Neisti


Neisti - 11.10.1947, Page 4

Neisti - 11.10.1947, Page 4
4 NEISTI Trúðar í íslenzkum stjórnmálum Kommúnistar liér í Siglufirði gefa út gamansamt blað vikulega. Gamansemi blaðs þessa birtist að- allega í stórum fyrirsögnum yfir innantómum greinum. Ritstjóraskipti eru tíð við blaðið, enda erfitt að hafa ritstjórn blaðs- ins á hendi, því aö alltaf er verið að breyta um „línur“ og stangast á við staðreyndir. Sérstaka lipurð þarf ritstjórinn að ha'fa við það að snúa við staðreyndum og sann- indum eins og ritstjórar annara kommúnistablaða, — tileinka sér baráttuaðferðir — slíkar, sem þýzkt kommúnistablað lýsti einu sinni þannig: „Að nota lygina sem baráttutæki, eins og kommúnistar gera í dag- blöðunum, það er ekki að ljúga — það er bláköld nauðsyn —“ Hlutverk núverandi ritstj. Mjölnis Síðan kommúnistar urðu utan- gátta við myndun núverandi ríkis- stjórnar, hafa þeir hagað sér líkt og ölóðir menn. Þeir hafa farið í smiðju til hvers annars til þess að framleiða róg, blekkingar og á- lygar á núverandi ríkisstjórn landsins, þegar mest ríður á sam- starfi og einingu íslenzku þjóðar- innar. Aðal stjórnarandstöðu sína byggja þeir á ósvífnum blekking- um og lygum um afurðasölumálin, er þeir láta blöð s'in birta með stórum fyrirsögnum, svo sem Mjölnir er út kom 1. okt. s. 1. Þar gat m. a. að líta eftirfarandi undir- fyrirsögn: „Það er staðreynd, að hægt er að selja útflutningsvörur landsins fyrir miklu liærra verð en nú er gert. Það er eininig stað- reynd, að ríkisstjómin forðast við- skipti við beztu mark;aðslöndin.“ (leturbr. Neista). Hlutverk ritstjórans er svo að sníða grein eftir þessari fyrirsögn og sannfæra lesendur blaðsins um að t. d. Rússland vilji kaupa ís- ienzkar afurðir „miklu hærra verði en nú er gefið“ eða að ríkisstjórn- in forðist viðskipti við beztu mark- aðslöndin, svo sem Rússland. — Hvernig ritstjóranum tekst að fara með hlutverk þetta verða lesendur að dæma eftir þeim staðreyndum, sem eru fyrir hendi um þetta. Voniraar um mikla afurðasölu til Rússlands. Fyrir hér um bil ári síðan báru kommúnistar það út, að hægt væri að selja meiri hluta sjávarafurða okkar til Rússlands. Kom þetta m.a. fram hjá nefnd þeirri, sem Áki skipaði í byrjun þessa árs, skömmu áður en hann hrökklaðist úr r'ikisstjórninni. Nefndin átti að áætla útflutningsmagn og útflutn- ingsverð á sjávarafurðum í ár. — Gerði nefndin tillögur um að reynt yrði að selja Rússlandi hvorki meira né minna en 75% af allri saltfiskframleiðslunni, 50% af ís- fiskinum, allt að 20,000 tunnur af grófsöltuðum hrognum, allt að 1500 smálestum af hraðfrystum hrognum, allt að 1500 smálestum af hraðfrystum þunnildum, allt að 3000 smálestum af hraðfrystri síld, allt að 3000 smálestir af ísaðri síld, allt að 30,000 tunnum af saltaðri Faxa- og Austfjarðarsíld og allt að 250 smálestir af harðfiski. Vonirnar, sem brugðust Strax og núverandi ríkisstjórn settist að völdum skipaði hún fimm manna nefnd til þess að' fara í austurveg til samninga við Rússa. Það leið ekki á löngu eftir a.ö-. samnjnganefndin var komin austur til Moskva í febrúar, þar til hinar kommúnistísku blekkingar um mikla söluhorfur austur þar voru reknar út í veður og vind. Er skýrsla sú, sem samninganefnd- in lagði fram eftir heimkomu sina undirrituð af sérfræðingi komm- únista í utanríkisviðskiptum, Ár- sæli Sigurðssyni meðal annara ó- rækust sönnun þess. Þar segir: „f fyrstu tóku þeir (þ.e. Rússar) því ekki alveg f jarri að kaupa salt- fisk, en nefndu firna lágt verð, 235 dollara fyrir smálestina- Þá var það sagt enn til athugunar, hvort þeir hefðu yfirleitt áhuga fyrir kaupum á þessari vöru. Loks er ákveðið svar fékkst var það þvert nei.