Neisti - 05.09.1947, Síða 4
4
NEISTI
Ætla nazistarnir í Sjálfstæðisflokknum að gera bandalag við
kommúnista ti að „útrýma" Aiþýðu- og Framsóknarflokknum ?
Nazistapeðið Stefán Friðbjarnarson boðar þetta í
ávarpi, sem hann flutti á skemmtifundi F.U.S.
og birtist í 15. tbl. Siglfirðings.
Hér í Sig'lufirði kemur engum
það á óvart þótt nokkrar ,,fínar“
taugar séu milli kommúnistanna
og hins einræðissinnaða hluta Sjálf
stæðisflokksins. Allir muna hina
nánu vináttu og baktjaldamakkið,
sem á sinni tíð var á milli Herter-
vigs-liðsins og kommúnista. Þá
gleyma menn ekki heldur hinum
tíðu launfundum, sem átt hafa sér
stað milli Kjartans Friðbjarnar-
»onar og Þórodds Guðmundssonar,
sennilega jöfnum höndum í sam-
bandi við verzlun og pólitik. Hinir
hyggnari meðlimir Sjálfstæðis-
flokksins og þeir þeirra, sem lýð-
ræðí unna hafa þó fordæmt þessa
samvinnu og samhug. Nú um skeið
hafa einræðisöflin aftur orðið ofan
:á í FUS, Siglufirði. Að vísu hafa
verið smá hnotabit milli þeirra og
kommúnistanna, en sennilega er það
gert til þess að dylja samvinnuna,
sem þessir aðilar vilja og þrá að
komist á þeirra í milli. En bert
kemur í ljós hvert stefnt er þegar
lesið er ávarp það, er Stefán Frið-
bjarnarson flutti 24. ágúst. s. 1.
Neikvæð eða jákvæð barátta.
Það hefur jafnan þótt harla
lítil háttvísi að veitast með dylgj-
um eða ósönnum áburði að félög-
um eða einstaklingum á þeim vett-
vangi, þar sem viðkomandi ekki
gefst kostur á að svara til saka.
Þetta lætur þó Stefán Friðbjarn-
arson sér sæma í nefndu ávarpi.
Ihugun hans um stjórnmálaval
æskumannsins er réttmæt. En á
val æskumannsins að byggjast á
neikvæðum upplýsingum um við-
•komandi flokk, upphrópunum,
röngum ásökunum, eða því hver
eru stefnumál flokksins, og hverju
hann hefur áorkað? Vissulega á
val æskumannsins að byggjast á
þvi sem jákvætt er. Að fara með
fleypur og draga fram einungis
það, sem að áliti þess sem hlutina
segir, er gagnlaust, andstyggilegt
og jafnvel svivirðilegt, bendir á
þvílíkan sora í hugsunarhætti, að
velhugsandi manni hlýtur að
blöskra að æskumaður skuli
geyma þv’ílíka hugsun, og ekki
fyrirverða sig fyrir að birta hana.
En einmitt ávarp Stefáns sýnir,
að enn er við lýði á íslandi, hugs-
unarhátturinn, sem allar þjóðir
hafa fordæmt seinustu árin. Hugs-
unarhátturinn um að upphrópan-
irnar dugi. Fullyrðingar og skamm
aryrði. Þeim flokkum, sem lýð-
ræði unna, beri að útrýma, en þeir
tveir, sem að einræði hníga eigi að
lifa og berjast um völdin. Það er
þetta, sem gerðist í Þýzkalandi
áður en nazistar komust til valda.
