Neisti


Neisti - 11.10.1947, Side 1

Neisti - 11.10.1947, Side 1
Ábyrgóarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNBSSSON Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 21. tbl. Laugardagiiui 11. okt. 1947 15. árgangur. Skömmtunin þessu atriði brýn nauðsyn breyt- ingar á skömmtunarfyrirkomu- laginu, þótt aldrei væri nema fólki yrði það í sjálfsvald sett, hvort það vill kaupa efni eða tilbúinn fatnað út á fatnaðarskammtinn. — Márgar konur sauma sjálfar, og mun þykja það mjög óhagkvæmt að verða að kaupa tilbúinn fatnað fyrir sig og börnin. Þá fer það og heldur ekki leynt, að benzín- skammturinn þykir lítill og er það að sjálfsögðu sérstaklega tilfinn- anlegt fyrir atvinnubílstjóra, ef benzínskammtur þeirra reynist svo lítill að verulegt atvinnutjón hljót- ist af fyrir þá og mætti víst að raunalausu minnka enn benzín- skammtinn við eigendur lúxusbíl- anna, ef hægt væri á þann hátt að afstýra því. Skömmtunin, sem framkölluð er af svo alvarlegum gjaldeyrisskorti sem þeim, er við eigum nú í bili við að stríða, verður að sjálfsögðu aldrei framkvæmd án þess, að ýmis óþægindi hljótist af. En því meira er þá — þegar litlu er úr að spila — undir því komið, að út- hlutun þeirra birgða, sem til eru, (Framhald á bls. 3) Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun 'sína ungfrú Herdís Guðmunds- dóttir, skrifstofumær og Páll Páls- son skipstjóri. Neisti óskar hjóna- efnunum til hamingju. Fimmtugsafmæli. Frú Freyja Jónsdóttir, Suður- götu 49, átti fimmtugsafmæli 22. sept. s.l. Neisti flytur þessari ágætu alþýðulkonu hugheilar ham- ingjuóskir með afmælið og fram- t'íðina. Silfurbrúðkaup. Þann 8. þ.m. áttu þau hjónin Þórunn Sveinsdóttir og Jakob Einarsson, bólstrarameistari, Laug arveg 12, 25 ára hjúskaparafmæli. Neisti flytur silfurbrúðkaupshjón- unum beztu hamingjuóskir. Andlátsfregn. Þriðjudaginn 30. sept. s.l. varð Marvin Lárusson verkamaður bráðkvaddur. Marvins mun verða nánar minnzt í næsta blaði. Stjómmálaskúmum kommúnista illa tekið Viðskiptanefndin hefur nú ákveð ið skömmtun á ýmsum vöruteg- undum, og gekk hún í gildi við síðustu mánaðarmót. Skömmtun- in er eðlileg afleiðing þess, að gjaldeyristekjur okkar eru nú til þurrðar gengnar. 1 ágústmánuði s. 1. átti þjóðin ekki nema rúmar 30 millj. króna í erlendum gjald- eyri úr að spila til áramóta, en Vetrarstarf F.U.J. að hefjast Félag ungra jafnaðarmanna hóf vetrarstarf sitt í gærkvöldi með fundi í Gildaskálanum. Síðasthðinn vetur hélt félagið uppi öflugri félagsstarfsemi, enda hefur félagið ágætum starfskröft- um á að skipa. Ungir jafnaðar- menn í Siglufirði eru nú ákveðnir að auka starf sitt í haust og kom- andi vetri, enn meir en áður. Hugsjónir jafnaðarmanna geta skapað öllu fólki bjartari framtíð ef þær fá að rætast. Fram til starfs og baráttu fyrir þeim, siglfirzk æska! Miikill kv'iði er meðal verka- manna í bænum um atvinnuleysi hér í haust. Vegna aðgerðar stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, gengur hópur verkamanna at- vinnulaus þessa daganna. Annars er mikil vinna í bænum við íbúðar- húsa-byggingar, útskipun síldar, og hjá bænum, en þrátt fyrir þessa vinnu eru slæmarhorfurfyrir nóga atvinnu hér í haust. Á slikum tím- um dýrtíðar og verðbólgu er það fljótt að segja til sín á heimilum verkamanna, hvað stuttan tíma sem fyrirvinnan er atvinnulaus. venjulegur innflutningur á