‘‘ (leturbr. hér). Á sama hátt fór um flestar þær afurðir aðrar, sem boðnar voru — ísaðan fisk, ísaða síld,' hraðfrysta síld, hraðfryst hrogn, hraðfryst þunnildi, harðfisk og Austfjarða- s'íld. — Sölumöguleikarnir á þess- um vörum austur í Rússíá reynd- ust heilaspuni einn'. Samningar náðust aðeins um sölu á allt að 15000 smálestum af síldarlýsi, allt að 10,000 smálestum af hraðfryst- um fiski, þó svo aðeins að Rússar fengju með hverri smálest af hon- um, hálfa aðra smálest af síldar- lýsi, eins og oft hefur verið sagt frá. Ennfremur var Rússum selt 1000 tunnur af Norðurlandssíld og 2500 smálestir af þorskalýsi. Þess- ar staðreyndir eru á annan veg en Mjölnir vill vera láta, er hann segir að ríkisstjórnin „forðist viðskipti við beztu markaðslöndin.“ Kommúnistanum Ársæli Sigurðs- sjtií stefnt gegn staðrejuidum Mjölnis. — „Það er staðreynd, að hægt er að selja útflutningsvörur landsins fyrir miklu hærra verð en nú er gert.“ (Mjölnir 36. tbl. 1947). Það reyndist ekki alveg eins létt og kommúnistar höfðu talið mönn- um trú um, að fá hjá Rússum það háa verð fyrir afurðirnar, sem við þörfnuðumst. í skýrslu samninga- nefndarinnar segir frá þvi, að mik- ið hafi verið þjarkað um verðið á hraðfrysta fiskinum og hefði Rúss- um verið á það bent,.hve nauðsyn- legt Islendingum ,það væri, vegna ríkisábyrgðarinnar á fiskverðinu að fá tilskilið verð fyrir hann. Um þetta segir svo í skýrslu samninga- nefndarinnar, sem undirrituð var m.a. af Ársæli Sigurðssyni fyrrv. form. Sósialistafélags Reykjavík- ur, en hann er sérfræðingur komm únista í utanríkisviðskiptum: — „Ekki hafði þetta mikil áhrif á viðsemjendur okkar. Þeir sögðu sem góðir kaupmenn, að þeir gerðu kaup j>ar, sem þau væru hagkvæm- ust. Við yrðum að vera samkeppn- isfærir um verð, ef við viklum selja. Verðlagsmál á Islandi þótti þeim vera vandi stjórnar okkar en ekki ráðstjórnarinnar í Moskvu!“ (Leturbr. hér). Þetta, sem kommúnistinn Ársæll Sigurðsson og félagar hans hafa eftir viðskiptafulltrúum Rússa er í fullu samræmi við algild viðskipta- lögmál þjóða á milli og er þv'i ekki sett hér fram Rússum til hnjóðs, heldur til þess að sýna þann skrípa leik, sem stjórnmálaskúmar komm ) únista leika þessa dagana, Pólitískir trúðar Við lestur þessárar greinar og samanburður á því, sem Mjölnir kalla staðreyndir í afurðasölumál- unum, kemst lesandi í raun um hverskonar mönnum hinn svo- kallaði Sósíalistaflokkur — Sam- einingarfl. alþýðu — hefur á að skipa. Kommúnistar eru orönir upp vísir að því, að hafa haft i frammi við þjóðina svívirðilegar blekking- ar enda andar kalt til þessara manna frá alþýðu þessa lands, því að þeir hafa sýnt að undanförnu, að þeir láta hag eigin þjóðar í léttu rúmi liggja. Þeir eru trúðar ' í íslenzkum stjórnmálum. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar AÐALHEIÐAR TÓMASDÓTTUR F.h. ættingja Sigurlaug Tómasdóttir Kristján Tómasson Stórmerkur skóla- maður hættir störfum Sigurður Guðmundsson, skóla- meistari við Menntaskólann á Akureyri hefur fengið lausn frá embætti frá 1. des. n.k. að telja. Hinir fjölmörgu Siglfirðingar, er stundað hafa nám við Mennta- skólann á Akureyri, standa í mik- illi þakkarskuld við Sigurð skóla- meistara og konu hans, frú Hall- dóru Ölafsdóttur. Um aldarfjórð- ungsskeið hefur Sigurður skóla- meistari stjórnað skólanum af mikl um skörungsskap, svo að seint mun sæti hans skipað. Hinir fjöl- mörgu Siglfirðingar, er átt hafa börn sín undir handleiðslu þeirra skólameistarahjóna munu minnast þeirra með virðingu, er seint fyrnist. Emailleraðir Pottar Kasserollur Bakkar mjög ódýrt. Hannes Jónasson Öruggt fyigi brezku jafnaðarmanna- stjórnarinnar Tuttugu aukakosningar hafa farið fram í Bretlandi síðan brezki Alþýðuflokkurinn vann stórsigur sinn 1945 og hefur hann unnið þær allar. Þess eru engin dæmi fyrr á Bretlandi, að stjórnmálaflokkur hafi reynzt svo sigursælLí auka- kosningum. Venjan hefur verið, að stjómarandstæðingum veitti betur x. í þeim. Franskur fréttaritari hefur látið þau orð falla, að slíkir kosn- ingasignar brezku Alþýðuflokks- stjórnarinnar bæru vott um mikla lýðhylli hennar. HROSSAKJÖT verður selt í sláturhúsinu í dag og, til næsta þriðju- dagskvölds. Kjötbúð Siglufjarðar

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.