Neisti


Neisti - 26.07.1941, Síða 4

Neisti - 26.07.1941, Síða 4
4 NEISTI Olíuvélar Þvottaba^ar Vatnsfötur Síldarklippur Síldardiskar nýkomið. Veiðarfæraverzlun Sig. Fanndal. Sýnir laugard26. júlí kl. 8-30 Primadonna. Kl. 10,15: Neyðaröpið í frumskóginum. NÝ3USTU ÍRÉTTIR, sem sagðar eru í bænum. Erlendar- Nýlega hittust til fundarhalda í Brennerskarði, Hitler og Músso- líni. í fylgd með Mússolini var Cíanó greifi utanríkismálaráðherra hans. Ekki er getið neinna valda- manna í fylgdarliði Hitlers. Fund- urinn var haldinn i brynvarinni einkalest Hitlers. Innlendar- Nýlega hittust til fundarhalda í Siglufjarðarskarði þeir Jónas Jóns- son frá Hriflu og Þormóður Eyjólfs- son konsúll Siglufirði. í fylgd með Þormóði var Guðrún Björnsdóttir frú og ráðgjafi hans. Eigi er getið neinna mektarmanna í fylgdarliði Jónasar. Fundurinn var haldinn undir berum himni. Engar opinberar tilkynningar eða yfirlýsingar hafa enn sem komið er verið birtar um þessa fundi. Lánsútboð. Samvæmt heimild í lögum nr. 11," 5. maí 1941 hefir ríkisstjórnin ákveðið að bjóða út handhafaskuldabréfalán að fjárhæð kr. 5.000.000.00 — fimm miljónir króna i viðbót við það 5 miljón króna handhafa- skuldabréfalán, sem boðið var út í janúar s. 1. og nú hefir verið tekið allt. Fjárhæðir skuldabréfanna verða kr. 5.000.00, kr. 1.000.00 og kr. 100.00. Áskrifendur geta valið milli bréfa með þessum fjárhæðum. Lánið á að endurgreiða með jöfnum árlegum afborgunum á 25 ár- um, árunum 1942—1966 incl., eftir útdrætti, sem notarius publicus'fram- kvæmir í júlímánuði ár hvert, næstum á undan gjalddaga. Gjalddagi afborgana er 1. janúar hvers ofangreindra ára. Vextir verða 4£ prc. p. a., og greiðist eftir á í sama gjalddaga sem afborganirnar, gegn afhendingu vaxtamiða, sem festir verða við skuldabréfin. Lántakandi áskilur sér rétt til að greiða lánið að fullu, eða svo mikið af því, sem honum þóknast, 1. jan. 1952 eða á einhverjum gjalddaga úr því, enda verði auglýst í Lögbirtingablaði minnst 6 mánuðum fyrir gjalddaga, hve mikla aukaafborgun lántakandi ætli að greiða. Fimmtudaginn 3. þ. m. og næstu daga verður mönnum gefinn kostur á að skrifa sig fyrir skuldabréfum lánsins á þessum stöðum: í fjármálaráðuneytinu. Hjá öllum sýslumönnum og bæjarfógetum í Landsbanka íslands, Reykjavík - Útvegsbanka íslands h. f., Reykjavík - Búnaðarbanka íslands, Reykjavík - Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis - Kauphöllinni, Hafnarstræti 23, Reykjavík - Sparisjóði Hafnarfjarðar, Hafnarfirði. Hjá eftirtöldum málaflutningsmönnum: Eggert Claessen, hrm., Vonarstræti 10, Reykjavík Garðar Þorsteinsson, hrm., Vonurstræti 10, Reykjavik Gunnar E. Benediktsson, Iögfr., Bankastræti 7, Reykjavík Gústaf Ólafsson, lögfr., Austurstræti 17, Reykjavík Jón Ásbjörnsson, Sveinbjörn Jónsson og GunnarÞorsteinsson, hrm., Thorv.str. 6, Reykjavík Jón Ólafsson, lögfr., Lækjartorgi 1, Reykjavík Kristján Guðlaugsson, Hverfisgötu 12, Reykjavík Lárus Fjeldsted og Th. B. Líndal, hrm., Hafnarstr. 19, Reykjavík Lárus Jóhannesson, hrm., Suðurgötu 4, Reykjavík Magnús Thorlacius, lögfr., Hafnarstræti 9, Reykjavík Ólafur Þorgrímsson, hrm., Austurstræti 14, Reykjavík Pétur Magnússon, Einar B. Guðmundsson, hrm. og Guð- laugur Þorláksson, Austurstræti 7, Reykjavík Stefán Jóh. Stefánsson og Guðm. I. Guðmundsson, hrm., Austurstræti 1, Reykjavík Ragnar Ólafsson og Ólafur Jóhannesson, lögfr., Sambandshús- inu, Reykjavík Jón Sveinsson, lögfr., Akureyri. Tekið verður við áskriftum á venjulegum afgreiðslutíma þessara aðilja. — Bréfin verða afhent á sömu stöðum gegn greiðslu kaupverðsins að viðbættum áföllnum vöxtum. Fjármálaráðuneytið, 2. júlí 1941 Jakob Möller Magnús Gíslason.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.