Neisti


Neisti - 28.02.1947, Blaðsíða 3

Neisti - 28.02.1947, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Fyrirspurmr Bréf % t Gilslaugar-rabb í kaffitímum — Pósthúss- tröppurnar — Enn um Bíó. Eftirfarandi bréf barst mér fyrir nokkrum dögum: „í kaffitimanum í morgun var mér faliö aS skrifa þér nokkrar línur, fijrir hönd nokkurra verkamanna, sem hafa lesið dúlka þina, síSan þeir fóru flð birtast í Neista. UmrœSuefni okkar var viSvíkjandi Sigurjóni Ósland, sem var starfsmaSur Gilslaugar súliigii. — Spurull skrifaSi þér um þetla, og spurSi þig hvort þaS væri satl, flð Gilslaug, eða Þóroddur GuSmundsson á- Co, heffii ekki greitt honum vinnu- laun, þannig að Sigurjón hefói útt iiuii hjá þessu brask-félagi um 15 jjúsund krónur. ViS förum þess góS- fúslega ú leit viö Jiig, að þú svarir okkur, hvort þetta er satt eSa ekki. ViS vorum einu sinni samverkamenn Sigurjóns og finnst húlfvegis nð viS eigum heimtingu á aS vita sannlieikann um þetta. 1 V erkamaSur.“ Þegar Sigurjón hætti störfum hjá H.f. Gilslaug í fyrravetur átti liann inni hjá fyrirtækinu milli 14 og 15 þús. króna vinnulaun. Hann mun hafa falið Alfons Jónssy-ni innheimtu á þessu fé. Uppgjöri á þrötabúi Gils- laugar er enn ekki að fullu lokið, en mjög ólíklegt verður að teljast, að Sigurjón fái laun sín greidd þaðan, þar sem meira hvíldi á Gilslaug með fyrsta veðrétti, en eignir liennar seld- ust fyrir á nauðungaruppboðinu. Þar sem stjórn H.f. Gilslaugar var það fullkunnugt hve fyrirtækið var fjárhagslega illa stætt, verður að telja að henni hafi borið siðferðileg skylda til þess.að greiða Sigurjóni vinnulaun- jn jafnóðum ineð andviröi seldra af- urða eða tryggja honum greiðslu þeirra á annan hátt: Þetta hefir þrenning „verkalýðsvinanna“ i stjórn H.f. Gilslaugar látið undir liöfuð leggjast, og verður sú smán ekki af skafin. Bezti Þórður! Af öllum þeim ÞórSum, sem ég þekki finnst mér þú ætla að verSa beztur. ASeins nokkrar liniir, ÞórSur. Eg er ungur aS árum og langar til þess aS verSa gjunall. Svo er víst um fleiri. Einhvern veginn er þaö saml þannig, aS fara npp og niSur tröpp- urnar hjá Pósthúsinu vekur ugg í mér um þaS, aS nú sé minn siSasti tími kominn. Getur okkar ágœti Pósthús- stjóri ekki séS um, aS þessar tröppur séu oftar mokaSar og betur hatdiS viS, þvi aS i snjó og frostum eru þær stór hættulegar. Eg veit, aS Jörgensen bregzt vel viS þessari ósk minni. MeS margfaldar þakkir fgrir birtinguna. Bæjarbúi Ef ég man rétt, sá ég þess einhvern- tíma getið í einu bæjarblaðanna, að hestarnir, sem þá þrömmuðu ásamt mannfólkinu um götur Siglufjarðar, hafi „spásserað" yfir Pósthúströpp- urnar, -— upp öðrum megin, niður hinum megin. Eins og þessar tröppur hafa verið að undanförnu, væri slíkt ekki á færi annarra hesta en skafla- járnaðra gæðinga, og verður það senni lega að teljast afturl'ör. Já, Jörgensen má fara að „gera hreint íyrir sínum dyrum“. Kærl Þórður! Dálkarnir þínir eru nú þegar orSnir mjög athgglisverSir og skemmtilegir. Bréfin, sem þú hefur fengiS finnsi mér ágæt og sjálfur erlu áreiSanlega skemmtilegur karl. Gaman væri aS vita hver þú erl. Sumir halda, aS }>ú sért Gunnlaugur Hjálmarsson, Ólafur GuSmundsson, Jóliann Möller eSa Gísli SigurSsson. HvaS um þaS. Hver sem þú ert, þá lœturSu ekki þessar