Neisti


Neisti - 27.09.1945, Síða 3

Neisti - 27.09.1945, Síða 3
N EI STI 3 Þeir voru allir hetjur Eftir M. BRADBURY „Líttu eftir hundunum,“ hrópaði hann til konu sinnar um leið og hann hljóp af stað. (Síðar þegar kona hans ásakaði hann fyrir, að hann hefði hugsað meira um hund- ana heldur en hana, svaraði hann: ,,Ég sagði þeitta einungis til þess, að þú skyldir hafa eitthvað til að hugsa um“). Hann fór af stað hlaupandi, en sjúkravagn, sem var á leið til brunastaðarins, flutti hann þang- að. Þegar Owen kom á staðinn varð honum ljóst, að bruninn geys- aði á svæði, þar sem þúsundir smá- lesta af sprengiefni voru geymd. Allt þetta svæði varð að vera undir athugun. Enda þótt bjálkar fljúgi um loft- ið og gneistaflug sé mikið, tekur hann sér stöðu hjá tré einu mjög nærri brunastaðnum. Þaðan hefur hann ágætt útsýni yfir brunastað- inn. Þannig er hægt að koma fyrir nýjum vörnum og slökkva strax á nýjum stöðvum sem eldurinn brýst út á. Alla nóttina er hann á sín- um stað. Þegar eldurinn er kæfður, er um að gera að koma framleiðslunni sem allra fyrst af stað aftu^. I hrærigraut af bognum járnbjálk- um, reyk, neistum og logum, reika máttyana menn, nær dauða en lífi, af orrustunni við eldinn, sem þeir ennþá berjast við. Særðir félagar eru dregnir úr rústunum. Við og við heyrast hvellar sprengingar, sem virðast munu rífa og tæta allt í sundur, Óskað er eftir sjálfboðaliðum til þess að bjarga særðum mönnum. Einn af þeim allra fyrstu er Vin- cent Carey. Ásamt nokkrum félög- um sínum, hljóp hann í áttina til brennandi hússins. Þeir sáu sprengjurnar springa inni í geymsluklefunum. Allt í einu skýtur eldloga upp og geysilegur hvellur heyrist. Það rignir niður braki. Carey sér ekki neitt. Félag- ar hans eru horfnir. Með brotna limi og blæðandi höfuð liggja þeir undir brotaviði úr húsinu . Carey reynir að hreyfa sig. Sér til mikillar undrunar finnur hann, að allir limi hanrs eru óbrotnir. Hann heyrir ekkert, en hann sér. Honum heppnast að hjálpa nokkr- um félögum sínum. En sjálfur neitar hann að fara á sjúkrahúsið fyrr en öílum félögum hans er bjargað. Það gránar fyrir degi. Hræðileg nótt er liðin hjá. Eyðileggingin blasir við. Allstaðar gefur að líta brotnar járngrindur, allskonar brak liggur dreyft um næsta um- hverfi. Reykurinn veltur inn yfir Hereford. Eldurinn hefur orðið að láta undan síga. Brunaliðsmenn og verkamenn, vinna að því að kæfa seinustu logana og ryðja til á brunastaðnum. Þeir eru bleikir í andliti eftir erfiðleika næturinnar, þreytulegir en staðfestulegir. Allt verksmiðjuhverfið er þakið reyk og gufu. Á sjúkrahúsinu hlaupa hjúkrunarkonur með hrein eða blóðug sárabindi. Þetta er mynd frá Englandi styrjaldaráranna. Þetta er saga hvernig aðeins tvö mannslíf glötuðust vegna þess, að 16 menn héldu áfram baráttunni við eldinn og sprengjuhættuna með lífið að veði. Kvöldið eftir gekk ég með bruna- liðsforingja J. W. Davis meðfram ströndinni. Bárurnar gljáfruðu við ströndina og akrarnir breiddu sig upp eftir hlíðunum, grænir og brúnir. Það var í rökkrinu. t JÚAKIM MEYVANTSSON . Þann 17. sept. s.l. andaðist af hjartaslagi Jóakim Meyvantsson verkamaður Lindargötu 3c hér í bæ. Gekk hann alheilbrigður heim- an að frá sér, en var fluttur heim aftur að lítilli stundu liðinni, líf- vana. Slíkt eru snögg umskipti, er hljóta að hafa djúptæk áhrif á • nánustu ástvini og valda saknaðar- þrunginni truflun í f jölskyldulífinu á hvaða heimili, sem það kemur fyrir. Er nauðsynlegt fyrir ástvini að geta tekið slíkum atburðum með stillingu hins andlega sterka manns, og mun svo hafa verið í þessu tilfelli. Jóakim var fæddur 18. júlí 1887 að Staðarhóli við Sigluf jörð, sonur hjónanna Meyvants Gottskálks- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, og var hann tvíburi. Móður sína missti Jóakim, er hann var á fyrsta ári og föður sinn einnig meðan hann var á unga aldri, og ólst hann því upp hjá vandalausum. Eftir fermingaraldur var hann í vinnu- mennsku á ýmsum stöðum, og lagði einnig stund á sjómennsku framan af æfi bæði á hákarlaskip- um og við þorsk og síldveiðar. Síð- ari ár stundaði hann verkamanna- vinnu aðallega verksmiðjuvinnu, Davis andaði djúpt. „Það vorar“, sagði hann. „Bráðum springa blóm in út.