Neisti - 28.11.1947, Side 4
•MBWWJPW*''!
N E I S T I
"TBWW
' KVENFEitGIB VON 31 kU
I tilefni af 30 ára starfsafmæli
Kvenfélagsins „Von“ sneri tið-
indamaður blaðsins sér til núv.
formanns féiagsins, frú Guð-
rúnar Björnsdóttur, og átti við
hana viðtal um starfsemi félags-
ins frá upphafi og til þessa dags.
— Hvenær var kvenfélagið
stofnað, og hver var aðal hvata-
maður þess.
— Fél. var stofnað 13. nóv. 1917
í barnaskólanum; áður hafði
verið haldinn undirbúningsfund-
ur og þar samþ. drög að lögum
fyrir félagið. Indiana Tynes beitti
sér mest fyrir stofnun félagsins
og var kosin fyrsti form. þess.
Kristin Pálsdóttir frá Höfn var
fyrsti ritari, en Anna Vilhjálms-
dóttir fyrsti gjadkeri.
— Hvað voru stofnendurnir
margir og hver er meðliinatala
þess nú?
— Félagið var stofnað með 50
meðlimum og af þeim eru 16 enn
í félaginu, þó eru 3 konur af
þessum 16 nú búsettar annars-
staðar, en þær halda samt tryggð
við félagið, og senda árstillög sín
skilvíslega. Félagar ervt nú rúml.
eitt hundrað.
— Hver var tilgangurinn með
sfofnun félagsins?
— Tilgangur félagsins var, —
einsog stendur í logunum — að
hjálpa bágstöddum, styðja ýms
menningarmál og efla andegan
þroska meðlimanna.
Höfuðáherzlan var lögð framan
af á fátækrahjálpina, enda var
þörfin þá meiri en nú. Þá var
engin hjúkrunarkona í bænum,
ekkert sjúkrahús, og engar al-
mannatryggingar. Félagið veitti
mörgum sjúkrahjálp; fyrst og
fremst sængurkonum, me ðþví
að senda þeim tilbúinn mat með-
an þær lágu á sæng. Oft var líka
nærfatnaði og rúmfatnaði útbýtt
til sjúklinga, og nokkrir styrktir
með peningagjöfum. Mjög mikið
af fatnaði var jafnan sent á fá-
tækustu barnaheimilin fyrir jól-
in. — Jólatrésskemmtanir fyrir
börn hélt félagið á hverjum vetri
í mörg ár, eða þangað til að farið
var af öðrum að koma á fót
margvislegum skemmtunum
fyrir börn, og félagið tadi þá
heppilegra að vinna fyrir bömin
á annan hátt. — Gamalmenna-
skemmtun hefir félagið haldið á
hverju ári síðan 1920.
tekna til alls þessa?eetaoinnnnn
— Hvernig aflaði félagið sér
tekna til alls þessa?
Því barst nú stuðningur víða
frá: Spilaklúbbur í verzlunar-
mannafélaginu sendi nokkrum
sinnum dálitla fjárhæð til barna-
skemmtananna; nokkrir einstakl-
ingar gerðu slíkt hið sama ótil-
kvaddir, en stærstu fjárupphæð
ina fengum við fyrsta veturinn
frá Chr. Möller, sem bauð fé-
laginu að syngja fyrir það til
ágóða fyrir starfsemi þess. Fékk
félagið 221,75 í hreinan ágóða
af jieirri söngskemmtun. Voni
það miklir peningar í þá daga,
en hvorttveggja var líka, að fólk
var fúst að styrkja kvenfélagið
og söngvarinn afburðavinsæll. —
Var þetta í fyrsta en ekki síðasta
sinn sem hann lagði kvenfélaginu
gott lið. — Svo saumuðu félags-
konur öll föt, sem útbýtt var,
og lögðu til mikið af efnum, bæði
nýjum og gömlum.
Við höfðum Hjálpræðishers-
húsið til fundarhalda fyrsfca vet-
urinn og saumuðum þar, og síðar
í norska sjómannaheimilinu. En
eftir 1920 fékk félagið fastan
. samastað fyrir fundi sína og aðra
starfsemi hjá Guðlaugi Sigurðs-
syni skósmið og konu hans, —
Petrínu Sigurðardóttur, þangað
til kvenfélagið byggði sitt eigið
hús 1926. Aldrei tóku þau hjónin,
Petrína.og Guðaugur einn eyri í
húsaleigu. Var frú Petrína með-
limur félagsins og vannan jafn-
an fyrir það af dæniiafárri ósér-
plægni.
Allmiklu fé hefir félagið jafn-
an safnað með ýmiskonar
skemmtisamkomum, hlutavelt-
um og bþgglauppboðum.
— Þið byggðuð Sjómanna- og
gestaheimili Siglufjarðar. Sumir
kalla það ennþá kvenfélagshúsið?
— Já, við réðumst í jiá bygg-
ingu 1926, en þó aðeins nokkurn
hluta hennar. Byggingin var af
vanefnum gerð, en j)ó kunnum
við vel við okkur ]>ar og áttum
þar marga ánægjulega stund.
