Neisti - 10.05.1946, Side 1
Siglufjarðarprentsmtðja
19. tbl. Föstudaginn 10. maí 1946
14. árgangur
NEISTI
Útgefandi Alþýðuflokksfélag
Sigluf jarðar.
Áby rgðarmaður:
ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSON
SKILVRBI ALÞYÐUFLOKKSINS FYRIR ÞATT-
TÖKU HANSINÖVERANDI RlKISSTIDRN HAFA
SETT-SW SINN A STJÖRNARFRAMKVÆMDIR
OG STÖRF HINS NfAFSTADNA ALÞINGIS
Þegar Alþýðuflokkurinn gekk til
samstarfs í núverandi ríkisstjóm,
voru þeir ekki ófáir er litu til þess
sámstarfs með nokkrum ugg og
sumir með nokkurri tortryggni.
Var það að vísu engin furða, þar
sem Alþýðuflokkurinn hafði um
alllangan tíma orðið að verja hend-
ur sínar fyrir væntanlegum sam-
starfsflokkum og standa í harðri
baráttu fyrir tilverurétti sínum,
sem báðir þessir flokkar vildu af-
má úr pólitízkri sögu Islands. Við
Sjálfstæðisflokkinn hafði Alþýðu-
flokkurinn barist áratugum saman,
og orðið að sækja réttmætar kröf-
ur alþýðunnar í hendur þeirra sér-
réttindastétta, sem löngum hafa
verið kjarni þess flokks. Komm-
únistaflokkurinn hafði 1930 brot-
ist út úr samtökum alþýðunnar,
verkalýðslegum og pólitizkum, og
síðan unnið Alþýðuflokknum allt
til miska, og gert ítrekaðar tilraun-
ir til þess að veikja hann á allan
hátt, enda oft notið til þess að-
stoðar afturhaldsins, sem í komm-
únistum sá langþráðan bandamann
til þess að veikja samtök hins vinn-
andi fólks, og baráttuvilja, og þá
um leið þann flokk — Alþýðuflokk
inn, sem frá upphafi hafði fylkt ís-
lenzku alþýðunni til baráttu um
áhugamál sín og hugðarefni.
Nokkrir af hinum harðsvírustu
forystumönnum atvinnurekenda-
valdsins litu með velþóknun til vax
andi gengis kommúnista. Þessir
menn höfðu réttilega komist að
raun um, að vilji íslenzkrar alþýðu
stefnir ekki til einræðís eða of-
beldis, heldur að því að vinna mál-
um sínum fylgi á lýðræðislegan og
þingræðislegan hátt. Kommúnistar
fóru í fyrstu geyst af stað og komu
hreint til dyra, predikuðu skefja-
laust einræði og töldu það SVIK
við verkalýðsstéttina að hafa
nokkra samvinnu við hina borgara-
legu flokka. Það varð þó ljóst, að
með þessari stefnu gekk þeim illa
að vinna hylli f jöldans og að litlar
líkur voru til þess að þeir gætu
unnið pólitízka sigra á lýðræðisleg-
an hátt. Þessvegna fengu íslenzku
kommúnistarnir leyfi til þess að
breyta um stefnu á pappírnum og
um leið um nafn. Breiddu yfir nafn
og númer. Jafnframt fengu þeir
liðstyrk nokkurra veiklundaðra Al-
þýðuflokksmanna, sem fannst bar-
áttan langvinn og erfið, og langaði
í fljótunna og skjóta sigra.
En jafnvel þó að kommúnistar
skiptu þannig um búning var inn-
rætið hið sama. Allstaðar lögðu
þeir megináherzluna á, að veikja
áhrif Alþýðuflokksins og fylgi
hans. Hefur þetta jafnvel gengið
svo langt að þeir æstustu hafa
talið það höfuðtakmark vinnandi
fólks á Islandi að Alþýðuflokkur-
inn yrði þurkaður út. Það var því
ekki að ófyrirsynju, að nokkrir
báru ugg í brjósti um framtíð Al-
þýðuflokksins í samvinnu við þessa
ofsækendur hans.
En mála sannast er þó það, að
Alþýðuflokkurinn hefur vaxið af
samstarfi sínu í ríkisstjórninni,
hjá öllum þeim þorra íslenzkra
kjósenda, sem á málin líta með
þekkingu, dómgreind og viti, og
láta hlutlaust mat dæma um árang
ur og afrakstur.
Alþýðuflokkurinn gekk inn i
ríkisstjórnina með tilliti til mál-
efna, og þess, hverju fram mætti
koma af hugðarmálum hans og
fólksins, en mat hitt minna, þó
um nokkra áhættu gæti verið að
ræða, að hefja samstarf við arki-
féndur sína.