“ Ég hneygði mig án þess að svara. Eftir sprengingarnar fyrir stuttu síðan, heyrði hann mjög illa. „Það er undarlegt hélt hann áfram, hverju maður getur vanist. Fyrir styrjöldina var ég bóndi. Ég sáði og skar upp, hugsaði um hænsnin mín og annan búpening. Aldrei datt mér í hug, að nokkur breyting mundi verða á högum mínum. En stríðið kom. Ég byrj- aði að vinna við verksmiðjuna. Gerði hitt og annað, málaði, fægði, og smíðaði. Svo var ég settur í slökkviliðið. Síðan komu sprengj- urnar og með þeim eldshættan. Og ég vandist þessu öllu. Við vorum komnir að litla hús- inu hans. Konan hans og heimilis- hundurinn Bob létu óspart í ljós gleði sína yfir komu húsbóndans. Ilmandi steikaralykt lagði fram úr ofninum. Davis tók af sér yfir- höfnina. „Já,“ sagði hann um leið og hann fékk sér í nefið. Maður venst öllu.“ En þegar þetta allt er nú búið, þætti mér gott að fá eitt glas af góðum bjór og einn vindil. Eftirlifandi konu sinni Ólínu Ólafsdóttur giftist Jóakim þann 23. september 1911, og hafa þau alla tíð verið búsett hér í Siglu- firði. Eignuðust, þau átta börn, tvö þeirra dóu í æsku, en sex eru uppkomin og hin mannvænlegustu. Við fráfall Jóakims Meyvants- sonar má segja með réttu, að horfinn sé einn af hinum ágætu alþýðumönnum, sem helga hverju þjóðfélagi krafta sína hávaðalaust, en með elju og trúleik í starfi. Dauðinn gerir oft engin boð á undan sér og svo var hér. Ástvinir syrgja. Systkyni og börn flétta margþættan minningakrans á stund hinnar hinztu kveðju, en dýpstur hlýtur harmur hennar að vera, sem var förunautur þinn Jóa- kim, á farinni leið á jörðu hér, hennar sem byggði upp með þér heimilið og helgaði því krafta sína. Milli manns og konu sem byggt hafa upp heimili í þjóðfélaginu, komið til manns stórum, myndar- legum barnahóp, og lagt fram í sameiningu alla krafta sína í erf- iðleikum lífsbaráttunnar, liggja svo margir og viðkvæmir þræðir, að tunga eða penni óviðkomandi manns er ekki fær um að lýsa sárs- auka þeim, sem verður þegar dauðinn heggur þá strengi. En flestir eiga innra með sér þann helgidóm, sem við köllum tilfinn- ingar. Þær eru einkaeign, og þeim hagræðir hver eins og hjartað krefst í sorg og starfi. Frá þeim mun hlýtt um þig. Ég þakka þér Jóakim fyrir sam- vinnuna á hinum daglegu störfum. Ég kem á eftir. í guðs friði. Franski Alþýðuflokkurinn vinnur stérkostlegan kosningasigur Þær fregnir berast nú, að franski Alþýðuflokkurinn (Social- istar) undir forystu hins gamla og þrautreynda forystumanns, Leon Blums, hafi unnið glæsilegan kosningasigur í sveitastjórnar- kosningum, sem fram fóru nýlega í Frakklandi. Vann flokkurinn meira á, en búist hafði verið við. Er gert ráð fyrir,- að hann verði langstærsti flokkurinn við kosn- ingarnar, sem fram fara í nóvem- ber n. k. Franski Alþýðuflokkur- inn neitaði allri samvinnu og sam- einingu við kommúnistaflokkinn franska nýlega. Kommúnistar hér ætluðu alveg að ærast yfir þessu. Töldu þeir, að kommúnistar væru langsamlega stærsti flokkurinn í Frakklandi, og að kosningarnar mundu sýna stórkostlegt tap Leon Blums, sem þeir tala um, með sér- stakri lítilsvirðingu. Leon Blum hefur sjálfsagt ekki gleymt svik- semi franskra kommúnista, eftir kosningasigur frönsku alþýðufylk- ingarinnar, nokkru fyrir styrjöld- ina. Leon Blum myndaði þá stjórn í Frakklandi með stuðningi komm- únista. En stuðningur þeirra kom einna helzt fram í því, að þeir efndu til stórkostlegra verkfalla og vinnudeilna, sem lamaði alger- lega framkvæmdir alþýðustjórnar- innar Slíkum mþnnum er aldrei hægt að treysta. Lánsábyrgð Áka .... (Framhald af 1. síðuj framkvæmdin á samþykktum bæj- arstjórnarinnar. Bæjarstjórinn skyldi þó vara sig á Þóroddi. Hann er sleipur og getur stundum verið dálítið hrekkjóttur. Það sýnir bezt, hvernig hann hefur hlunnfarið fyr- verandi kaupfélagsstjóra í sam- bandi við fjölskyldukaupin og sitt hvað fleira í sambandi við kaup- félagsmálin. Hlýðnisafstaða bæjar- stjóra við Þórodd er óskiljanleg. En ábyrgðarveitingin er hneyksli, sem ekki á sér hliðstæðu í opin- berum aðgerðum. Undanfari henn- ar er þó enn stærra hneyksli, það að berjast við að koma mági Þór- odds í Rauðkustjórn til þess að geta framkvæmt þetta, en enda- hnúturinn er svo rekinn á allt „gumsið“ með því að leitast við að leyna þessu fyrir bæjarstjórn og almenningi.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.