Neisti


Neisti - 01.04.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 01.04.1949, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Verkalýðsflokkur — eða hvað? Höfundur þessarar greinar er þaulkunnugur verlka- lýðsmálum. Um s.I. áramót var hann ráðinn erind- reki Alþýðusamhands íslands og hefur getið sér gott orð í því starfi. Hún var rekra frá Moskvu Hér sézt ameríska skáldkonan Anna Lovísa Strong lialda ræðu á flugstöðinni í New York, eftir heim- komuna frá Rússlandi. — Aima Lovísa Strong hefur verið ákafur stuðningsmaður kommúnista í mörg ár og skrifað mörg varnarrit fyrir Sovétríkin. — Hún var nýlega rekin frá Sovétríkjunum, og er ekki vitað hvaða sakir voru bornar á hana. Um síðustu áramót var svo komið hag bataútvegsins, að setja varð enn ný lög og reglur honum til aðstoðar til að Koma 1 veg íynr stöðvun hans. Það má vissuiega um það aeila, hvort rekstur þessa j atvinnuvegar hefur hingað tn ver- ið með þerni hætti, að ástæða væri til þess að styrkja núverandi eig- enaur þessara atvinnutækja til a- framhaldandi reksturs þeirra; út í það mun eigi farið að þessu sinni, en hvað um það, áframhaldandi rekstur atvinnutækjanna varð á einhvem hátt að tryggja. Hins vegar er það athyglisvert hver ; voru úrræði þeirra manna í þessu mikla vandamáli, sem að eigin sögn eru hinir „einu og sönnu“ málsvarar verkalýðsins (þ. e. kommúnistar). Þeir báru fram ýmsar breytingartillögur við frum varp til laga um dýrtíðarráðstaf- anir vegna atvinnuveganna og voru þar á meðal tvær, sem sér- stök ástæða er til að gefa gaum. •t Önnur var þess efnis, að verð það, er rlkið ábyrgðist fyrir nýjan fisk, hækkaði úr 65 aurum í 70 aura pr. kg. og verð á hraðfrystum og söltuðum fiski hækkaði 'i hlutfalli við það. Hin tillagan fjallaði um, að útgerðarmenn fengju gjaldeyri, er nemur helmingi af aflaverðmæti því, er þeir afla. Báðar þessar tillögur eiga það ■ sameiginlegt, að í þeim er gert ráð fyrir mun meiri aðstoð við útgerð- arnienn en igert er í fmmvarpi stjómarinnar, sem nú er orðið að lögum. Breytingartillagan um hækkun ábyrgðarverðsins hefði að- eins orsakað aukin útgjöld ríkis- ins, ef hún hefði náð fram að ganga, en vitaskuld varð slíkri út- gjaldaaukningu ekki mætt með öðru móti en auknum álögum á skattþegnana, sem ekki hvað sízt hefði komið hart niður .á launþeg- um. Það er vissulega ekkert við því að segja, þótt ríkisfé sé djarf- lega varið til nauðsynlegra fram- kvæmda, en þá tekur skörin heldur að færast upp í bekkinn, ef greiða . á atvinnurekendum meira en nauð- syn krefur til þess að. atvinnu- vegurinn beri sig. Og full ástæða er fyrir verkalýðinn að athuga, hvað kommúnistum gekk til að flytja slíka tillögu, hverra erindi þeir voru að reka og hvort það var verkalýðurinn, sem þeir báru fyrir brjósti í þetta sinn. Ef breytingartillagan varðandi umráðarétt atvinrairekenda á gjaldeyrinum hefði náð fram að ganga, myndu öll skilyrði vera fyr- ir stórfelldu gjaldejfrisbraski inn- an lands. En gjaldeyririnn er rétt- mæt eign þjóðarinnar allrar, því að allir vinnandi menn hafa beint og óbeint að öflun hans unnið. — Má því furðúlegt heita, að flokkur manna, sem kennir sig við sósíal- isma, skuli beita sér fyrir því að nokkur hluti gjaldeyrisins sé af- hentur fáum atvinnurekendum. — Og hvort halda menn nú, að laun þeirra yrðu drýgri, ef nauðsynja- vörur væru fengnar fyrir gjald- eyri, sem gengið hefði kaupum og sölum innanlands? Kommúnistar hafa því mjög á lofti haldið, að slæglega væri fyrir hagsmunum alþýðunnar séð. Bar- átta þeirra hefur þó jafnan mið- ast við eitthvað annað en hag al- þýðunnar. Þeir hafa þvert á móti fundið oftar en einu sinni köllun hjá sér til þess að kvarta yfir því, að hlutur sérréttindamanna 'I