Neisti


Neisti - 28.02.1947, Blaðsíða 2

Neisti - 28.02.1947, Blaðsíða 2
2 NEISTI ÞJÖÐNÝTING KVIKMYNDAHtJSA Neisti leyfir sér að birta þessa grein úr Alþýðumanninum, sökxnn þess, að hún skýrir frá hinu merka frumvarpi Hannibals Valdimarssonar. TILKYNNING Þeir, sem fengið hafa loforð fyrir lóðum á ákveðnum stöðum, en ekki gert um þær lóðasanuiinga, fyrir 25 marz, hafa misst rétt sinn til lóðanna. Siglufirði, 22. febrúar 1947. BÆJARSTJÓRINN KAUPTAXTI Verkamannafél. Þróttar, Siglufirði frá 1. marz til 1. apríi 1947, — Vísitala 316 — a. Almenn dagvinna....................... 8,53 Eftirvinna .............................. 13,65 Helgidagavinna .......................... 17,06 t b. Þróarm., vindum., handlangar hjá múrurum . .. 9,16 I Eftirvinna .............................. 14,66 é Helgidagavinna .......................... 18,32 ♦ c. Gerfismiðir, skipavinna og tilsláttarm.. 9,48 Eftirvinna .............................. 15,17 Helgidagavinna .......................... 18,96 d. Kol, skipavinna við salt, út- og uppskipun á sementi og hleðsla þess í vörugeymsluhús, enn fremur losun síldar og síldarúrgangs úr skipum og bátum, flutningum á sementi og salti á milli húsa, og vinna með loftborum ............ 10,43 Eftirvinna .............................. 16,68 Helgidagavinna....................... 20,86 e. Stokerkynding á kötlum,' kynding á þurrkofnum og lempun á kolum ........................ 9,80 Eftirvinna .............................. 15,67 Helgidagavinna ........'................. 19,60 f. Kynding á kötlum, er mokað er á með skóflum 10,43 Eftirvinna .............................. 16,68 Helgidagavinna ......................... 20,86 g. Boxa- og katlavinna (vinna við hreinsun á vatnsrúmi, eldholi og reykgöngum ketils, enn- ♦ fremur þegar gera þarf við mjölsafnara (Stöv- f kammer) meðan eldur er í þurrkofni ...... 11,60 Eftirvinna .............................. 18,55 Helgidagavinna .......................... 23,20 h. Fullgildir dixilmenn .................. 10,43 Eftirvinna .............................. 16,68 Helgidagavinna .......................... 20,86 Unglingataxti, þar til öðruvísi verður um samið 6,48 Eftirvinna .............................. 10,36 ♦ Helgidagavinna ......................... 12,96 ♦ Malar- og grjóttaxti: Fyrir mol komna á bryggju fyrir tunnuna. 7,11 Fyrir ten.faðm af grjóti kominn á bryggju (Sé það flutt landveg, þá komið á byggingastað .... 363,40 Vinna við reknet greiðist með 15% lægra kaupi en herpin l STJÓRN OG KAUPTAXTANEFND £»♦♦♦♦♦■ Nokkur orð til Þórhallar Björnssonar ►a í ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ é t ♦ ♦ é é é ♦ ♦ ♦ é é é é é é i é é é Hannibal Valdimarsson flytur frumvarp á Alþingi um þjóðnýt- ingu allra ltvikmyndahúsa í land- inu og að koma á fót kvikmynda- stofnun ríkisins, er hafi það hlut- verk að gera kvikmyndirnar að almennu og þjóðlegu menningar- tæki, hliðstæðu útvarpi og skóla. Á að nota reksturshagnað stofn- unarinnar m. a. til að efla íslenzka kvikmyndagerð, leiklist, hljómlist og aðrar skýldar listgreinar. í lok greinargerðar, sem' fylgir frumvarpinu, dregur flutningsmað ur fram helztu nýmæli, sem felast í frumvarpi þessu. Þau eru: 1) Yfirstjórn menntamála fær yfir- ráð yfir innflutningi kvikmynda og ber ábyrgð á menningargildi þeirra. 2) Gróða af rekstri kvikmynda- húsa skal varið til menningar- starfsemi í þágu allra landsmanna. 3) Stefnt sé að því að gera kvik- myndir þjóðlegri með íslenzkum texta og upptöku íslenzkra mynda. 4) Samstarfi skal komið á milli kvikmyndahúsa og skóla. 5) Býggt sé upp samfellt kvik- myndahúsakerfi um allt land og þar með bætt samkomuhúsaþörf kaupstaða og byggðarlaga. 