Neisti


Neisti - 17.01.1941, Blaðsíða 4

Neisti - 17.01.1941, Blaðsíða 4
4 NEISTI NÝJA-BÍO Sunnud. 19- jan- kl. 6: Börn Hardys dömara. KI. 9: Maðurinn, sem vissi of mikið. Línumark m/b »Vinur« er svart — svart — rautf. Guðjón Eggertsson. 10. Leirtau upp a mánudag. Gestur Fanndal. n. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. Kauptaxti Sjómannadeildar verkamannafél. Þróttar um þorskveiðar fyrir árið 1941. Á bátum, sem gerðir eru út frá Siglufirði með línu (lóð) skulu vera helminga- staðaskipti og fæða skipverjar sig sjálfir. Ef fleiri en 9 menn eru við bát, bætist aðeins einn hlutur við fyrir hvern mann þar fram yfir. Á landróðrarbátum, sem gerðir eru út með linu (lóð) í aðrar verstöðvar skulu vera helmingastaða skipti með allt að 12 mönnum, bætist þrettándimaður við skal skipta i 25 staði, 14. í 26 staði o. s. frv. Skipverjar fæði sig sjálfir. Á útilegubátum skulu vera sömu kjör og landróðrarbátum, sem gerðir eru út í öðrum verstöðvum, sjá 2. gr. Af óskiptum afla greiðist: Olía, keypt beita, salt, viðlegugjald, þar með talin rafmagnsgjöld, upphitunarkostnaður, keypt vinna við keyrslu og aðgerð á afla, beiting lóða og uppstokkun og kæling á beittum lóðum. Vinni skipverjar við móttöku á salti, fiskþvott, fiskpökkun, útskipun fiskjar skal þeim greitt það af óskiptum afla með kauptaxta Þróttar. Útgerðarmaður leggur til: veiðarfæri, kol til upphitunar og matreiðslu á sjó, matar- og matreiðsluáhöld, li reinlætisvörur á skipi og í landi sé kostfélag, hafnargjöld, reikningshald og önnur gjöld, sem á útgerðinni hvíla. Alla aukahluti greiðir útgerðarmaður, svo og vinnu skipverja við útbúnað skips á veiðar, uppsetningu lóða og áhnýtingu önglabótar. Eigi skal reikna kostnað til útgerðar á skipum, sem gerð eru út í aðrar veiði- stöðvar, af hlut skipverja, fyrr en lagt er af stað í veiðíför og skulu skipverjar hafa frítt fæði til þeirrar hafnar, sem skipið hefir viðlegupláss í yfir vertíðina. Skipverjar á útilegubátum skulu undanþegnir uppskipun saltfiskjar, en vilji þeir vinna við uppskipun, greiðist þeim fyrir vinnuna samkv. taxta Þróttar. Skipverjar njóti hins lægsta verðs, sem kostur er á, á öllu til útgerðarinnar, sem þeir greiða sameiginlega með útgerðarmönnum, sömuleiðis njóti þeir sannvirðis (söluverðs) alls afla. Enda er útgerðarmanni eigi heimilt að semja fyrirfram um sölu á afla nema með leyfi skipverja eða selja meðan á vertíð stendur. Á skipum, sem gerð eru út á dragnóta- og botnvörpuveiðar, skuiu vera sömu kjör og Sjómannafélag Reykjavíkur semur um þetta ár. Öll vinna við útbúnað á dragnóta- og botnvörpuveiðar skal greidd af útgerð- armanni eins og að framan greinir á lóðabátum. Svo og það, sem upptalið er í 6. gr. Á skipum, sem stunda þær veiðar, er að framan greinir, skulu kjör vélamanna vera þannig: 1. vélstjóri 11/2 hásetahlutur. 2. vélstjóri 1 hásetahlutur og 75 krónur á mánuði, vélstjórar fæði sig sjálfir. Útgerðarmaður greiðir vélstjórum vinnu við upprif, hreinsun og niðursetningu véla samkvæmt kauptaxta Þróttar. Á skipum, er stunda þær veiðar, er að framan greinir skulu kjör matsveina vera hásetahlutur og 75 krónur á mánuði, matsveinn fæðir sig sjálfur. Á skipum, sem sigla með ísvarinn fisk, skal gilda sami kauptaxti og hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Hásetar, vélstjórar og matsveinar skulu vera fullgildir meðlimir i sjómanna- deild Þróttar og skal ekki heimilt að ráða utanfélagsmenn á siglfirzk skip, meðan félagiö hefir fullgildum mönnum, eftir dómi skipstjóra og fulltrúa sjó- mannadeildarinnar, á að skipa. Félaginu er skylt að láta nafnalista yfir þá menn, sem óráðnir eru, liggja frammi á skrifstofu verkamannafélagsins Þróttar útgerðarmönnum og skip- stjórum til leiðbeiningar. Sjómannadeildin hefur rétt til að hafa fulitrúa við lögskráningu og uppgjör. Siglufirði 4. janúar 1941. Stjórn og kauptaxtanefnd. Grammófónn Auglýsing frá ríkisstjórninni. Myrkurtíminn í sambandi við umferðatamarkanir vegua hernaðarað- gerða Breta hér á landi, verður í JANÚAR sem hér segir: Hafnarfjörður til Borgarfjarðar: Frá kl. 4,20 síðd. til kl. 8,50 árd. Hrútafjörður: Frá kl. 4 síðd. til kl. 9 árd. Skagafjörður til Skjálfanda: Frá kl. 3,30 síðd. til kl. 9,00 árd. Eea^ert Theódórsson. Seyðisfjörður til Reyðarfjarðar: Frá kl. 3,30 síðd. til kl. 8,40 árd. mcð 150 plötum, til sölu með tækífæris verði. Upplýsingar gefur

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.