Neisti


Neisti - 20.03.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 20.03.1941, Blaðsíða 1
Útgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 10. árgangur Siglufirði, fimmtudaginn 20. marz 1941. 3. tölubl. taka Frysf ihúsin verða a til starfa þegar í stað. Þrátt fyrir ágætan afla verður allur smá- bátaflotínn að líggja bundlnn við bryggj- urnar dögum saman, sökum þess að eng- inn tekur við fiskinum. Hásetahlutur frá 50— 130 krónur í einum róðri. Fáum málum er tekið með eins miklum og samstilltum fögnuði af verkalýð þessa bæjar, eins og ein- mitt þeim, sem miða að því að auka atvinnu verkafólks nér í þessum bæ. Engin mál hafa auk- ið meir vinsældir, en einmitt þau, sem stefna að bættum kjörum hinna vinnandi stétta, sem í lang- flestum tilfellum hafa á undanförn- um áratugum sleikt dreggjarnar af misukollum auðvaldsskipulagsins. Draumur verkalýðsins hefir þó að ýmsu leyti, nú á síðari tímum, rætzt, þannig að í flestum kaup- stöðum og kauptúnum, hér á þessu landi, hafa myndast öflugar verka- lýðsheildir, sem á hverju ári gera nú sínar ráðstafanir, gagnvart þeim, sem að einhverju leyti æskja eftir vinnukrafti til eins eða annars. Verkalýðsfélögin hafa lagt fram kaupkröfur sínar, þó svo í hófi og með svo skilningsgóðri sanngirni, að sámningar^ hafa nálega ætíð tekizt, með þeim og atvinnurek- endum. Einmitt nú á þessu ári, hafa verkalýðsfélögin sýnt og sannað með árangri sínum, að þau eru orð- in það sterk, að ekki þýðir lengur að ganga fram hjá þeim, eins og um fámenna félagsklíku væri að ræða. Heldur eru þau táknrænn minnisvarði þess afls, sem lægst launaða stéttin, verkalýðsstéttin, býr yfir, þegar hún er samstillt og einhuga og skilur hlutverk sitt til hlýtar. Enginn vafi er á því, að fjöl- marga sigra á verkalýðurinn eftir að vinna enn og langt er að því takmarki, sem hann stefnir að, — en ef hann heldur áfram á þeirri sigurvissu braut, sem hann nú þegar hefur á valdi sínu, mun leiðin að markinu verða greiðfær- ari en nokkurn órar fyrir. Aðalá- herzluna verður skiljanlega að leggja á það, að safna verkalýðn- um undir eitt merki — undir það merki, sem gerir hvert félag og hvern meðlim, að ákveðnum og þýðingarmiklum hlekk, í keðju þeirri, sem umlykur landið og verndar frelsi vort og skapar gró- andi þjóðlíf. En þetta trausta höfuðvirki verka- lýðssamtakanna, sem áhugasamir og fórnfúsir menn úr alþýðustétt lögðu hornsteininn að fyrir 25 ár- um siðan, er Alþýðusamband ís- lands. Með stofnun þess, fyrir ein- um 25 árum, grundvallaðist raun- verulega sá verkalýðsfélagsskapur hér á landi, sem hefur sýnt sig öfluguv og sterkur. Því miður hafa allt af að öðru hvoru slæðst menn inn i fylkingar verkalýðsins, sem hafa verið andvígir honum, og reynt á allan hátt að sundra sam- tökunum, með svikum eða á annan óheiðarlegan hátt. Slíkir menn hafa veitt samtökunum mikil og skaðleg sár, sem þó hafa gróið furðu fljótt vegna þeirrar óbifanlegu trúar, sem verkalýðurinn hefir á sam- tökum sínum. Á þeim hættustundum þegar svikafleygar óvinanna hafa klofið fylkingarnar, hafa þeir, sem bera ábyrgð á samtökunum og hafa á hendi forustuna, oft orðið að beita miður ánægjulegum aðferðum, við að fjarlægja óvininina og treysta verkalýðssamtökin á ný. Þessar varnaraðferðir hafa oft á tíðum og fyrst í stað verið misskildar at nokkrum verkamönnum, sem hafa látið blekkjast vegna reiði svikar- anna, sem óspart hafa þá málað upp kviksögur og ósannindi um foringjana, með það fyrir ásetning að blása ryki í augu þeirra verka- manna, sem ekki væru nógu and- lega sterkir til þess að yfirvega málin, og velja á milli hins vonda og góða. Það er því fyrst og fremst nauðsynlegt, sé tilgangurinn sannur, að verkalýðurinn safnist saman í eina heild, og fylki sér

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.