Neisti


Neisti - 17.05.1947, Blaðsíða 1

Neisti - 17.05.1947, Blaðsíða 1
 NEÍ STI Útgefandi Alþýðuflokksfélag Siglefjarðar Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSSON Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 11. tbl. Laugardaginn 17. maí 1947 15» árgangur. Islenzka þjóðin á veéamótum Á styrjaldarárunum gerðu menn sér vonir um, að er þeim hildarleik lyki, mundu verzlunarviðsktipi þjóða í milli færast í annað og eðlilegra horf, og jafnframt að innilokunarstefna og haftastefna fyrirstríðsáranna mundi kveðin niður. Flestir gerðu sér vonir um, að tollmúrar mundu hverfa og hver þjóð og einstaklingur gæti lagt fram krafta sína til starfs og framleiðslu eftir því, sem bezt hentaði. íslendingar gerðu sér vonir um, að starfsorku þeirra yrði varið til framleiðslu á hollum og góðum mat, sem unnt er að fram- leiða hér á landi, og í stað þess fengju þeir aukin l'ifsþægindi og nauðsynleg hráefni til húsagerðar, iðnaðar og annars, sem þeim er nauðsyn á, til þess að unnt sé að lifa menningarlífi, En þetta hefur reynzt á annan veg. Ýmsar ef ekki flestar þjóðir , virðast enn, sem fyrir styrjöld, keppa að því að framleiða sem mest af öllu því, sem þær þarfn- ast, og er þannig sóað dýrmætu vinnuafli óg starfsorku til fram- leiðslu ýmissa vara, sem aðrir gætu framleitt ódýrar og betur, en látið sitja á hakanum að fram- leiða ýmsar þær vörur, sem ekki teljast til matarkyns, en eru þó nauðsynlegar, og tilfinnanlegur skortur þeirra. Þegar Island öðlaðist fullt sjálf- stæði, voru margir, sem litu með nokkrum kvíða til framtíðarinnar og voru uggandi um, að okkur tækist að afla fjár til allra þeirra hluta, sem lýðfrjálsu landi eru nauðsynlegir. Framsýnir menn og dugandi bentu á, að til þess að tryggja varanlegt sjálfstæði þjóð- arinnar yrði að skapa henni í fram tíðinni sem bezt og fullkomnust tæki til þess að nýta sjávaraf- urðir vorar, og aðra þá möguleika, sem sigla í kjölfar aukinnar fram- leiðslu og tækni á því sviði. Á þessum djarfhug og bjartsýni voru reist þau samtök, sem urðu þess valdandi, að ríkisstjórnin undir forystu Ölafs Thros, var mynduð haustið 1944. Alþýðuflokkurinn tók þátt í þeirri stjórn eftir að nokkrum skilyrðum hans hafði verið fullnægt, og þar á meðal því skilyrði, að 300 milljónum króna yrði varið til þess að kaupa ný tæki til framleiðslu sjávarafurða, betri nýtingu þeirra og jafnframt til aukinnar vélanotk. við landbún- aðarstörf. Reynslan hefur þegar sannað, að þetta skilyrði var nauð- synlegt, og jafnframt, að án þess er vafasamt hversu miklu fé hefði verið varið til þessara hluta. Eng- um dettur í hug að neita því, að djörf spor hafi verið stigin í tíð þáverandi stjórnar til lausnar Eins og öllum er kunnugt, sagði Þróttur upp samningum við vinnu- veitendur á síðastliðnum vetri. — Aðalorsök þess, að samningum var sagt upp að þessu sinni var sú, að á síðastliðnu sumri kom í ljós, ekki sízt við Síldarverksmiðjur rikisins, að ýmis ákvæði voru ekki nægilega skýr, og mátti leggja í þau misjafnan skilning. Enda var þess fullkomlega neytt af forráða- mönnum S. R. og reynt að ganga á rétt ver'kamannanna, þar sem möguleikar voru fyrir hendi. Það var engu líkara en framkvæmda- stjóri S. R. beinl'ínis setti sig út til þess að skapa ágreining og brjóta niður þann skilning, sem ríkti um samninginn, þegar hann var gerður vorið 1946. Virðist mörgum það hæpin gróði af for- ráðamönnum stórra fyrirtækja að nota hvert tækifæri til að ganga á rétt verkamanna sinna, og eitt er víst, að það hefir ek'ki borgað sig í þetta sinn, því einmitt þessi sí- fellda tilraun framkvæmdastjóra S. R. varð til þess að skapa á- greiningsatriði. Þróttur sá sér ekki annað fært en að segja upp þessum málum. En einhliða áróður ásamt vafasamri bjartsýni hafa leitt til þess, að fremur hefur skot- ist yfir að gagnrýna ýmislegt það, sem