Neisti


Neisti - 31.05.1949, Blaðsíða 2

Neisti - 31.05.1949, Blaðsíða 2
NEISTI' •2 —- — VIKUBLAÐ — Utgefandi: Alþýðnflokksfélag Sigluf jarðar Ábyrgðarmaður : ÓLAFUK GUÐMUNDSSON Ritstj. annast blaðnefnd Neista i BlaJðið kemur út alla föstudaga r- r’B<JÆ^riftagjald kr. 20,00 árg. 1 Afgreiðsla í Aðalgötu 22. SPORIN HRÆÐA Á dögum Hitlers-fasismans í Þýzkalandi reis hér upp nokkur nópur manna, sem dáði mjög naz- ismann og vann að því að við Is- lendingar tækjum hann okkur til fyrirmyndar. Hlér í Siglufirði voru iþessir ógæfusömu menn sízt færri en annarstaðar á landinu að tiltölu við fólksfjölda, þó margir þeirra tileinkuðu sér aldrei til fulls vinnu brögð nazistanna og skrílslæti. Þegar nazista-skrímslið var lagt af velii á blóðvellinum í Evrópu í síðustu heimsstyrjöld, hurfu þessir menn af sjónarsviðinu, að minnsta kosti í svipinn. Þá var hvorki „fint“ né ,,praktiskt“ að vera naz- isti. Þeir hjöðnuðu niður eins og gorkúla á haug, er þeir sáu ófarir sálufélaga sinna, „Herraþjóðarinn- ar“ í Þýzkalandi. En einmitt Þýzka land höfðu íslenzku nazistarnir gert að sínu öðru föðurlandi, á svipaðan hátt og kommúnistar gerðu Rússland og gera það enn þann dag í dag. Nú vitum við það, að flestir þessara ólánsmanna, sem aðhylltust nazismann á velmektar- dögum hans, eru enn í fullu f jöri. Manni verður því á að spyrja: Hvar eru þessir menn niður komn- ir ? Hafa þeir — á pólitískum vett- vangi, — lagt niður skottið? Eða eru þeir enn að verki? Og ef svo er, hvar hafa þeir þá fundið sér politíska samstarfsmenn ? Þar sem það er viðurkennt að nazistar og kommúnistar eru of- beldis- og einræðisflokkar, hvar sem þeir skjóta upp kollinum, væri ékki fjiarri sanni áð gera ráð fyrir að hinir uppflosnuðu íslenzku naz- istar hefðu hafnað innan vébanda Kommúnistaflokksins, enda hefur svo farið fyrir nokkrum þeirra, svo sem dæmin sanna. En álitlegur — eða öllu heldur — óálitlegur hópur þeirra, hefur runníð til upp- haifs síns, leitað til föðuríhiisanna, eftir að hafa tekið þátt í nazista- æfintýrinu og orðið sér með því til æyarandi minnkunar. Þeir hafa sem sé ,fun,dið friðland hjá hinum t svokahaða Sjálfstæðisflokki, — íþaldínú,. Og íhaldið hefur tekið þessum glátaða syni sínum eins mjf Rógburður eða raunhæfar aðgerðir (Framhald núverandi etjórnarsamstarfs er geyst fram á orustuvöllinn af and- stæðingunum og reynt að sverta sem hægt er Alþýðuflokkinn. Slag- orðin „aðstoðaríhald,“ ;,sósíal-fas- istar“ og önnur álíka, eiga að hrífa og einnig er básúnað út, að flokkurinn sé klofinn. En til hrell- ingar fyrir rógberana er hægt að fullyrða, að Leitis-Gróu-aðferðin mun ekki styðja þá í baráttu þeirra fyrir því, að ganga af jafnaðar- stefnunni dauðri á. Islandi. Alþýðuflokkurinn' hefur staðizt rógiburgarherberðir kommúnist- anna og mun ekki verða lagður að velli þótt kommúnistar æpi sig hása á slagorðinu ,,aðstoðaríhald.“ Hann mun heldur ekki verða berg- numinn, þótt 'ihaldið setji upp það andlitið, sem sakleysislegast lítur út eða þótt nazistarnir kalli Alþýðu flokkinn „veikbyggða sápukúlu.