Neisti


Neisti - 10.01.1947, Page 3

Neisti - 10.01.1947, Page 3
NEI STI S I * k I \ / 1 t Jóhanna Sigurborg Sveinsdóttir Fædd 3. marz 1925 Dáin 19. des. 1946 Þann 2. jan. s.l. var til moldar borin Jóhanna Signrbjörg Sveins- dóttir, dóttir hjónanna Sveins Sig- urðssonar og Rósumundu Eyólfs- dóttur Norðurgötu 11. Jóhanna heitin var aðeins 21 árs, og því á blómaskeiði lífsins, er hún var kvödd burt. Hún ávann sér traust og ást allra, sem kynntust henni, fyrir glaðværð og ástúðlega fram- komu. Hún var söngvin mjög og hafði bjarta og fagra rödd. Alltaf glöð og kát og því hvers manns hugljúfi. Því var það, að marga setti hljóða, er þeir heyrðu á vængjum ljósvakans, andlátsfrétt hennar. Foreldrum og systkinum hennar svo og unnusta er djúp sorg kveðin með burtför þessarar góðu stúlku, en mikil huggun er í sorg þeirra, hin fagra minning, er allir, sem kynntust Jóhönnu hafa um hana. „Ást og traust þú ávannst hér alla, sem að kynntust þér.“ t SVERRIR PALSSON Að kvöldi hins 21. des. s.I. flaug helfregn um bæinn. Sverrir Páls- son var dáinn. Alla setti hljóða. Hann, sem var á fegursta æsku- skeiði; hann sem hafði verið glað- ur og heilbrigður í starfi þennan sama dag með starfsfélögum sín- um; hann, sem gengið hafði fyrir stundu út úr foreldrahúsum heill og hraustur; hann var dáinn; — horfin á svipstundu ýfir hina miklu móðu. Sverrir heitinn var 16 ára gamall. Fæddur 28. maí 1930. — Hann var sérstaklega dagfars- prúður unglingur og. álitlegt mannsefni. Hann var mjög efni- legur íþróttamaður, en skíðaíþrótt ina lagði hann þó einna mesta alúð við og hafði sýnt mjög eftirtektar- verð afrek á því sviði, þó ekki væri hann eldri en þetta. Gerðu íþróttaunnendur sér mi'klar vonir um framtíð hans á vettvangi íþrótt anna. Foreldrar og systkini höfðu aliö sínar björtu framtíðarvonir um hann. Foreldrarnir höfðu séð hann vaxa í faðmi sínum að þekkingu og manndómi. Umhyggja þeirra fyrir velferð hans á bamsárunum virtist ætla að bera blessunarrík- ann árangur. Fjölhæfur og efni- legur sonur var að verða fulltíða maður. Bjartar og ásthlýjar vonir foreldranna voru fullbúnar til að fylgja prúðu ungmenni fram á veg fullorðinsáranna, fram til þroska og dáða. Systkini hans horfðu björtum augum á land framtíðarinnar, þar sem starfað skyldi og glaðst í samfélagi við hann. Ættingjar og leiksystkini sáu í huganum þroskaríka fram- tíðarbraut hans framundan. En að kvöldi hins 21. des. hjó dauðinn sundur allar þessar vonir og framtóðardrauma. Hann kom öllum að óvörum. Hann sveipaði ungmennið hinni köldu blæju sinni, og hjó hin dýpstu sár í föður og móðurhjartað, og leiddi sára sorg og söknuð inn á heimilið, sem alið hafði ungmennið vlð brjóst sitt. Framtíðardraumsýnirnar, sem bundnar voru við unga manninn, huldust tárum og ómælisþögn dauðans. Það er þungur harmur kveðinn að foreldrum og systkinum og vinum við fráfall hins unga manns en saga og mynd 16 ára drengs er jafnan skráð og máluð með litum saklausrar æsku, og litir þeir skapa fögur og margvísleg geisla- brot í tárúðgu auga syrgjandans, þegar setið er við hlýjar lindir minninganna í þagnarríki hinnar hljóðu sorgar. Það er stórt skarð höggvið í ungmenna og íþróttamannahópinn hér, við fráfall þitt Sverrir! En um það þýðir ekki að fjölyrða. Þú ert horfinn okkur, ítur og ungur, yfir hin huldu landamæri. Þú varst góður og efnilegur félagi í FUJ. Þar er þín einnig sárt saknað og sæti þitt vandfyllt. Vertu sæll, Sverrir Pálsson, og beztu þakkir fyrir allt. Vinur. Þrettándadagsfagn- aður á Hvanneyrar- skálar-brúninni Þrettándadagskvöld um hálf níu leytið uppljómaði Hvanneyrar- ■ skálar-brúnin skyndilega og var upplýst af 32 blysum. Vegurinn niður úr skálinni var varðaður litlum blysum. Var þetta fögur og tignarleg sjón. í fyrstunni hélt almenningur að þarna væru á heimleið einhverjir jólasveinar, en svo var ekki. — Nokkrir starfsmenn Síldarverk- smiðja ríkisins, aðallega úr S.R.’30 óg SRN undir forystu Guðmundar Einarsson voru þarna á ferðinni, en ekki jólasveinarnir. Þetta frumlega tiltæki þeirra fé- laganna hefur án efa verið kostn- aðarsamt og krafist nokkurrar vinnu og eiga þeir því fyllsta þakk læti skilið fyrir frammistöðu sína. Hafið þökk fyrir skemmtunina. Jólasveinn ■ • ■*■-*'* "'■V’H ví'.f|pp. Siglfirzkir