línur lenda í ruslakörfunni þinni, þvi auSvitaS áttu stóra ruslakörju. BréfiS frá S.O.S. í síSasta pistli þin- um var ágætt. Þetta meS seturnar í Nýja Bió sætunum er „hreinasta hneyksli“. Mikill fjöldi af sætunum er alveg setulaus, og mætti þe^ssvegna taka undir meS Gísta, Eiriki og Helga, aS botninn væri suSri í BorgarfirSi. ÞaS er. staSreynd, aS síSan sýning- um var hæll í SiglufjarSarbíó hefur myndavali hjá Nýja Bíó mjög hrakaS. Gelur eigandi Nýja Bió ekki fengiS hingaS bezlu myndirnar frá kvik- myndahúsunum í Reykjavík? Nýja-Bíó verSur aS fá sér betri myndir annars hætta SiglfirSingar aS sækja þaS. — Takist eigandanum, auk annarra lag- færinga, aS fá betri myndir þarf hann engu aS kvíSa um aSsókn. Bíó-gestur Eg held, að það væri rétt, hréfrit- arar góðir, að gefa eiganda Nýja Bíó nokkurra daga tóm til þess að lag- færa það, sem þið hafið fundið að. En sjáist þess ekki merki, eftir. svona einn mánuð, að liann hafi látið sér segjast við það sem komið er, verðum yiS aS laka lxann alvarlega til bæna. Þórður Þögli Skvrsla bæjarstjóra (Framliald af 1. síðu). Hinsvegar var mér af skiljanleg- um ástæðum erfitt að vinna máli þessu fylgi innan annarra þing- flokka. Sat ég mig þó ekki úr færi um að hafa áhrif á þingmenn ann- arra flokka, er ég þekki persónu- lega. c) Hjá húsameistara ríkisins var bráðabirgðauppdráttur sá af sjúkrahúsinu, sem verið hefur hér til meðferðar í bæjarstjóminni, og sjúkrahúslæknir og bæjarverkfræð ingur gert sínar athugasemdir við. Húsameistari tjáði mér, að upp- dráttur þessi myndi aldrei hafa komið fyrir augu landlæknis. Ætti þó upptaka sjúkrahúsbygginga að vera sú, að bæjaryfirvöld í sam- ráði við læknir staðarins óskuðu eftir því við landlæknir, að hann mælti með því við heilbrigðisráðu- neytið, að það gæfi samþykki til byggingarinnar, og ráðuneytið fæli síðan landlækni að útvega teikn- ingu í samráði við húsameistara Þikisins. Með það fór ég til land- læknis. Óskaði hann eftir því, að ég skrifaði sér bréf um beiðni um leyfi til sjúkrahússbyggingar, sem ég og gerði. Innan nokkurra daga hafði landlæknir fengið leyfi heil- brigðismálaráðuneytisins fyrir byggingunni. En þegar til kom, reyndist land- læknir ekki allsskostar ánægður með uppdráttinn. Áleit hann ekki nægilega vel séð fyrir heppilegu fyrirkomulagi á uppdrættinum með tilliti til heilsuverndar. Á bráðabirgðauppdrættinum var gert ráð fyrir sömu stofunum fyrir heil- brigða og sjúka til ljóslækninga, berklaskoðunar o. þ. h. Vildi hann fá því breytt, en það krafðist þess, að taka varð um helming starfs- mannaherbergjanna af og leggja þau undir heilsuverndarstarfsem- ina. Er það tillaga landlæknis, að byggt verði sérstakt hús fyrir starfsfólkið. — Til þéssara-breyt- inga verður sem allra fyrst að taka afstöðu í bæjarstjórn í sam- ráði við sjúkrahússlæknirinn. d) Það munu fleiri bæjarfélög en Siglufjörður eiga erfitt með að standa við gerðar skuldbindingar í sambandi við kaupin á togurum þeim, sem fyrr'verandi ríkisstjóm lét smíða i Engiandi. Samkv. lög- um lánar ríkissjóður bæjarfélög- unum 75% af kaupverði þeirra, gegn 15% framlagi. Um það, sem þá er eftir, einn tiundahluta kaup- verðsins mun svo hafa verið ákveðið, að fjármálaráðherra skyldi ákveða, hvort ríkið bein- línis lánaði þá upphæð