Neisti


Neisti - 17.01.1941, Blaðsíða 2

Neisti - 17.01.1941, Blaðsíða 2
2 NEISTI Lausn kaupdeilunnar. Síglfirskum verkamönnum tryggðar kjarabæt- ur svo hundruðum kröna skiptir með svip- aðri atvinnu og verið hefir. Samkvæmt ákvörðun Þróttar hefir verkfall staðið yfir síðan 7. janúar. Þótti þá sýnt, að ekki þýddi að halda áfram samningum og var því verkfallið látið koma til framkvæmda og sáttasemjafalið málið til meðferðar. Hélt hann fundi með báðum aðiljum og lagði að því loknu fram sáttatilboð fyrir samninganefndir félaganna. Það tilboð var: Kr. 1.50 jafnaðartaxti i almennri vinnu og 5 aura hækkun á öðrum liðum. Samninganefndir Þróttar höfnuðu þessu tilboði sam- hljóða, en vinnuveitendur sam- þykktu það. Enda var í þessu til- boði ekki meira en það, að vinnu- veitendur hefðu gengið inn á það á fyrstu samninganefndarfundum sínum með Þrótti. Þar sem samn- inganefndir Þróttar felldu þetta til- boð, mun sáttasemjara hafa þótt sýnt, að ekki þýddi að leggja þetta tilboð til allsherjaratkvæða- greiðslu innan Þróttar og slíkt mundi aðeiris tefja málið. Að und- angengnum samtölum sínum við nefndir félaganna, lagði sáttasemj- ari fram nýtt tilboð þriðjudaginn 14. jan. Var í því lagt til að taxt- inn yrði 1.55 í 4 sumarmánuðina, en 1,45 átta mánuði ársins, eða 10 aura hækkun frá þeim taxta er gilti frá 1938 og 10 aura hækkun á öðrum liðum, en þó ekkerttekið fram um ákvæðisvinnu eða kaup- tryggingar. Trúnaðarráð Þróttar tók þetta tilboð til meðferðar og hafn- aði því einróma. Aftur á móti sam- þykktu vinnuveitendur þettatilboð. Þó munu hafa verið skiptar skoð- anir um hvort ganga ætti að þessu. Það verður að láta sáttasemjara njóta sannmælis um það, að hann gerði sitt til að málið leystist sem fyrst, og lét þessvegna ekki fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um þessar tillögur, sem óhjákvæmilega hefði tafið málið um óákveðinn tíma. Tók hann það ráð að boða báðar nefndirnar á sinn fund í gær, þann 15. janúar. Hófst fundur kl. 1£. Með stjó.m Vinnuveitendafé- lagsins mættu íngvar og Friðrik Guðjónssynir og O. Tynes, en með samninganefnd Þróttar Gunnar Jóhannsson. Var í fyrstu ekki annað sjáan- legt, en allt ætlaði að sitja í sama farinu og vildu vinnuveitendur ekkert bjóða fram yfir það, er þeir höfðu áður samþykkt, var þá tekið fundarhlé til kl. 4\. Ákvað þá nefnd Þróttar að leggja fram ákveðið tilboð, sem hún vildi mæla með í sínu félagi. Á siðari fundín- um var svo þettta tilboð tekið til meðferðar og rætt um hvern einstakan lið þess og varð að lok- um samkomulag um eftirfarandi kjarabætur til handa verkamönnum. 1. Almenn dagvinna hækki úr 1.45 og 1.35 í 1.55 pr. klst. Það er 0.10 og 0.20 au. um tímann. 2. Ahnenn eftirvinna hækki úr 2,15 í 2.30. 3. Önnur vinna, svo sem: kola- vinna, skipavinna, kaup beykja o. fl. hækki um 0,10 au. pr. klst. 4. Mánaðarkaup, kauptryggingar og ákvæðisvinna hækki um lOprc. 5. Sé verkamaður kallaður út að nóttu til, fær hann minnst 2 tíma (nýtt ákvæði). 6. Slasist verkamaður við vinnu, fær hann 6 daga kaup frá því hann hefir meiðst (nýtt ákvæði), að öðru leyti gildir kauptaxtinn frá 1938 óbreyttur. Þetta samkomulag var svo und- irritað af nefndum beggja kl. 10£ í gærkvöld, eftir að trúnaðarráð Þróttar hafði samþykkt það cin- róma. Það er rétt að geta þess, að tilboð það er samninganefnd lagði fyrir siðasta fundinn var allmikið hærra en það, sem endanlega var samþykkt. Þar á meðal 1,60 alm. dagv. og 44 prc. ofan á grunntaxta. Lá við að það atriði yrði til að stranda samningum, því að vinnu- veitendur þverneituðu að ganga inn á nema 42 prc., en hinsvegar stifni í sumum úr samninganefnd Þróttar, að fá það í gegn, að út- reikningar kauplagsnefndar yrðu ekki viðurkenndir. Þó tókst að leysa það atriði með festu hinna gætnari manna, sem ekki vildu láta samninga stranda á svo litlu atriði. Það má vitl&lega segja, að all- miklu hafi verið slegið af frá þeim um annað að ræða. Hefir það bætt fyrir mörgum og fært björg í bú, að allsæmilegur afli hefir verið hér síðari hluta ársins og fiskurinn seldur fyrir allhátt verð i ís til útflutnings. Þó að alldimmt sé enn yfir og skuggar styrjaldar- innar berist mun meir til lands vors en nokkru sinni fyrr, ber þó eigi að örvænta. Um leið og Neisti þakkar öllum stuðningsmönnum sínum og lesendum gamla árið, vill hann óska þeim gleðilegs og farsæls nýjárs og þess, að þetta ár megi færa mannkyninu frið og réttlæti og öllum þjóðum, smáum sem stórum, fullkomið frelsi og jafnrétti. Frá Landssímanum. 2 stúlkur á aldrinum 17—22 ára verða teknar til náms í talsímaafgreiðslu við Landssímastöðina á Siglufirði. Umsækjendur verða að hafa lokið fullnaðarpröfi við kvennaskóla, samsvarandi skóla eða hafa samsvarandi menntun. Eiginhandar umsóknir stílaðar til póst- og símamála- stjórans í Reykjavík, ásamt kunnáttu-og heilbrigðisvott- orði, sendist undirrituðum fyrir 20. jan. n. k. Símastjórinn á Siglufirði 8/1 1941 Otto Dörgensen.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.