1936 var ráðist í að stækka húsið
tallverulega. Varð sú viðbót
nokkuð dýr, en fjárhagurinn of
þröngur til þess að gera húsið
svo vei úr garði, sem þurfti til
þess að hægt væri að reka j)að
sem samkomuhús. — Orka fé-
lagsins fór öll í að standa straum
af byggingarkostnaðinum, svo
lítið varð j)á í bili um aðra starf-
semi, enda aðstæðurnar svo
breyttar, að þörfin var ekki á
sömu sviðum og áður. Þörfin var
aftur á móti orðin knýjandi að
koma upp dagheimili fyrir börn,
en það var málefni, sem kvenfé-
lagið hafði haft á döfinni allengi,
en átt með það í tilfinnanlegum
örðugleikum, vegna skorts á
heppilegum dvalarstað. — Á j)ess-
um árum var vöknuð hreyfing
innan stúkunnar Framsókn, að
koma upp samkomustað fyrir
sjómenn. Sjómannastofa hafði
að vísu verið starfrækt hér nokk-
ur sumur, en ekki haft neitt við-
unanlegt húsnæði. — Nú var það
hvorttveggj a, að við þurftum að
losa fé oldcar til J)ess að geta
byggt barnaheimili og vildum
styðja að því, að sjómannaheim-
ili kæmist hér upp, svo það varð
að ráði, að kvenfélagið seldi stúk-
unni hús sitt, en gaf svo 6. hluta
kaupverðsins til starfseminnar.
En strax eftir var hafizt handa
með byggingu á „Leikskálum“ —
barnaheimilinu. En þá starfsemi
þekkja nú allir Siglfirðingar, svo
ég þarf ekki að lýsa henni fyrir
þér.
— En kvenfélagið rak líka
sumardvalarheimili inni i Fjót-
um ?
— Já, með ágætum tilstyrlc
margra góðra manna, tókst fé-
laginu á fyrstu stríðsárunum að
koma upp sumardvalarheimilinu
Sólgörðum við Barðslaug í félagi
vera skólahús hreppsins að vetr-
inum. Það heimili var starfrækt
4 sumur, en lagðist eins og fleiri
sumardvalarheimili niuðr vegna
þess, að starfsfólk fékkst ekki. Nú
hefir félagið selt Haganeshrepp
sinn hluta í Sólgörðum, J)ó ineð
því skilyrði, að hefjist rekstur
sumardvaarheimilis barna j)ar að
nýju, sitji sigllirzk börn fyrir
dvöl þar.
St. Framsókn 25 ára (Frh. af 3. s.)
Stúkunnar Framsókn nr. 53, er
starfaði hér á árunum 1898 til
1912. Þórarinn Hjálmarsson Æ.T.
flutti minni reglunnar. Jóhann
Þorvaldsson minni Islands. Árni
Jónasson minni kvenna og Páll
Erlendsson minni Siglufjarðar.
Að lokum mælti Pétur Björnsson
nokkur orð. Þar á eftir var orðið
frjálst. Á milli dagskrárliðanna
var sungið. Að borðum ruddum
var stiginn dans til kl. 4. Neisti
flytur Stúkunni Framsókn þakkir
bæjarfélagsins fyrir hið blessun-
arríka og giftusamlega starf
hennar í bindindis- og félagsmála
starfi bæjarins.
— Én eruð þið ekki að beita
ykkur fyrir stofnun elliheimilis?
Við höfum rætt það mál
talsvert, og fyrir nokkru er fé-
lagið farið að safna fé í elliheim-
ilissjóð. Vonar félagið, jiegar að
því kemur, að geta veitt þar
nokkurt lið. En stofnun elliheim-
ilis er áreiðanlega meira vanda-
verk en margur hyggur, og er
þar ekki síður þörf fyrirhyggju
en fjár, en út i j»að mál fer ég
ekki nú.
★
Þegar flett er blöðum í starfs-
sögu Ivvenfélagsips „Von“ sézt,
að stórkostlegu menningar og fé-
lagslegu starfi hafa konurnar þar
leyst af hendi síðast liðin 30 ár.
Konurnar í Kvenfélaginu „Von“
hafa verið j>að fyrir Siglufjörð,
sem miskunnsami Samverjinn
var fyrir vegfarandann.
Siglfirðingar standa í ómetan-
legri þakkarskulds við konurnar
í Kvenfélaginu „Von“, og flytur
Neisti þeim þakkir bæjarfélags-
ius fyrir lramúrskarandi starf
með beztu óskum um, að Siglu-
fjörður megi ávallt njóta hinna
ágætu starfskrafta félagsins.
Fjárhaigsáætlun og
framkvæmdir bæjarins
(Framhald af 1. síðu)
ekki fyrr en á s.l. hausti, að
skipulagsnefnd ríkisins kom
hingað norður til að ákveða stað
fyrir sjúkrahúsið, gagnfræða-
skólann og barnaskólann, auk
þess sem húsameistari ríkisins
kynnti sér uip leið sundlaugar-
stæðið.
Mun í næsta blaði verða gerð
grein fyrir því, sem ég frétti um,
hvað er að gerast í helztu bæjar-
málum.
Pollux.
TILKYNNIIMG
Viðskiptanefnd hefur ákveðið að ítreka tilkynningu frá 4.
april 1944, um að öll iðjufyrirtæki eru skyld að senda verðlagseftir-
litinu verðútreikning (kalkulation) yfir sérhverja þá vörutegund,
sem þau framleiða til sölu.
Nær skylda þessi til allra þeirra, sem selja vörur I öðru ástandi
en hún eða efni í hana var keypt, þar á meðial til þess, ef hún er
seld í öðrum umbúðum eða sala liennar bundin sölu annarar vöru.
Slíkar vörur skulu ávallt einkendar með nafni eða vörumerki iðn-
fyrirtækisins þannig, að unnt sé að sjá hvar varan er framleidd.
Varðar jiað framleiðslufyrirtæki sektum að hafa slíka vöru á
boðstólum liafi verðlagseftirlitið ekki samjiykkt verð hennar, og
skal ólöglegur ágóði af sölu slíkrar vöru gerður upptækur.
Ennfremur varðar það sektum að hafa slikar vörur á boð-
stólum ef þær eru ekki merktar sem að framan segir.
Reykjavík, 14. nóvember 1947.
VERÐLAGSSTJÓRINN
d