skíðamenn fara utan Iþróttabandalag Siglufjarðar hefir ákveðið að senda utan til náms og þjálfunar í skíðaíþrótt- inni, þá Harald Pálsson, Ásgrím Stefánsson, Jón Þorsteinsson, og Jónas Ásgeirsson og ef til vill fleiri. Einnig kemur til greina þáttaka í Holmenkollenmótinu 1947; en það er fimmtugasta Holmenkollen- mótið og er fullvíst, að Isiand verður boðin þátttaka í því. Öllum Siglfirðingum er enn í minni utanför þeirra Haraldar Pálssonar og Jónasar Ásgeirssonar í fyrra og hin ágæta frammistaða þeirra þar. Nú verða Siglfirðingar að bregð ast vel við og veita nauðsynlega peningahjálp, hver eftir sinni getu og mun verða komið til þeirra með fjáröflunarlista næstu daga. Sigl- firðingar mega ekki láta sinn hlut verða lakari en Akureyringa og Reykv'ikinga. Látum öll eitthvað af hendi rakna. TIL LESENDA Blaðinu hefir borizt fjöldi áskorana um að taka til birtingar bréf og fyrirspurnir. Blaðnefndin vill verða við þessum áskorunum, að svo miklu leyti, sem rúm Neista leyfir, og hefir fengið „Þórð Þögla“, til þess að sjá um rit- stjórn á bréfa- og spuminga-dálki í blaðinu. Blaðnefnd Neista Blaðnefnd Neista hefir óskað þess, að ég veitti móttöku bréfum og fyrirspurnum, sem blaðinu ber- ast, varðandi daglegt líf og störf, með það fyrir augum, að birta þau ásamt athugasemdum og svörum ef ástæða þykir til. Eg hefi nú ákveðið að verða við þessari ósk, þvi ég hefi lengi talið, að í Neista ætti að vera dálkur, þar sem birt væri hitt og þetta frá „Pétri og Páli“ — og engu síður frá „Siggu og Gunnu“ — um það, sem þeim finnst aflaga fara hér hjá okkur, eða tillögur þeirra um dægurmálin, athugasemdir þeirra, ráðleggingar o.s. frv. Þar sem ég hef færst þetta í fang, væri mér kærast að fá sem atlra flest bréfin — sæg af bréf- um. Alveg sérstök ánægja væri mér að því að fá mörg bréf frá blessuðu kvenfólkinu, bæði vegna þess, að ég hef alltaf gaman af að fá bréf frá kvenmanni, og svo hef ég grun um það, að það kunni að vera æði margt, sem kvenfólkið hefði ástæðu til að gera athuga- semdir við. Tillögur þess met ég mikils, því þó það sé haft að orð- taki, að „köld eru jafnan kvenna- ráð“, hefir mér reynzt annað. Bréfin og fyrirspurnimar verða heÞt að vera sem stytzt, eða í „samanþjöppuðu formi“. Mun óg birta hvorttveggja undir dulnefni ef þess er óskað, en því aðeins verða þau birt, að ég viti hið rétta nafn sendanda. Það fer ekki lengra. Að endingu vil ég svo aðeins taka það fram, að ég get lesið svo að segja hvaða hrafnaspark sem er, og réttritunina sjáum við Eiríkur um, ef henni kynni að vera eitthvað ábótavant. — Ykkar er að skrifa. Þórður Þögli Pósthólf 86», Siglufirði. NlRÆÐ Á morgun á Vilborg Þorleifs- dóttir, til heimilis í Suðurgötu 37, níræðisafmæli. Vilborg er fædd 11. janúar 1857 að Stórholti, Holts- hreppi í Fljótum. — Foreldrar hennar voru Þorleifur Þorleifsson bóndi og Þuríður kona hans, en Þorleifur var bróðir Björns í Vík og þeirra systkina. Er Vilborg var fjögra ára drukknar faðir hennar. Bróðir Vilborgar var Bessi gamli, skipstjóri, sem er dáinn fyrir nokkrum árum og margir af hin- um eldri Siglfirðingum kannast við. Ung giftist Vilborg Gísla Gísla- syni og bjuggu þáu lengi að Bakka í Austur-Fljótum og eignuðust 7 börn. Þrjú þeirra eru á lífi, þau Jón, til heimilis í Suðurgötu 37, Guðlaug til heimilis í Suðurgötu 26 og Kristrún til heimilis í ólafa- firði. Árið 1897 missti Vilborg mann sinn Gísla. Árið 1924 fluttist hún hingað til Siglufjaróar og hefur síðan dvahð lengst af hjá syni sínum Jóni Gíslasyni. Vilborg ber hinn háa aldur vel og fylgist vel með öUu, sem gerist í kringum hana. Neisti óskar a-f- mælisbarninu til hamingju með morgundaginn með von um, að hinir komandi dagar megi verða henni bjartir og ánægjulegir. DOMUR féll fyrir jól í öðru af tveimur málum Erlendar Þorsteinssonar gegn Ásgrími Albertssyni, út af meiðyrðunum í Mjölni 23. jan. s.l. í greininni: „Hversvegna er Er- lendur Þorsteinsson andvigur byggingu niðursuðuverksmiðju ?“ Meiðyrðin voru dæmd dauð og ómerk og rétt að birta dóminn í opinberu blaði á kostnað Ásgríms; hann er dæmdur í 600 kr. sekt fyrir þau í ríkissjóð og í 2000 kr. hneisubætur til Erlendar og auk þess í 581 kr. málskostnað.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.