Kommúnistar hafa oft um það
talað, að ekki hafi allir verið sam-
mála um það í Alþýðuflokknum
að rétt væri að ganga til þessa
samstarfs. Er það að vísu engin
furða, þó að þeim komi það ein-
kennilega fyrir sjónir að flokks-
menn annara flokka skuli hafa
leyfi til að láta í ljós, innan
flokksins skoðun sína á málefnum
og pólitízkum ákvörðunum. Það
þekkja þeir ekki innan vébanda
Kommúnistaflokksins. Þar er ein
lína og einn vilji og vei þeim sem
þar villast af réttri leið.
I Alþýðuflokknum er það siður,
jafngamall og flokkurinn, að félag-
ar hans fái að láta í ljós álit sitt
á málefnum flokksins á hverjum
tíma. Meðlimirnir hafa hugsana-
frelsi, skoðanafrelsi og málfrelsi.
Þar fær hver að tala fyrir sinni
skoðun, og að loknum málflutningi
greiða menn atkvæði. Meirihluti
ræður samkvæmt lýðræðisvenjum,
og síðan er samþykkt meirihlutans
framkvæmd. Engin lína, ekkert of-
beldi. En þetta lætur fáránlega í
eyrum sanntrúaðra kommúnista.
Þegar samþykkt hafði verið að
ganga til samvinnu um ríkisstjórn,
var það vandlega rætt og íhugað á
hvern hátt slík samvinna gæti orð-
ið umbjóðendum Alþýðuflokksins
og allri alþýðu landsins, líka þeim
sem ekki höfðu við seinustu kosn-
ingar kosið umbjpðendur Alþýðu-
flokksins, til sem mestra hagsbóta.
Að þessari athugun fenginni var
ákveðið að ganga til stjórnarsam-
vinnu, með eftirfarandi skilyrðum:
1. 300 miljónir króna af inneign-
um bankanna í Bretlandi og
Bandaríkjunum, skyldu settar
á sérstakan reikning (Nýbygg-
Eftir upplýsingum forsætisráð-
lierra, Ólafs Thors, í útvarpsum-
ræðunum síðustu, þar sem hann
minntist á bræðslusíldarverðið, svo
og eftir framkomnu tilboði frá
Svíum, má ætla að síld á næstu
vertíð, verði í miklu hærra verði
en í fyrra. Svíar bjóðast nú til
að kaupa 75 þús. tunnur af saltsíld
á 75 kr. sænskar, og leggja til
ingarsjóð), og mátti eingöngu
verja þeim til kaupa á fram-
leiðslutækjiun. Þar af skyldi
verja 200 miljóniun til skipa-
kaupa, véla og efnis til skipa-
bygginga. 50 miljónum skyldi
varið til véla og þessliáttar til
aukningar á síldarverksmiðjum
hraðfrystihúsum, NIÐUR-
SUÐU- og TUNNUGERÐAR,
skipasmíða o fl. 50 miljónum
skyldi varið til landbúnaðarins,
áburðarverksmiðju, hagnýtingu
landbúnaðarafurða, jarðyrkju-
véla og efnis til rafvirkjana.
2. Að sett yrðu þá á yfirstandandi
Alþingi launalög í samræmi við
frumvarp, sem þá lá fyrir.
3. ÁS samþykkt yrði á næsta Al-
þingi svo fullkomið kerfi al-
mannatrygginga, sem næði til
allrar ]»jóðarinnar, án tillits til
stétta og efnahags, að Island
yrði á því sviði í fremstu röð
nágrannaríkjanna.
4. Að samþýkkt yrði að Island
gerðist aðili og þátttakandi í
alþjóðavinnumálasambandinu
I. L. O.
5. Endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar yrði liafin með það fyrir
augum, að sett yrðu ótvíræð
ákvæði um jöfn réttindi allra
þegna þjóðfélagsins til atvinnu,
til félagslegs öryggis, almennr-
ar menntunar og jafns kosn-
ingaréttar.
Er hér að framan í stuttu máli
gerð grein fyrir þeim höfuðskil-
(Framhakl á 2. síðu).
tunnur og sált. Þetta mun nálægt
30% hærra verð en í fyrra, og
þó í rauninni meira, því með þessu
er miðað við 95 kg. í tunnu, en 100
kg. í fyrra.
Fréttir sem þessar eru gleðilegar
og munu gera menn bjartsýnni á
framtíöarmöguleikana fyrtr síldar-
útveginum, einum okkar aðal at-
vinnuveg.
HÆKKAR SALTSlLDARVERDID STÖRKOSUEGA
A NÆSTU VERTÍÐ ?
Svíar hafa boðist til að kaupa 75 þús. tunnur, fyrir
75 kr. sænskar fob., og leggja til tunnur og salt — Er
þetta um 30% hærra en sumarverðið í fyrra