“ Alþýðuflokkurinn er þegar búinn að skjóta svo traustum rótum í íslenzku þjóðlífi, að meira þarf að ske, en að framan getur, ef takazt á að slita upp rætur hans. Hvað klofningi innan flokksins nú líður, verður því miður að hrella þá sem hæst hrópa út þá fullyrðingu, þar á meðal íhaldskommúnistana Stef- án ritstjóra og Einar ,,petit“-ritstj. með því að sá óskadraumur þeirra - verður aldrei að veruleika. Jafnað- armenn geta deilt um leiðir og at- hafnir í ýmsum mikilvægum mál- um, en hafa allir eitt sameiginlegt af 1. síðu). markanið, og að því munu allir jafn aðarmenn vinna, — en það er að koma á þjóðskipulagi jafnaðar- stefnunnar á Islandi. Og í stað þess að hopa af hólmi fyrir stór- yrtu skvaldri andstæðinganna og þótt þeir láti Leitis-Gróu ríða við éinteyming þindarlaust, til hvers byggð bóls á íslandi, smjattandi helztu slefsögurnar og kyrjandi kjarnmestu slagorðin munu jafn- aðarmenn samt hefja sókn, og sú sókn mun fyrr eða síðar leiða til sigurs. Jafnaðarmenn munu ekki freistast til að.láta grjótkast ráða úrslitum 'í þeirri baráttu, heldur mun vera skírskotað til dómgreind- ar hvers og eins. Alþýðuflokkurinn hefur varað við aukinni dýrtíð og verðbólgu, sem harðast mun koma niður á launastéttunum, — Alþýðufl. telur grunnkaupshækkanir því aðeins verða kjarabætur fyrir verkalýð- inn að lækkun dýrtíðarinnar eigi sér jafnframt stað, eða trygging þess, að dýrt'xðin fari ekki vaxandi. — Þessi varnaðarorð hefur hann talað til fólksins og þau eru aug- ljós og auðskilin. Alþýðuflokkurinn mun hér eftir sem hingað til miða aðgerðir sínar í þjóðmálunum og stjórnarsam- starfi við það hvað alþýðu landsins má helzt að gagni verða, hverju hann getur til leiðar komið af vel- ferðarmálum hennar og hvað hann getur komið 'i veg fyrir að unnið sé og við var að búast, tveim höndum og innbyrt íslenzku „Hitlers-æskr una“ með óbreyttar tilhneygingar í Sjálfstæðisflokkinn svokallaðá. Það skal fúslega viðurkennt,' að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins em lýðræðissinnaðir og frjáls- lyndir borgarar, sem vegna mis- skilnings á vinnubrögðum þess fiokks og stefnu, —- ef um stefnu væri að ræða, — hafa glæpst á að veita honum fylgi sitt til þessa. En sem betur fer, fer þeim mönnum nú fækkandi ár frá ári, sem eru haldnir þeirri meinlegu villu, að til Ihaldsins sé nobkuð að sækja af því sem álmenningi 'i þessu landi mætti verða til gagns og þroska. Og ætla má, að viðburðir síðustu daga, tillögur um mamiréttinda- skerðingar í spamaðarskyni, sem þingmenn þessa flokks hafa látið sér sæma að bera fram á Alþingi, verði til þess að snúa nokkrum.af fylgjendum hans frá villu síns vegar. En því miður er það nú svo, að síendurtekin ,,skyrtuskifti“ hafa til þessa dugað Iháldinu til þess að slá ryki í augu furðu margra kjós- enda, þrátt fyrir augljósan vilja þess til að flækjast fyrir eðlilegri þróun og almennum hagsmunum. En nú hefur það að lokum