Neisti


Neisti - 28.11.1947, Page 2

Neisti - 28.11.1947, Page 2
* NEISTI 1! aur* -NEISTI- Útgefandi: Alþýðuflokksfél. Siglufjarðar Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSON Afgreiðslumaður: Sigurður Ámason Blaðið kostar kr. 15,00 árg. Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. Hvað er að gerast. Um heim allan magna nú kommúnistar áróður sinn gegn jafnaðarmönnum. Svipaða sögu er að segja af starfsháttum kommúnista fyrir styrjöldina. — Þeir neituðu samstarfi við jafn- aðarmannaflokk Þýzkal. gegn nazistum og einheitlu sér í þess stað engu minna gegn jafnaðar- mönnum og nazistunum. Frægt er samtal það, sem fram fór hinn 23. febr. 1933 í Berlín, er fundur var haldinn í prússneska þinginu, — milli jafnaðarmannsins Brau- er og Ernst Torgler, foringja þing mannáflokks Kommúnista. — Bauer gekk að Torgler og sagði: „Torgler, klukkuna vantar fimm mínútur í tólf. Þér sjáið hverjg framvindur í landinu. Ætlið þér nú loksins að taka sönsum og vinna með okkur?“ Torgler svaraði: „Það dettur okkur ekki í hug. Nazistarnir verða að komast til valda. Að fjórum vikum liðnum hefur all- ur verkalgðurinn sameinast und- ir forustu Kommúnistaflokks Þgzkalands. Nokkrum dögum síðar hitti Bauer háttsettan stjóirnmála- mann frá Rússlandi, í Hamborg og lagði Bauer fyrir hann sömu spuminguna. Rússinn svaraði á þessa leið: „Nei, þeir (nazistarn- ir) verða að taka völdin, svo áð þessari löngu baráttu verði ein- hverntíma lokið. Eftir fjórar vik- ur hafa kommúnistarnir forustu alls verkalgðs á hendi." Við vitum öll hvemig fór, — Þýzkaland varð að villibráð naz- istanna. — Kommúnistar virðast nú, um heim allan, ætla að taka virkan þátt á móti jafnaðarmönn- um með afturhaldinu. — Er skemmst að minnast þess, hvernig norski kommúnistaflokkurinn réðst að jafnaðarmönnum fyrir að svíkja sósíalismann, á sama tíma, sem borgaraflokkamir réð- ust að honum fyrir að fram- kvæma sósíalismann. En bezta dæmið um asnaskap kommúnista er framkoma þeirra í Frakkl. 1 stað þess að eiga samleið með jafnaðannönnum mögnuðu þeir verkfallsöldu móti stjórn Rama- diers og gerðu honum alll til iniska, sem þeir gátu, og kölluðu jafnaðannenn svikara og sósíal- fasista. Afleiðingarnar verða þær, að þeir þjöppuðu afturhaldinu enn fastar saman en áður, sem að lokum birtist í kosningasigri íhalds de Gaulle,. hershöfðingja. Er frönsku kommúnistarnir sáu kosningasigur de Gaulle, hétu þeir á jafnaðarmenn til sam- starfs gegn afturhaldsfglkingu de Gaulle. — Stuttu á eftir fór jafnaðarmaðurinn Ramadier fram á traust-yfirlýsingu fyrir stjórn sína. Nú hefði mátt búast við, að kommúnistar hefðu stutt jafnaðarmanninn eftir fyrri á- skoranir Jieirra um samstarf við jafnaðarmenn, eða setið hjá. En heilindin um samstarf voru ekki mikil. Þeir greiddu atkvæði á móti stjórninni ásamt öðrum aft- urhaldsflokkum. — Nákvæmlega það sama skeði á landsþingi Prússlands 1930 er kommúnistar greiddu atkvæði með nazistum, til þess að stcypa stjórn jafnaðar mannsins Brauns og afhentu þar með völdin í hendur nazistum. Er ekki eitthvað svipað að gerast í Frakklandi? Það eina, sem getur bjargað mannkyninu frá ofbeldi nazist- ana til vinstri og hægri, frá stríði og hörmungum, er styrkur alþýð- unar og verkalýðsins við jafnað- arstefnuna. Alþýða og verkalýður Noregs og Danmerkur hefur hafn að kommúnistum og afturhald- inu, en fylkt sér um jafnaðar- mannaflokkinn. Hér á Islandi ein beita komniúnistar sér gegn Al- þýðuflokksmönnum, er þeir hafa stjórnarforustuna á mestu erfiðis tímum er yfir þjóð vora hefur komið, aðeins til þess að tryggja álþýðunni að ekki verði gengið á rétt hennar. 