okk- ar þjóðfélagi væri rýrður úr hófi fram, t. d. eiris og þegar þeir lýstu því áta'kanlega í málgagni sinu, að 200 heildsalar væru að verða at- vinnulausir! Og nú voru það, sem sagt útgerðarmennirnir. En að hvaða gagni kemur það fyrir verka lýðinn, þótt þessir herrar lýsi með fögrum orðum á torgum og gatna- mótum umhyggju sinni fyrir verka lýðnum, þegar úrræði þeirra í einu mesta yandamáli þjóðarinnar mið- ast einvörðungu við það, að fá Á hinu pólitíska sviði þykjast allir flokkar vera flokkar unga fólksins og reyna að fá það til fylgis við sig og nota ýmis meðöl tii þess, misjafnlega giftusöm. — Þegar ungmenni er orðið það vaxið og andlega þroskað, að tími sé til kominn að skipa sér 'i pólitíska sveit, þarf margt að athuga, svo vel fari. Hver og einn þarf að gera sér far um að komast fyrir, hvaða stefna í þjóðmálum muni vera þeim helzt að skapi og svara bezt til Mfsskoðanna þeirra, og hvaða stefna sé líklegust til að láta gott af sér leiða fyrir heildina, ef hún væri ráðandi. Þar þarf hver að vega og meta og síðan að velja. Sé gengið að verki með föstum sérréttindamönnunum aftur dálít- ið af því litla, sem þegar hefur verið af þeim tekið, en hlutskipti verkalýðsins og annarra launjþega hefði orðið það, að taka á sig á- lögur, sem eðlilega hefðu leitt af samþykkt fyrmefndra tillagna og orsa'ka að þær byrgðar, sem hver og einn hefur orðið á sig að leggja sökum vaxandi dýrtíðar, þyngdust svo, að kalla mætti drápsklyf jar ? Jón Hjáhnarsson vilja og góðum ásetningi um að leggjast á rétta sveif með tilliti til allra aðstæðna, er engin hætta á öðru, en að vel takist. Ef full'komið lýðræði ríkir innan flok'ks, á hver einstaklingur innan vébanda hans að geta haft áhrif á stefnu hans, svo að hún sé 1 meginatriðum í samræmi við skoð- anir hans sjálfs og kröfur á hverj- um táma. Hinsvegar þegar um einræðisflokka er að ræða, koma starfsfyrirskipanir ofan frá og flokkurinn fram'kvæmir þær síðan á vélrænan hátt, þar sem meðlim- ir flokksins hvorki gagnrýna né sveigja stefnuna til, eftir vilja fjöldans, heldur framkvæma vald- boð flokksforustunnar. Slíkt er stórhættulegt öllum lýðræðishug- sjónum. Ungir menn og konur, sem eiga fleygan og frjálsan anda og sem reyna að s'kilja viðhorf lífsins á þessari jörð og tileinka sér hug- sjónir friðsamlegra og öryggis- legra samskipta þjóða og einstakl- inga, þeir og þær sameinast undir merki jafnaðarstefnunnar. Stór hluti mannkynsins leitar eftir gró- andi þjóðlífi. Það telur alþýðu margra landa sig finna á brautum þeim, sem jafnaðarstefnan bendir á og þar ætlar alþýðan að starfa 'i framtáðinni. Jafnaðarstefnan kennir okkur að vinna saman að lausn vandamál- anna og við öflun daglegra nauð- synja, en ágóðann af vinnu okkar eigum við öll í félagi og beri að nota hann sameiginlega til að bæta afkomu heildarinnar og tii þess að mæta hinum ýmsu örðugleikum, sem alltaf geta barið að dyrum og við getum ekki hindrað að komi. Meginkjarni jafnaðarstefnunnar er því sá, að í staðinn fyrir baráttu komi samstarf. Jafnaðarstefnan er því ekki aðeins skynsamleg áætlun um framkvæmdir og framleiðslu til almenningsþarfa, heldur engu síður, jafnvel fyrst og fremst, sam félag frjálsra manna og kvenna, byggt á fullkomnu lýðræði og lýð- frelsi. Þetta er andstætt auðhyggjunni, er vill halda almenningi 'i fjár- hagslegum fjötrum og gagnstætt einræðinu, sem keppir að því með allri tækni nútimans að móta skoð- anir og hugsanir manna, þannig, að heilar þjóðir verða að andlegum (Framliald á 4. siðu) | F. U. J. S í Ð A N 1 Ritnefnd: Sig. Jónasson, Jón Sæmmidss. og Hólmsteinn Þórarinss. FRAMTiðARSTEFNAN Alþýðuæskan hefur mikið og veglegt starf að vinna

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.