heimilt er að ákveða f sam- þykktum sjúkrasamlaga víðtækari hjálp en hér er talin, þar á meðal fulla læknishjálp, læknisaðgerðir hjá öðrum en trygginðarlækni, styrk vegna barnsfæðinga, styrk upp f útfararkostnað, kostnað við læknis- vitjun, dagpeninga í sjúkrasamlög- um utan kaupstaða, hjúkrunarkostn- að utan samþykktra sjúkrahúsa o. s. frv. Að jafnaði skulu samlagsmenn ekki eiga rétt til styrks fyr en 6 mánuðir eru liðnir frá þeim tíma er trygging þeirra hófst með ið- gjaldagreiðslu, en heimilt er þó að ákveða annan biðtíma í samþykkt- unum. Petta eru þau minnstu hlunn- indi sem samlagið á að veita með- limum sínum í Rvk, en þau geta verið meiri en það er allt komið undir iðgjaIdagreiðslu meðlimanna. Ef allir þeir sem greiða eiga til samlagsins hér, greiddu sín gjöld (sem við fastlega vonum) þá fengi samlagið með styrk frá ríki og bæ ca. 50 þús. kr. Við jafnaðarmenn leggjum til að sjúkrasamlagið greiði alia læknis- hjálp og öll lyf, þar í innifalið ljós- lækningar. uppskurðir, tannúrtökur og viðgerð á augum. en nuddlækn- ingar £ hlutum, ennfremur að greitt verði upp í sængurlegukostnað kr. 30,— og þurfi sjúklingur að fá gler- augu til styrktar eða hlífðar sjón sinni þá greiði samlagið £ verð þeirra. Purfi á hjúkrunarkonu að halda í heimahúsum þágreiðisam- lagið 'é- af kaupi hjúkrunarkonunnar. GULRÓFUR fást í Kautél. Siglfirðinga. Stílabækur, Reiknihefti, Teikniblokkir, Glósubækur, Pappír og umslög. Kaupfélag Siglfirðinga Sundlaugar- máliö og afstaða G. Hann- essonar bæjarfógeta til þess. (Niðurlag'). Og nú á ekki að vera lengur hörgull á framtaki eða framkvæmd- um. Pessa umræddu sundlaug, sem óyfirbyggð á að kosta 30 þús. kr., á að byggja í haust og næsta sum- ar. Bæjarbúar eru hvattir til dáða um að gefa aðeins 27 þús. kr. til hennar á einu ári í efni. vinnu og peningum, Prjú þúsund krónur mun sundlaugarnefndin hafa til, þegar taldar eru hinar vangoldnu 1000 kr. bæjarins. Pað er ekki neitt smá- ræði sem nú á að gera. Sennilega geta allir verið sam- mála bæjarstjóra í því, að bærinn hafi þess engin ráð, að koma upp á næsta sumri sundlaug fyrir 30 þús. kr. Við því er ekki að búast, að slíkt stökk verði tekið af hálfu bæjarfélagsins, til framkvæmda máli, sem búið er að trassa um áraraðir, enda mun enginn hafa til þess ætlast. Pegar hugsað er um bæjarstjórn- arfundinn nýafstaðna, þar sem sam- þykkt var eftir tillögu frá bæjar- stjóra að skera niður framlag til sundlaugarinnar og grein bæjarstjóra um nauðsynjamálið — sund- laugina, — þá myndi einhverjum detta í hug: „Gott er að hafa tung- ur tvær og tala sitt með hvorri“. Tillögur bæjarstjóra, um að hafa sundlaugina i Hvanneyrarkrók geta að vísu verið vel athugunarverðar, an það er tvennt af því, sem G. H. telur aðalatriði þess, að hafa laug- ina þar, sem mér virðíst ekki eins hugsað og vænta verður af G. H., sem leiðandi manni þessa bæjar. Pað er þá í 1. lagi það, að eg er i vafa um, að kaelivatnið frá raf- stöðinni sé að jafnaði það mikið að komi að nokkrum verulegum notum til upphitunar lauginni. Annað er hitt að dæla sjó í laug- ina, úr Hvanneyrarkrók, þar sem öllu sorpi bæjarins er hent í sjó- inn, og þar sem afrennslið frá spít- alanum liggur í sjó. Er ekki slikt vafasöm heilbrigðisráðstöfun ? Pá ielur bæjarstjóri fært að yfir- byggja sundlaug sina þarna með efnivið úr gömlu Goosverbúðinni og telur til þess nóg efni í henni. Aður hefir verið talað um að breyta verbúðinni í barnadagheim- ili, sem nota mætti yfir há sumarið. Til þess telur G. H. hana óhentuga og ónóga, en dettur þá nokkrum manni í hug að fært sé að rífa þetta eldgamla hús og byggja yfir 30 þús. kr. sundlaug úr fúaspækj- unum —, slíkt mun tngum detta í hug í alvöru. (Hitt er að sjálfsögðu rétt álit hjá bæjarstjóra, að sem dagheimili barna sé verbúðin óhentug og ónóg, jafn- vel þó sé gert við ha.ia að ein- hverju. Alþýða þessa bæjar á nú orðið heimtingu á betri og fullkomn- ari samastað fyrir börn sín, til dvalar yfir annatímann ) Annars verður manni á að láta sér hugkvæmast að skrif bæjarstjóra G. H. um mál|ð séu af lítilli alvöru gerð, en freksr til hins að draga hugi bæjarbúa frá þeirri forsmán, er meirihluti bæjarstjórnar lét sig henda gagnv. þessu „nauðsynjamáli vor sjálfia og niðja vorra.“ — En — „sér grefur gröf þóttgrafi“. — Petta mun hafa verkað alveg öfugt. Pað verður ekki hjá því komist að benda á, að G. H. hefur verið bæjarstjóri hér á Siglufirði í fjölda- mörg ár og öll þau ár hefur sund- laugarmálið verið forsmáð af ráð- andi og leiðandi (!!) mönnum bæj- arins, — bæjarstjórninni. Og alveg ósjálfrátt verður manni áaðspyrja: Er það vegna bæjarstjórnarkosning- anna næstu, sem nú eru skammt undan, ao bæjarstjóri hefur vaknað með andfælum og óráði um þetta „nauðsynjamál sjálfra vor og niðja vorra ?“ Nei, Siglfirðingar! — Pað sem þarf að gera í sundlaugarmálinu er, að allir unnendur málsins taki hönd- um laman við sundlaugarnefnd og vinni viturlega að það örum fram- fvæmdum er frekast má verða. Eftir að búið er að trassa þetta mál i fleiri ár, þá er vart að búast við þvi að lausn þess fáist að fullu á einu ári. Pað er ástæðu- og til- gangslaust, að rjúka í fullnaðar- framkvæmd þess, að litt athuguðu máli. Pað þarf að rannsaka til hlýtar heita vatnið á Skútudal. Pað þarf að afla gjafa til laugarinnar (vinna, efni, peningar), — og það þarf að koma hæjarstjórn Siglufjarðar og

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.