Neisti - 25.10.1947, Síða 1
NEISTÍ
tJtgefandi Aiþýðuflokksfélag
Siglufjarðar
Ábyrgðarmaður:
ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSSON
Sigluf jarðarprentsmiðja li. f. 22. tbl. Laugardaginn 25. okt. 19'/7 15. árgangur.
'V
Siglfirdíngar fagna komu Ellida
Er fram líða stundir mun 19. okt. marka tímamót í atvinnusögu Sigluf jarðar. Aldrei hafa Siglfirðingar
fagnað jafn innilega komu nokkurs skips, sem nýsköpunartogarans okkar Siglfirðinga, Elíiða, er hann
fánum skreyttur og glæsibúinn lagðist upp að Hafnarbryggjunni sunnudaiginn 19. okt. s.l. kl. 6 síðd. —
Móttökuathöfnin hófst með söng Karlakórsins Vísis. Gunnar Jóhannsson, forseti bæjarstjórnarinnar og
j Gunnar Vagnsson bæjarstjóri fluttu þar ræður. Mikill mannfjöldi var þar saman kominn. Um kvöldið
hélt bæjarstjórn kaffisamsæti í Sjómannaheimilinu. Var hóf þetta hið virðulegasta í alla staði og til sóma.
RÆÐA BÆJARSTJÓRA
Allt frá upphafi tímanna hefur
maðurinn, hinn svokallaði herra
jarðarinnar, orðið að sætta sig við
það hlutskipti, að þurfa að neyta
brauðs síns í sveita síns andlitis.
Þrátt fyrir yfirburði sína ýfir
aðrar lífverur jarðar, þrátt fyrir
vizku sína og alla andlega hæfi-
leika umfram dýr merkurinnar,
hefur hann þó enn ekki komizt á
það stig að þurfa ekki að heyja
baráttu fyrir daglegu brauði. —
Þannig hefur þetta verið, og ekk-
ert bendir til, að framtíðin beri
nokkuð það í skauti sínu, er breyti
þessu iifslögmáli. Hitt er þó jafn-
víst, að maðurinn hefur á hinum
v ýmsu tímum staðið mjög misjafn-
lega vel að vígi í baráttu sinni við
náttúruna. Náttúrun er nízk þrátt
fyrir alla auðlegð hennar og hún
sleppir ekki gæðunum, nema fyrir
þeim sé haft. Hún krefst þess, að
maðurinn beiti andlegum og líkam-
legum hæfileikum sínum til þess
ýtrasta, við að afla sér lífsviður-
væris, og hún launar líka þeim,
( sem bera sig eftir björginni, eins
1 og hún refsar þeim, sem draga af
sér. Þetta hefur reynzlan kennt
manninum, og hún hefur líka
kennt honum að nota vitsmuni
sina jafnframt hinum líkamlegu
hæfileikum í viðleitninni tii sjálfs-
bjargar. Þetta hefur m.a. birzt í
því, að maðurinn öðlaðist þann
hæfileika að nota tæki í lífsbar-
áttunni.
f Mjór var sá vísir hinnar miklu
framþróunar, þegar okkar fyrsti
forfaðir lærði þá list, að taka upp
stein og varpa að bráðinni. Hann
hefur kannske ekki hæft í fyrsta
skipti, en óðar en varði, sá hann,
að hið ófullkomna tæki, óunninn
steinninn, gripinn af jörðinni,
mátti nota með góðum árangri.