Kommúnistar og nazistar voru ein-
att sammála um það að vinna sam-
an gegn þýzka Sósíaldemókrata-
flokknum, þó að þeir væru ekki
sammála um neitt annað. Og nú á,
að dómi Stefáns, að útrýma Al-
þýðuflokknum, sem einn allra
flokka hefur þorað, -án nokkurrar
hræðslu eða undanlátssemi, við
sigurför nazistanna í byrjun styrj-
aldar, að láta í ljósi fylgi sitt við
lýðræðið og ósk um sigur þess. Að
vísu mætti spyrja Stefán: Var það
nauðsynlegt að tala svona illa,
svívirða og sverta Alþýðuflokkinn
og Framsóknarflokkinn, til þess að
ungir menn og konur, gætu komið
auga á þá hugsuðu yfirburði Sjálf-
stæðisflokksins, sem þeir félagar
vilja vera láta ? Ja, mikið má Sjálf-
stæðisfl. vera aumur!! ef þessar
aðferðir þarf með að afla honum
fylgis.
Hverju hafa flokkarnir komið til
leiðar og hver er stefnia þeirra?
Ofanritaða spurningu hlýtur
hver hugsandi maður að leggja
fyrir sig, ef hann ætlar að velja
milli flokka. Enginn skyniborinn
maður byggir ákvarðanir sínar á
því, hver hrópyrði eru um hönd
höfð eða hvort einhverjum and-
stæðingi detti í hug að kalla þenn-
an eða hinn lélegasta flokkinn.
Þessvegna hlýtur spurningin að
verða sú,' hverju hefur Alþýðu-
flokkurinn áorkað seinustu 30 árin.
I þessari litlu grein gefst ekki
tækifæri til þess að rekja þau um-
bótamál til neinna hlýta, eða held-
ur að grandskoða afstöðu Sjálf-
stæðisflokksins — sem reyndar
hefur heitið mörgum nöfnum á því
tímabili — til umbótamálanna. En
minnst skal aðeins hér á örfá stór-
mál: Afnám sveitaflutninga, lög
um hvíldartima sjómanna á botn-
vörpuskipum, rýmkun kosninga-
réttar niður í 21 árs aldurs, Slysa-
tryggingarlögin, orlofslögin, skipu-
lagningu afurðasölunnar, Alþýðu-
tryggingarlögin og yfirleitt aliar
þær stórkostlegu félagslegu um-
bætur, sem gerðar hafa verið hin
seinustu ár. En hver hefur verið
yfirleitt á hverjum tíma afstaða
Sjálfstæðisflokksins til þessara
mála? YFIRLEITT NEIKVÆÐ.
Og á móti mörgum þessum um-
bótamálum hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn barizt með oddi og egg. I
ágætri grein, sem hinn aldni frum-
herji alþýðusamtakanna, Svein-
björn Oddsson frá Akranesi, ritaði
nýlega og birtist í þessu blaði, var
bent á óheilindi Sjálfstæðismanna
í þessum efnum, andstöðu þeirra
áður fyrr, en breytingu, sem orðið
hefur á hinum síðari árum. Það
er skiljanlegt að Stefáni Frið-
bjarnarsyni finnist sárt að hugsa
til þessa, og þyki fyrirhafnarminna
að strika yfir allt, sem fortíðin
hefur að geyma, en afgreiða Al-
þýðuflokkinn aðeins með yfirborðs
mennsku og oflætishætti, sem
„fylgisminnsta, og lítilfjörlegasta
stjórnmáiaflokkinn.“ En stórmann
legt er það ekki, og bendir ekki
á sannleikselskandi sál, sem leitar
að þvi rétta, heldur á pólitískan
oflátung, sem þegar hefur skipað
sér sess í stjórnmálunum og ætlar
að vinna stóra vinninga með upp-
hrópunum og slagorðum, sam-
kvæmt þekktum en lítt virtum
fyrirmyndum úr stjórnmálaheim-
inum. Það hefur oft áður verið
reynt að vega Alþýðuflokkinn með
orðum. Hingað til hefur það ekki
tekizt, og það tekst ekki heldur,
þótt kommúnistum berist nú liðs-
styrkur frá hugsanabræðrum sín-
um innan Sjálfstæðisflokksins.
Hversvegna fara rangt með?