þeim tíma hefur numið um 170 milljón- um króna. Þá getur engum bland- azt hugur um það, að mjög rót- tækar skömmtunarráðstafanir hafi verið nauðsynlegar til þess að spara erlendan gjaldeyri og tryggja það að hver og einn fengi sinn skerf af þeim litlu vörubirgð- um, sem um verður að ræða í landinu til áramóta. Það er almennt viðurkennt, að skömmtunin á-maltvælum — korn- vorum og sykri — sé rífleg, en kaffiskammturinn mætti vera meiri, sérsaklega til blessaða gamla fólksins. Mestri gagnrýni sætir skömmtunin á fatnaði. vefn- aðarvöru og búsáhöldum. Þykir hún að vonum bæði kröpp og að ýmsu ekki heppileg. Erfitt mun fyrir margan erfiðismann, sem slítur miklum skófatnaði og vinnu- fatnaði, að komast af með skammt inn á þessum vörum og þarf að breyta þessu. Mjög bagalegt mun og kvenþjóð- inni þykja það, að geta ekki keypt sér efni í kjól vegna þess, hve lítill vefnaðarvöruskammturinn er og verða í þess stað að kaupa dýra, tilbúna kjóla, og þá meira að segja tvo í einu á sama stað. Virðist í Atvinnumálanefndir þær, sem starfa eiga á vegum bæjarins og Verkamannafél. Þróttar verða nú þegar að hefja samstarf til at- hugunar á atvinnuhorfum í haust og komandi vetri. Leita þarf upplýsinga hjá öllum atvinnurekendum í bænum um at- vinnu á vegum þeirra. T. d. þeirra, sem eiga hraðfrystihús — Síldar- venksmiðjunum og fl. — Neisti mun hlutast til um, að siglfirzkum verkamönnum gefist kostur á því, að fylgjast vel með þv'í, sem gerist í þessum málum. Umferðapredilkarar kommúnista hafa verið í yfirreið um landið að undanförnu. Áki þingmaður okkar Siglfirðinga hefur tekið þátt í þess- um predikunum. Fyrir stuttu hélt hann fund á ísafirði og hafði sér til aðstoðar Hauk Helgason. Er þeir kumpánar höfðu lokið ræðum sínum, kvaddi sér hljóðs Helgi Finnbogason verkamaður þar og veitti Áka maklega hirtingu fyrir framkomu hans og annarra kommúnista að undanförnu. Síðar á fundinum töluðu Bjarni Guð- mundsson sjómaður og Maris Þor- valdsson sjómaður, og deildu þeir mjög á Áka og stefnu hans í dýr- tíðarmálunum. Áka varð svarafátt og er Maris kvaddi sér hljóðs í annað sinn, kvað Áki, að það væri orðið svo framorðið og sleit fund- inum í flýti. Næsta dag boðuðu þeir félagar til fundar í Bolungavík, en á þeim fundi lýsti Áki yfir því, að engar almennar umræður yrðu, svo að fundarmenn fengu ekki málfrelsi. Áki var ekki lengur til viðræðna við sjómenn og verkamenn vestur þar, og' fannst mönnum lítið koma til kappans. Svipaða sögu er að segja frá öðrum þeim fundum, sem umferðapredikarar kommúnista hafa haldið úti á landsbyggðinni, t.d. má geta þess, að á fundinum, sem Þóroddur verkamaður og séra Sigfús héldu í Hofsós, mættu tveir menn, á Blönduósi 8 og Sauðárkr. 17. Islenzk alþýða er gripin kulda til þessara manna ,sem svíkjast af hólmi, þegar mest ríður á. Nú er kominn tími fyrir þá menn ,sem eru sannir sós'ialistar í Sósíalista- flokknum að taka fram fyrir hend- ur á réttlínu-kommúnistum. Nú er þörf á samstarfi allra sona og dætra íslenzku þjóðarinnar, en ekki sundrung og illindi. Hvora leiðina velur Sósíalista- flokkurinn? 1 gær fóru bæjarstjóri og Eyþór Hallsson til Kvíkur vegna væntan- legrar komu togarans þangað uni miðja næstu viku. Hætta á atvinnuleysi Atvinnumálanef ndir verkamannafélagsins og bæjar- ins verða nú begar að taka til starfa.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.