eða veitti bæjarfélögunum ríkisábyrgð fyrir þeim hluta. Nú mun fyrrverandi fjármálaráðherra hafa ákveðið, að þessi hluti yrði ekki lánaður, heldur aðeins veitt fyrir honum ábyrgð ríkisins. Kaupverð togar- anna mun nú vera orðið nálægt 3 millj. króna, og verða því bæjarfé- lögin að leggja fram þrem hmidr- uðum þúsundum meira en ella. í byrjun marz-mánaðar stendur til að halda í Reykjavík fund, þar sem saman verða komnir bæjar- stjórar nokkurra kaupstaða, ásamt lögreglustjóranum i Kefla- vík, og ræða um hvað unnt væri að gera af hálfu bæjarfélaganna til þess að fá ákvörðun fyrrv. f jár- málaráðherra breytt í það, að ríkið láni til togarakaupanna 85% í stað 75%. Álít ég nauðsynlegt, að Siglu fjörður leggi sitt lóð á metaskál- arnar með að fá þessu framgengt, og feli t.d. þingmanni kjördæmis- ins að mæta þar fyrir sína hönd. e) Áður en ég fór frá Reykja- n vík og að loknum samtölum mín- um við vitamálastjóra, var mér lofað mjög bráðlega bréfi um að hvaða niðurstöðum var komizt. — Það bréf hefur ekki borizt enn. Viðræður mínar við vitamála- stjómina og vitamálaráðherra varðandi hafnarmálin snerust eiuk anlega um eftirfarandi: 1. Skipulag innri hafnarhumr: Skipulag hafnarinnar að nortSao og vestan verður ákveðið í sam- ræmi við tillögur, sem ræddar voru á fundi hafnamefndar á s.l. hausti, og Þorlákur Helgason vitaverk- fræðingur var staddur á. Taídi vitamálastjóri engar hindranir vera í vegi fyrir að framkvæmdir gætu á þessum parti hafizt, Skipu- lagsins vegna, hvenær sem vssri úr þessu. 2. Möguleikar á að fá uppmokatur- skip: Svo sem kunnugt er, er vita- málastjómin nú að láta byggja í Englandi mikið og voldugt upp* mokstursskip, sem fyrir alllöngu er hlaupið af stokkunum og vænt- anlegt er í apríl-mánuði n. k. Lagði ég ríka áherzlu á að fá það skip til Siglufjarðar til bráða- birgðadýpkunar á innri-höfninni fyrir næstu síldarvert’íð, jaifnframt því að ég reyndi að fá loforð vita- málastjómarinnar fyrir skipinu að lokinni síldarvertíð næsta haust, svo að framkvæmdir gætu þá haf- izt þessvegna. Undir hvort tveggja var vel tekið, þótt ekki liggi fyrir nein bindandi loforð í þessu efni. Vitamálastjómin á í vök að verjast með þetta skip sitt þvi færri fá það en vilja, og er vont að sjá hver sigrar í því kapphlaupi. 3. Byrjunarframkvæmdh’ við innri-höfnina. Það er eindregin tillaga vita- málastjómarinnar að byrjað verði á hafnarmannvirkjunum að norðan 1 frá hafnarbryggju og vestur með landinu inn í krók og síðan suður með bökkum. I framhaldi af því verði svo byggður fyrirhugaður garður á leirunum með platningu og bryggjum að norðan. 4. Efni í fyrirstöðuvegg, Með tilliti til þess, að mjög erfitt er nú að fá keypt járo í fyrir- stöðuvegg og einnig þess, að til- tölulega lítið virðist vera af tré- maðk í Siglufjarðarhöfn, er það tillaga vitamálastjórnarinnar, að fyrirstöðuveggur innri • hafnar- innar verði úr tré aUt í kring. Lof- aði vitamálaskrifstofan aðstoð sinni við pöntun á því, strax og ákveðið hefði verið að hefjaet handa. Um öll þessi atriði varðandí hafnarmálin vænti ég að fá bréf vitamálastjóra mjög bráðlega, og verður þá hafnamefnd og bæjar- stjóm að taka um þau sínar ákvarðanir sem f jnrst. Gunnar Vagneeo* /

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.