Tvennt nefnir Stefán í ávarpi
sínu, sem á að vera til lasts Al-
þýðuflokknum. Annað er útvegun
rólegra! embætta til handa flokks-
mönnum og hitt er að Alþýðuflokk
urinn hafi verið á móti stofnun
Lýðveldisins 1944, en þá kom hinn
allsbjargandi Sjálfst.fl. og tók for-
ystuna. Hvorttveggja er rangt. Er
hér með skorað á Stefán að sanna
ágang Alþýðuflokksins umfram
aðra flokka í rólegar stöður eða
opinber embætti, og það án verð-
leika þeirra manna, er embættin
hafa hlotið. Staðreyndir eru fyrir
hendi um allt að þvi tilbúning
oþinberra embætta, ef á hefir þurft
að halda fyrir flokksmenn annara
flokka. Frásögnin um að Alþýðu-
flokkurinn hafi barizt gegn lýð-
veldisstofnunninni er alröng, en
um undirlægjuhátt við Dani ætti
enginn Sjálfstæðismaður að tala
hátt, forsaga flokksins í þeim efn-
um er of kunn. Alþýðuflokkurinn
vildi að skilnaðurinn við Dani færi
fram lögum samkvæmt, og sam-
kvæmt lýðræðislegum venjum og
viðskiptum þjóða í milli. Þessa
sömu afstöðu tók fjöldi af beztu *,
og mestmetnu mönnum þjóðarinn-
ar, án nokkurrar afstöðu til póli-
tískrar flokkaskiptingar. Enda átti
þetta mál að vera og var hafið
yfir allar flokksskiptingu, þó að
minniháttar spámenn Sjálfstæðisfl.
hafi viljað gera það að flokksmáli.
Þessi stefna, hinna ýmsu mætu ♦
manna, sigraði. Með stofnun lýð-
veldisins og skilnaðurinn við Dani,
var farið að þeim hætti, sem þjóð-
inni varð til sóma. Og það var gert
með fullum stuðningi Alþýðufl., og
sú eina undantekning, sem var um
mann. sem er í Alþýðuflokkn-
um, var gegn vilja flokksins.
— Þetta er svo kunnugt og ný-
lega um garð gengið, og því mesta
furða, að þessi sjálfkjörni forystu-
maður FUS, skuli leyfa sér svo
grófa fölsun staðreynda sem hér á
sér stað. Sýnir það, að ekki er
svifizt að beita því vopninu, sem
óvönduðum hefur þótt vel duga
hingað til. En Stefán Friðbjarnar-
son ætti að athuga hverjir það 1
voru af þáverandi alþingismönnum
og hvar þeir voru í flokki, sem
gerðu þjóð sinni það til vansa, á
stofnhátíð lýðveldisins, að taka
ekki þátt í forsetakjörinu. Það
kynni þá að fara svo, ef hann er
sannur sjálfstæðismaður, að blett-
ur kynni að falla á þá flokka, sem
honum þóknast að telja ekki „lítil-
fjörlega.“
Til vamaðar
Ávarp Stefáns, sem gert hefur
verið að umtalsefni, ætti að geta
orðið þeim til varnaðar, sem vilja
taka þátt í pólitik eða umræðum
um stjórnmál á þann hátt, sem
sæmir siðuðum mönnum í lýðræðis
þjóðskipulagi. Vegurinn til þess, að
gera stjórnmálin sæmilega heiðar-
leg, er ekki sá, að ráðast með hróþ
yrðum og heiptyrðum að þeim, er
ekki eru til staðar, eða fara með
rangt mál og kveða upp sleggju-
dóma, en það er vegurinn til þess
að draga íslenzk stjórnmál enn
dýpra ofan í sorpið en þau nú eru,
og mun þó mörgum finnast sízt á
bætandi.
TIL SÖLU
Hvít emeleruð
KOLAELDAVÉL
Afgreiðslan vísar á.
STOLKA
óskast í vist á gott heimili á Akur-
eyri næstkomandi vetur. Upplýs-
ingar gefur Helgi Danielsson,
Laugarvegi 27, Siglufirði.