Við vitum ekki hversu margar
aldir eru liðnar síðan þetta gerðist,
en hitt vitum við, að hendingin,
sem réði því, að frummaðurinn
lærði að beita vopni, er orsökin til
þess, að það eru mannverur, sem
hlutskarpastar urðu um yfirráðin
yfir okkar jörð-
En nú byggja jörðina menn, sem
láta sér ekki nægja, að beita frum-
stæðum tækjum í lífsbaráttunni,
þvi notkun hinna frumstæðu tækja
frummannsins varð orsök þess, að
hann fór að brjóta heilann um,
hvort ekki myndi mögulegt að búa
til önnur fullkomnari. Það leið
heldur ekki á löngu, áður en það
tókst, og síðan hefur hver upp-
fyndingin rekið aðra. í dag gefst
ykkur, góðir samborgarar, að sjá
eitt hið fullkomnasta tæki oikkar
tíma, sem notað er af nokkurri
þjóð, íbúum til lífsbjargar, tæki,
sem er að því leyti hliðstætt hinu
frumstæðasta vopni, að hvort-
tveggja eru til þess fallin, að vera
vopn í lífsbaráttunni. En hversu
stó.rfenglegur er mismunurinn! —
Hvílikar undraverðar framfarir
hafa hér átt sér stað! En allt um
það er þó eðlismunurinn ef til vill
síst minni en kemur fram í ytra
útliti. Það hefur sem sé gerzt, að
tækið er til orðið og því beitt af
samstilltum átökum margra ein-
staklinga, með það að markmiði,
að fullnægja sameiginlegum þörf-
um þeirra allra. Það dýrðlega hef-
ur skeð, að mönnum hefur lærzt
að sameina kraftana, fella þá sam-
an við orku vélarinnar til þess að
auka afköstin, til hagsbóta fyrir
heildina. Nú berst maðurinn ekki
einn; verkið verður léttar unnið af
mörgum höndum. En vandinn hefir
ekki minnkað við það. Nú reynir á,
að hver hlekkur haldi, að hver
einstaklingur í keðjunni geri
skyldu sína. Einn ónýtur hlekkur
í akkerisfestinni getur stofnað
skipi og mönnum í hættu. Alveg á
sama hátt getur starf ákveðins
hóps manna verið gert ónýtt ef
einn úr hópnum bregzt, dregur af
sér, hl'ifir sér á kostnað samverka-
mannanna. Þetta hefur reynslan
og tæknm líka kennt okkur og
eftir því ber að breyta, vera á verð-
inum og sofa þar ekki, Skilja hlut-
verk sitt, framkvæma það, sem
fyrir er lagt og miðar að öruggum
árangri af samstarfinu.
Góðir áheyrendur!
Hér hafið þið fyrir ykkur eitt hið
glæsilegasta tæki, sem okkar þjóð
hefur eignazt í harðri og strangri
lífsbaráttu við eld og ísa í nær
1100 ár, og hið fyrsta af þessari
tegund, sem íbúar þessa kaupstað-
ar hafa eignazt. Þeim ber að þa'kka
sem haft hafa forgöngu fyrir
smíði þessá skips. Einnig ber að
þakka, að Siglufjarðarkaupstað
var gefinn kostur á að ganga inn í
kaup á því, og að í þau kaup var
ráðizt. í kaupin var a'f bæjarins
hálfu ráðizt í öruggu trausti þess,
að verið væri að stíga heillaríkt
spor í áttina til aukinnar velmeg-
unar fyrir íbúa kaupstaðarins. í
öruggu trausti þess, að frá Siglu-
firði væri ekkert s'iður en frá öðr-
um kaupstöðum og kauptúnum á
landinu, hægt að gera út togara,
og þá þeim mun frekar, sem hér
var um að ræða hina fullkomnustu
gerð fiskiSkipa, sem til þessa lands
hefur komið-
Siglfirðingar, allir sem einn,
óska þess, að þær vonir, sem við
þetta skip eru tengdar megi ræt-
ast. Sjórinn hefur lengst af fært
Siglfirðingum,i eins log öðrum ibúum
(Framhald á 4. síðu).
Velkominn Ellidi
Elliði, velkominn hingað til hafnar,
heilsar þér lýður með f agnaðarsöng.
Fóru um þig mjöklega faðmlögin Drafnar?
Féll þér vel skriðið í bylgnanna þröng ?
Þáttur einn ertu í farsælli framtíð,
faðma þig vonir um batnandi hag,
vertu til blessunar sérhverri samtíð,
sólgeisli bæjar hvern einasta dag.
Heillir þér fylgi um hafið ið breiða,
hrynjandi öldur ei færi þér grand,
fá þú, um ártugi, götuna greiða
gjafmildu af haf i, að bryggju við land.
H. J.