Neisti


Neisti - 23.12.1947, Blaðsíða 8

Neisti - 23.12.1947, Blaðsíða 8
8 N E I S T I Ingólfur KCrisfjánsson frá Hausthúsum Jólin heima Kvöldið helga er komið, klukkur allar hringja. I eyrum mínum ótal englaraddir syngja. öllum doða og drunga daglegs lífs er hrundið. Helgan fögnuð hafa hjörtu manna fundið. / huganum ég horfi heim í gamla bœinn, sem í œsku ól mig út við bláa sœinn. Ástúð skín úr augum, ylrík hjörtu mœtast. Allir sáttir sitja, saman vinir kætast. Ég minnist þess, er mamma mœlti einu sinni: „Þegar eitthvert angur amar sálu þinni, kveiktu þá á kertum svo komi jól í huga, þá mun heilög hugsuií harína yfirbuga.“ * / Já, bara ef vé rœttum alltaf jól í hjarta myndi aldrei ógna okkur myrkrið svarta. Um aldir Ijósið Ijómar, Ijósið töfrabjarta, jólagjöf frá guði, gjöf til syndugs hjarta. Yl frá liðnum árum um mig finn ég sltreyma, og í kvöld ég œtla í anda að vera heima. Hœgt ég geng upp hólinn, heim að bœjarstafni, gœgist inn um gluggann, guða í drottins nafni. Eg sé hvar mamma situr með silfrað hár í vöngum. Pétursbók nœr pabbi úr „púlti“ frammí göngum. Þá er liátíð hafin, helgur verður blœrinn. Kertajjósin loga Ijómar allur bœrinn. Þótt lág sé bæjprburstin bjart og hlýtt er inni. Allt er fœgt og fágað, friður býr í sinni. tíulúðg draumaleiðsla dregur sálu mína í angurvœran unað, — inn í veröld sína. Ég minnist hinna mörgu mildu jóla heima, þeirra yl og yndi aldrei mun ég gleyma. Hátíð var í huga, helgur klökkvi í geði. Einhver undramáttur yfir sálu réði. Og ennþá klukkur óma og ennþá fylla jólin hugi manna helgi, hjörtu kœrleikssólin. Nú eflaust munu allir innst í hjarta geyma jól þau, er þeir áttu í œsku sinni h e i m a. IkJ E I C T I flytur lesendum sínum nær og fjær beztu óskir ■ ’w w I I um gleðileg jól og farsælt komandi ár !

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.