gleypt sinn bölvunarbita. Með því að veita móttöku í flokk sinn hinum ísl. nazistmn hefur það búið sér feigð. Svo langminnug er íslenzk alþýða, að hún mun ekki, hvar í flokki sem hún stendur, sætta sig við starfs- aðferðir nazistanna né stefnu. En einmitt í „Sjálfstæðisflokknum“ eru nú þessir æfintýrameim að hreiðra um sig sem ákafast og það svo, að gætnari mönnum flokksins þykir meira en nóg um. Þetta á við hér í Siglufirði ekki hvað sízt, þar sem þessir legátar virðist nú vera ofan á, innan Sjálfstæðisfl., í það minnsta í bili. Málgagn Sjálfst.fl. hér „Siglfirðingur“ hefur verið í höndum þessara manna nú um nokkuð skeið. Alþýðuflokkar allra landa hafa frá öndverðu veríð sárastur þymir í augum nazista. Nú er þetta mál- gagn notað til þess að rógbera Al- þýðuflokkinn og ekki hi'kað við að beita svívirðilegum ósanningum og blekkingum 1 því skyni. T. d. hafa skrif blaðsins og ritstjóra þess um þátttöku Alþýðufl. í bæjarmálum verið með þvílíkum endemum að ótrúlegt mun þykja.- En spor Sigl- fírðings-ritstjórans hræða. Þess- vegna tekur engin sannur lýðræðis- sinni rógskrif hans um Alþýðufl. alvarlega. hermi til óþurftar af þeim floíkikuin sem eru andstæðingar hennar eða fjandmenn. Það ber svo að meta hverju sinni, hvort kröfunum í þessu efni fæst fullnægt að því marki, að alþýðan hafi ávinning 1 af. Ef svo reynist ekki, er óhjá- kvæmilegt, að taka afstöðu í sam- ræði við það, og gera landslýð öll- um igrein fyrir ástæðunum. SlBct mat mun Alþýðuflokurinn leggja á málefnin og eigin störf, án þess að leita um það nokkurra ráða til íhalds eða kommúnista, hvað sem í tanklum þeirra syngur og hversu hátt sem þeir láta. Það er hverjum manni ljóst, að ríkisstjórninni hefur ekki tekizt að vinna .bug á dýrtíðinni og að til- raunir hennar í því efni hafa verið árangurslitlar og ófullnægjandi. — og þar sem dýrtíðarvandamálið er mest aðkallandi og stórvægilegast af þeim vandamálum þjóðarinnar, sem nú krefjast úrlausnar, hlýtur^ þess að verða skammt að bíða að flokkarnir sem nú standa að ríkis- stjórninni geri, hver um sig, full- komna grein fyrir því, hvað þefr hafa lagt til málanna í þessum efnum innan ríkisstjómarinnar og hvað þar hefur staðið í vegi fyrir sameiginlegum, raunhæfum fram-' kvæmdum. Óheilla'fuglamir í íslenzku þjóð-t lífí, — kommúnistamir — láta nú sem fyrr einskir ófreistað til þess að egna til fjandskapar og öng- þveitis. Aðgerðarleysið í dýrtíðar- málunum er vatn á millu þeirra og eflir þá til óhappaverka þeirra, sem þeir hafa að aðaláhugamáli. Skrumlausar, raunhæfar tillög- ur í dýrtíðarmálunum á borðið, — það er krafa almennings til stjóm-< málaflokkanna. Notið hinar beinu flugferðir vorar til og frá Reykjavfk. MÁNUDAGA MIÐVIKUDAGA og LAUGARDAGA Afgreiðslu í Siglufirði ahnast Víkingur h.f., Aðalgötu 21, sími 251. LOÍ TLKIMR H. F. Vantar fólk til netahnvtinga Hehnahnýtingar koma til greina, JÓN JÓHANNSSON Þormóðsgötu 18 — Sími 181 , V

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.