Neisti


Neisti - 18.11.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 18.11.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 18. nóv. 1936 41. tbl. Starfsskrá Alþýðuflokksins fyrir næstu tvö ár. Samþykkt á 13. þingi A. S. L I. KAFLI. 13. þing Alþýðusambands Islands, saman komið í Reykjavík í nóv. 1936, lýsir yfir þeirri einróma skoðun sinni, að á þeim örlagaríku tímamótum, sem nú staoda yfir, þegar erlend ofbeldisstefna, sem hefir það markmið að eyðileggja öll samtök hinna vinnandi stétta-, hefir gripið um sig og fest rætur í stjórnmálaflokki borgarastéttarinnar íslenzku, SÉ SKIPULAGSLEG OG FULLKOMIN EINING al- þýðunnar í einum allaherjarsamtök- um til sdknar og varnar hin eína örugga trygging fyrir sigri lýðræðis- ins og jafnaðarstefnunnar, og að hver sá einstaklingur, félag eða flokkur, sem stendur á móti þeirri einingu, baki sér þunga ábyrgð fyrir dómstóli sögunnar. Pess vegna sameinumst vér, 132 fulltrúar frá félögum með 9340 með- limum hvaðansefa af landinu, mætt- ir á 13, þingi Alþýðusambands Is lands, sem einn maður um eftir- farandiYFIRLÝSINGUum afstöðu Alþýðusambandsins til annara sam- takaheilda félaga og flokka, sem starfandi eru hér á landi: l. Pað er einlægasta ósk vor og von eins og vér vitum, að það er ósk meirihluta allrar alþýðu þessa lands, að hún megi öll, jafnt verka- menn og sjómenn, sem iðnaðarmenn og vinnandi stéttir sveilanna sam- einast í eina órjúfandi samtakaheild, og íb það er ásetningur vor og heitstrenging að vinna að því að sú sameining megi takast. 2. Pað er samróma álit vort og sannfæring hvers einasta fulltrúa, er þetta sambandsþing situr, að sú sameining verði að eiga sér stað innan allsherjatfélags íslenzkra al- þýðufélaga Alþýðusambands Islands, og geti hvergi átt sér stað annars staðar. 3. Vér lýsum ánægju vorri yfir því, að fullkomnun þeirrar skipu- Iagslegrar einingar allra verkalýðs- samtaka hefir aldrei nálgast örar en með þessu þingi Alþýðusambands- ins, sem hefir tekið við fleiri full- trúum samtaka, er áður hafa síaðið utan við allsherjarsamtökin.og nýrra samtaka, en nokkurt þing annað í sögu þess. 4. Pví skorum vér á öll þau samtök verkamanna og iðnaðar- manna, sem enn standa utan við allsherjarsamtökin og heitum á þau að fullkomna þá einingu sem þetta sambandsþing hefir unnið að og fara að dæmi þeirra samtaka með því að ganga í Alþýðusamband ís- lands og gangast undir lög þess og reglur eins og félög vor og vér öll höfum gengist undir þau. Pví að það er órjúfanleg og óhaggandi sannfæring vor, að án sameiginlegra laga og skipulags sé sameining ís- lenzks verkaiýðs ekki fullkomin, og á meðan hann hefir ekki ein Iög og eitt félagsskipulag, muní ekki ríkja eining og eindrægni. heldur ófriður og sundrung í fylkingum hans. En því heitum vér á móti hverj- um nýjum félaga er vill styrkja sam- tök vor mfrð því að ganga í þau og hverjum liðstyrk er þeim bætist að lög og reglur Alþýðusambands Islands skuli á hverjum tíma vera. sett í samræmi við vilja meirihluta fulltrúa þeirra félaga er þaðrnynda. En það er sannfæring vor, að auk hinnar skipulagslegu einingar verkalýðsins í Alþýðusambandi ís- lands og jafnframt því sem hún myndast, sé það óhjákvæmileg nauð- syn, að fundinn sé MÁLEFNA- GRUNDVÖLLUR, sem allirfrjáls- lyndir menn og konur í Iandinu.. hverrar stéttar sem þau eru og hvaða politískan flokk sem þau hingað til hafa fyllt, geti sameinast um, til þess að safna þannig öllum kröftum, sem unna lýðræði og frelsi og vilja af einlægni vinna gegn í- haldi og fasisma, til sameiginlegra átaka til verndar lýðræðinu í stjórn- málun) og sköpunar lýðræðis í at- vinnumálum og fjármálum. Einnig í því verður Alþýðusamband ís-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.