aflaga fór við þessar fram- kvæmdir. En það var aðallega óspilunarsemi og eyðsla við stofn- un ýmissa nytsamra fyrirtækja, og að sumu leyti skipulagsleysi í framkvæmdum, þar sem einstaka ráðuneyti gripu fram fyrir hendur þeirra, sem falið hafði verið að annast um framkvæmdir, og stund um jafnvel fram fyrir hendur rí'kis stjómarinnar allrar. Þetta hvortveggja hefur orsak- að það, að nytsöm fyrirtæki, sem að öðru leyti horfa til þjóðþrifa hafa reynzt svo dýr í stofnkostn- aði, að ekki er annað sjáanlegt en að þau verði baggi á framleiðslu komandi ára, nema sérstakar ráð- stafanir verði gerðar. Sumir halda þv'i fram, að sama sé hvað tækin kosti, bara, að þau séu til í land- inu. En þessir sömu menn gleyma (Framhald á 4. síðu) samningum, þó ekki hefði verið til annars en fá sett inn í samningana skýrari ákvæði um ágreiningsat- riðin. Vitanlega sigldi svo í kjöl- far þess, að fram komu kröfur um auknar kjarabætur, næturvinnu- taxti, hækkun á sértöxtum og fl. Þróttarmeðlimum datt ekki annað í hug, úr því þeir þurftu að segja upp samningum, en nota tækifærið og knýja fram auknar kjarabætur. Þrátt fyrir góða samninga á mörgum sviðum, var þó Þróttur á eftir '1 því atriði, að hér var eng- inn næturvinnutaxti. Var það mest af hlífð við S. R., að hér hafði ekki verið settur næturvinnutaxti fyrir löngu síðan, en þegar verka- menn sáu, að réttur þeirra var sí- fellt fyrir borð borinn, þegar tæki- færi voru til, sá hann enga ástæðu til annars en knýja fram þær kjarabætur, sem hann átti rétt á, miðað við önnur verkalýðsfélög á landinu. Aftur á móti var grund- völlur meðal félagsmanna um að fá grunnkaup hækkað ekki fyrir hendi, og tillaga, sem ég lagði fram um að fara fram á 10 aura grunnkaupshækkun á alm. taxta, var felld. Það virtist því svo, að verkamenn væru ánægðir með þann lið taxtans, og má það vel vera, að sú skoðun sé rétt, enda er taxti Þróttar sá hæsti á land- inu, hvað grunnkaup í almennri vinnu snertir. Á tilskildum tíma sagði svo Þróttur upp samningum og til- kynnti um leið stjórnum Vinnu- veitendafélags Siglufjarðar og S.R., að hann væri reiðubúinn til viðræðna um nýjan samning. Stjórn Vinnuveitendafélagsins tók þegar vel í málið, og gengu þeir samningar svo vel, að þeir voru undirritaðir 16. apríl, eða daginn eftir, að eldri samningarnir gengu úr gildi. Fengust inn 1 hann ákvæði um næturvinnutaxta yfir 10 mán- uði ársins eða frá 15. sept. til 15. júl'i. Næturvinna gildir frá kl. 10 á kvöldi til kl. 7 að morgni. Einnig fengust inn í hann ýms önnur ákvæði ,til hagsbóta fyrir verka- menn. Allt annað varð uppi á ten- ingnum hjá S. R. Formaður verk- smiðjustjórnar hefir undanfarið, þegar samningum Þróttar við verksmiðjurnar hefir verið sagt upp, haft það fyrir venju að láta það dragast von úr viti að hef ja samningaumleitanir við Þrótt; látið öll verk, bæði ónauðsynleg og nauðsynleg sitja í fyrirrúmi, að maður ræði nú ekki um velferð og flutningsmöguleika hans háttvirtu persónu. Það lítur helzt svo út, sem hann hafi með vilja verið að æsa siglfirzka verkamenn upp á móti sér, með þeirri tregðu, sem hann hefir sýnt í því, að ta'ka fullt tillit til aðstöðu þeirra gagnvart Síldarverksmiðjum ríkisins. Þetta varð einnig upp á teningnum 'i þetta sinn. Að vísu kom formað- urinn hingað stuttu eftir að samn- ingum var sagt upp, en hafði annaðhvort enga löngun eða tíma til að ganga frá samningum, og fór til Reykjavíkur aftur án nokkurs árangurs. Eftir ítrekaðar tilraunir tókst að fá hann hingað nokkru eftir að samningar runnu út, og var nú unnið að samningum með eðlilegum hraða, þar til að lokum tókst að komast að niður- stöðu, sem virtist viðunanleg lausn eins og á stóð. Skrifuðu báðir aðilar undir það samkomu- lag, ásamt loforði um, að leggja (Framliald á 4. síðu) K aupgjaldsmálin

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.