1 stað þess að styðja jafnaðarmennina ráðast þeir á þá og styðja á þann hátt aðstöðu borgaraflokkanna í rikisstjórn- inni. Islenzk alþýða verður nú að sameinast um Alþýðut'lokkinn, því að kommúnistum er ekki til neins treystandi nema til ]iess að auka afturhald og' koma á horg- arastyrjöld. Jafnaðarstefnan er hinn lýsandi viti út úr myrkri haturs og fátæktar, er nú þjáir mannkynið. Bréf Fyrirspurnir Stutt svar til formanns Mjólkurbúsnefndar bæjarins - Ferð niður í ríki - Móðir skrifar Stutt svar til formanns M jólkurbúsnefndar. Það eru rúmar þrjár vikur siðan að I'orm. Mjólkurhús- nefndar bæjarins, Gunnar Jó- hannsson sendi mér kveðju sína í Bæjarmólapósti komm- únistablaðsins, ásamt nokkrum vafasömum ástæðum mjólkur- búsnenfdarinnar fyrir þvi, að opna ekki Hólsbúðina kl. 8,30 á morgnana, eins og allur al- menningur i bænum óskar eftir. Eg hei'ði eigi hirt um það að svara þessum vesæla grein- arstúf formannsins, ef hann hefði ekki kvöldið áður en klausan hans birtist í Mjölni, tjáð einum blaðnefndarmanni Neista þau tiðindi, að hann einn hefði verið með því í nefndinni að mjólkurbúðin yrði opnuð kl. 8,30, en aðrir nefndarmenn lagst á móti því. Þá var ekki um brot á bæjar- samþykktinni að ræða eða agn- úarnir, sem form. upplýsti í Bæj armálapóstinum forðum. Nú verður að spyrja: Er það vegna ]>ess, að ég minnist á þetta í dálkum mín- um og birtir bréf frá neytend- um um þetta mál, að mjólkur- búsnefndin skellir skollaeyr- um við þcssari rödd almenn- ings í bænum. Eg óska eftir svari háttvirtrar nefndarinnar allrar, en ekki i'ormannsins sér staklega, þar scm hann hefir tjáð sig fylgjandi að búðiii væri opnuð kl. 8,30 en gengur svo fram fyrir skjöldu og finnur því allt til foráttu. Eg skora á mjólkurbúsnenfdina enn einu sinni að l'ara eftir rödd, verka- mannanna, kvennanna, og hinna >Tnsu, er ]iurfa að kaupa mjólk i Hósbúðinni og opna búðina kl. 8,30 eða 8,45. Við bíðum svars. Ferð niður í ríki. Fyrir ekki all lörigu síðan lagði ég leið mína niður í S.R. Bræðslu var þá nýlokið í S.R.’46 en S.R.N. nýlega byrjuð Verkamennirnir þar voru glað- ir og reifir -—í sjöunda himni ( yfir sunnansíldinni. þeir unnu störf sín hratt og örugglega. Það er fátt jafn gaman að sjá sem verkamenn starfsglaða og prúða. Þetta er aðall hverrar þjóðar. En samt var ekki allt í lagi þarna. Verkamennirnir voru óánægðir með það, að geta ekki farið í hað að lokinni vakt. Kváðu þeir síldarlyktina svo mikla af fötum sínum, að ]ieir væru alls ekki í húsum hæfir, er þeir kæmu heim af Vöktunum. Þetta með baðleys- ið í S.R. er ófyrirgefanlegur trassaskapur af stjórn S.R. að hlutast ekki lil, að l)öð verk- smiðjanna séu i lagi og verður að kippa þessu í lag hið snar- asta. Ennfremur væru verk- smiðjurnar ekkert of góðay til ]iess að útvega verkamönnum sínum grænsápu til þvottar á vinnufatnaði })eirra. Eg vil al- varlega ráðleggja forráða- mönnum S.R. að ráða bót á baðleysinu. A næstunni mun ég taka mér aðra ferð niður í ríki (ekki upp í ríki) til þess að spjalla við vini mína, verkamennina þar. Móðir skrifar: Kæri Þórður! Eg þaklca þér kærlega fyrir dálka þína. Þeir virðast vera ágætir til þess að koma liinu og þessu á fram- færi, sem annars yrði látið kyrrt liggja. Viltu Þórður minn koma þeirri óánægju minni á framfæri við kennara barna- skólans, að þeir megi alls ekki halda. börnum eftir, þegar há- degísverður er kominn. Það hefir komið fyrir eitt harn- anna minna, að það hefir eigi verið komið í hádegisverðinn, er klukkuna vantaði 20 mín, í eitt en varð svo að vera komið aftur í skólann kl. 1. Án efa gerir kennarinn þetta í góðum tilgangi, en þetta má alls ekki ske í matmálstíma barnanna. Þetta verða kennarar og skóla- stjóri barnaskólans að athuga og koma í veg fyrir. • Með þökk fyrir birtinguna. Þórður minn. M óðir. „Nítján eru eftir, þá náð hefi ég þér.“ Frásögn Mjölnis af fundi í Æ.F.S. nýlega minnir skemmtiega á skopsöguna af karlinum, sem hugðist á rjúpnaveiðum mundi veiða 20 rjúpur og varð það að orði, er hann sá þá fyrstu tilsýndar: „Nítján eru eftir þá náð hefi ég þér.“ Það skoplega skeði sem sé, að karlinn náði aldrei fyrstu rjúpunni. — Hinsvegar hermir Mjölnir, að Æ.F.S.-félagar hafi sett sér það „glæsilega takmark“ að útvega 100 nýja áskrifendur fyrir áramót að tímariti ung- kömmúnista, „Landnemanum“. En ÆFS-félagar slógu karlfausldnum við, því samkv. frásögn Mjöln- is „vantaði að fundi loknum 95 áskrifendur til að markinu verði náð.“ Menn taki eftir, að hlutföllin í óskatölunum eru þau sömu!

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.