Neisti


Neisti - 13.11.1941, Blaðsíða 2

Neisti - 13.11.1941, Blaðsíða 2
2 NEISTI Húsaletéuvísitala. Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar er húsaleiguvísi- talan fyrir tímabilið 14. maí til 1. oktober 1941 109 stig og fyrir timabilið 1. oktober til 14. maí 1942 111 stig, hvorttveggja miðað við grunntöluna 100 hinn 4. apríl 1939 Félagsmálaráðuneytið, 17. september 1941 Lesið þetta með athygli og berið svo saman við það, sem Ólafur Thors sagði á sinum tíma er, hann hann átti í deilum við Jón Blöndal í Alþýðublaðinu, að það munaði hvorki til né frá um hækkunina á farmgjöldunum!! Þá er það hækkunin á innlendu afurðunum og kaupgjaldið. Um það segir svo: »1. október 1940 er hækkun kaupgjaldsins ekki orðin nema 27 prc. hjá þeim, sem hæsta kaup- uppbót fengu. Þá höfðu innlendu vörurnar hækkað að meðaltali nærri 70 prc. Nýtt kindakjöt hafði hækkað um'67 prc. frá því 1. okt. árið áður, smjör um 50 prc., ný- mjólk um 42 prc., kartöflur um 120 prc., en nýr fiskur frá 67—78 prc. og saltfiskur um 118 prc. 1. okt. 1941 hefir kaupgjald hækkað um 66 prc. en meðalhækkun á innlendum matvörum er 124 prc. eða nálega helmingi meiri. Hækkun á nýju kindakjöti er þá 152 prc. í smásölu, á smjöri 155 prc. á ný- mjólk, 100 prc., á kartöflum 150 prc., á nýjum fiski 70—107 prc., en á saltfiski 208 prc. Til þess að sýna hver áhrif þetta verðlag hefir á visitöluna, skal þess getið, að hækkun á þeim inn- lendu matvörum, sem tekna'r eru í vísitöluna, öðrum en brauði, smjör- líki og kaffibæti, en það eru kjöt, flskur, mjólk, feitmeti og inn- lendir garðávextir, nam samtals kr. 1.408.66 — eitt þúsund fjögur hundruuð og átta krónum og 66 aurum — og eru það 27 stígvísi- tölunnar eða meir en helmingur af hækkun hennar 1. október. (Pramhald). Mjölnismenn og KFS. í síðasta tbl. Mjölnis er greinar- klausa um framhaldsaðalfund KFS. Það hefði nú mörgum, sem hafa kynnt sér það mál, sem þar var til umræðu, sem var brottvikning Erlendar Þorsteinssonar, fundist það sæmra fyrir Mjölnismenn að þegja um það mál, heldur en byrja stöðugt á nýjum ýfingum. Eða ætla þeir sér að halda áfram að reyna að ýta meðlimunum úr fé- laginu með nýjum árásum og á- róðri á flokka og einstaklinga. Að minnsta kosti verður ekki annað dregið út úr grein þeirri, sem um ræðir. Þar er um ómaklegar árásir að ræða í garð þeirra manna, sem á framhaldsaðalfundinum vildu ekki taka þátt í verki því, sem þeir Aðalbjörn, Friðleifur og fé- lagsmenn þeirra voru að vinna. Til þess að menn geti gert sér ljóst í hverju menn þeir, sem Mjölnir deilir á, unnu á móti hags- munum kaupfélagsins, eins og blaðið orðar það, skal birt hér tillaga sem lögð var fram á fund- inum: • Framhaldsaðalfundur Kaup- félags Siglfirðinga, haldinn 2/11 1941, leggur að jöfnu þærórétt- mætu ásakanir Erlends Þor- steinssonar, sem fram komu í árás hans á stjórn KFS, og það gjörræði meirihluta stjórnarinnar, að víkja Erlendi úr félagínu án knýjandi nauðsynjar og að lítt rannsökuðu máli. Um leið og fundurinn vítir þá framkomu beggja aðila, að veikja deilur innan félagsins í því skyni að afla sér eða flokki sínum stjórnmálafylgis eða koma póli- tískum andstæðingi á kné, sam- þykkir fundurinn, að brottvikning Erlendar Þorsteinssonar sé ógild, og að allar sakir beggja aðila gagnvart félaginu séu látnar niður falla að þessu sinni í því trausti, að félagsmenn KFS yfir- leitt efni ekki framvegis til slíkra ýfinga. Magnús Vagnsson. Baldvin Þ. Kristjánsson. Árni Kristjánsson. Þetta kalla Mjölnismenn ósvífna tillögu, og staðhæfa að með sam- þykkt hennar hefði kaupfélaginu verið stefnt i voða, líklega af því að þessi deila hefði fallið niður. Flutn- ingsmönnum og öðrum, sem voru tillögunni fylgjandi, er brugðið um siðleysi og annan aumingjahátt, svo að helzt Iítur út fyrir að nýjar deilur og brottrekstraráætlanir svífi í heilum þeirra Mjölnismanna. Annars dylst engum, að þessi lúafega árás í garð ýmsra félags- manna og þá sérstaklega á Erlend Þorsteinsson, er ekkert annað en pólitísk herferð á hendur þeim mönnum, sem Mjölnismenn og Framsóknarsauðir þeir, sem þeim fylgja, eru hræddir við að hafi þekkingu og einurð á að gagn- rýna gjörðir þeirra. Um brottvikningarmálið sjálft skal ekki verða rætt að þessu sinni, aðeins bent á, að samkvæmt tillögu aðalfundar í vor, var fund- inum frestað þar til Erlendur gæti verið heima og mætt á fundinum. Að þvi leyti var framhaldsfundur- inn ekki Iöglegur, andi samþykkt- 'arinnar frá í vor átti að rikja. Mjölnir veit vel, að blöð og útvarp sögðu frá því, að þingmenn yrðu kallaðir til Reykjavíkur, löngu áður en það kom til framkvæmda, svo þvaður hans um að Erlendur hafi laum'ast burt úr bænum, er ekkert annað en vanalegur uppspuni hans um málefni. Nei, það átti betur við geð þeirra Aðalbjörns og Friðleifs og dáta þeirra, að halda fundinn á þessum tima. Það var Iika mikið vissara og gerði þá lika ekki mikið til; þó andi samþykktarinnar frá í vor glataðist, og sannast það forn- kveðna, að aðferðin fer eftir inn- rætinu. Auglýsið í »Nelsta«.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.