6) Kvikmyndunum sé lagt á herðar að styrkja aðrar listgreinar svo sem leiklist og hljómlist. Frumvarp þetta flytur hin merkilegustu nýmæli, og gegnir nokkurri furðu, að ekki skuli fyrr hafa venð hreyft við því máli. Kvikmyndahús hafa nú verið rekin hér á landi hátt upp í hálfa öld. Hefir rekstur þeirra reynzt álit- leg féþúfa öllum þeim, er við hann hafa fengizt. Er og sízt við það að dyljast, að meir hefir rekstrin- um verið hagað eftir því að afla eigendum kvikmyndahúsanna f jár en auka menningu landsmanna. Er því þó sízt að néita, að kvikmyndir eru hið merkilegasta menningar- tæki. Það má að vísu segja, að ekki sé allt með því fengið, þótt • kvikmyndasýningar í landinu væru reknar af ríkinu. Framleið- endur myndanna myndu sem fyrr ráða því, hvers efnis þær væru. En gera má ráð fyrir því, að meira yrði að því gert að velja og hafna en nú er. Ýmsir þeir, er við upp- eldi fást, bera þann ugg í brjósti, og ekki að raunalausu, að ýms af- brot unglinga megi rekja til á- hrifa kvikmyndanna. Ef það er rétt, hlýtur það að vera fullkomið áhugamál hverjum hugsandi manni, að gert verði allt, sem unnt er, til að bægja þeirri hættu á braut og öruggasta eða e.t.v. eina færa leiðin í því efni er opin- ber rerkstur kvikmyndahúsa Eitt atriði frumvarps þessa virðist þó geta orkað tvímælis. — Flutningsmaður vill leggja allan kvikmyndarekstur undir ríkis- valdið. Ekki væri ól'iklegt, að betur færi á, að bæjar- og sveitarfélög hefðu reksturinn með höndum hvert í sínum stað, undir yfir- stjórn kvikmyndaráðs, sem annað- ist útvegun mynda og val. Það er öllum lýði ljóst, að sveitarfélögin skortir nú mjög tekjustofna, til að halda uppi þeirri fjölþættu starfsemi, sem þeim ber skylda til. Það væri því einkar vel til fallið, að einmitt kvikmynda- húsin væra látin afla sveitarfélög- unum tekna, til að annast ýmsa menningar- og mannúðarstarf- semi, eins og sumstaðar tíðkast nú þegar, t. d. í Hafnarfirði. Hygg ég slíkt yrði affarabetra, en leggja allt vald um ráðstöfun tekna af kvikmyndunum undir ríkisvaldið. En þótt einhverra breytinga væri þörf á mnræddu framvarpi, þá er hitt meginatriðið, að með samþykkt þess væri stigið stórt spor í menningarátt og væri ósk- andi, að alþingi beri gæfu til að samþykkja það. Málningarvörur nýkomnar Kaupfélag Siglfirðinga Byggingavörudeild fnnanhúsþilplötur 4X8 fet Kaupfélag Siglfirðinga Byggingarvörudeild 1 gréin, sem þú ritar í Mjölni, 19. þ.m. afflytur þú fyrirspurn, er ég gerði til gervi-gjaldkera Þróttar Þóroddar Guðmundssonar, á aðal- fundi félagsins. Það er alrangt, að ég hafi borið á þig óráðvendni með fé Alþýðuhússins. Hinsvegar munu hinar röngu upplýsingar Þóroddar, sem þú hafðir ekki kjark 'í þér til að leiðrétta, orðið til þess, að sam- anburður hefur verið gerður á ágóða af dansleikjunum og sá samanburður er þér óhagstæður, en ekki réttur, þar sem Þórqddur gaf rangar upplýsingar um það, að ágóði af einum dansleik hafi verið 1742 kr., en sá ágóði var af þrem dansleikjum. Það, að Þóroddur fór ekki rétt með í þetta eina skipti, er ekki mér að kenna. Að lokum þetta. Þér er vel kunnugt hvers- vegna ég og Kristján Sigurðsson mættum ekki á aðalfundi húsnefnd arinnar. ■' * Laugardaginn 1. febr. boðaði form. húsnefndarinnar okkur á fund þriðjudagskvöld 4. febr., en til þess að þóknast þér og Þóroddi, var fundurinn haldinn á mánu- dagskvöld, og við ekki látnir vita um breytingu á fundartímanum fyrr en samdægurs. Form. hús- nefndarinnar, og einnig þér, var kunnugt, að við Kristján gátum ekki mætt þá mn kvöldið. Því var fundurinn haldinn þá, en ekki á þriðjudagskvöldið, eins og hann var upphaflega boðaður ? Við tæki- færi ætla ég að ræða við þið um störf húsnefndarinnar s.l. ár. Jóhann Möller

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.