Neisti


Neisti - 31.05.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 31.05.1949, Blaðsíða 3
NEISTI Breytingartillögur Verkam.félagsins Próttar á kaupgjaldssamningunum Á fundi, sem iVerkamannafélagið ÍÞróttur hélt 25. maí s.l. voru eftirfarandi tillögu til breytinga lá kaupgjaidssamningum félagsins samþykktar með samhijóða atkvæðum og stjórn félagsins falið að tiikynna það atvinnurekendum. I samninganefnd voru kosnir: Gimnar Jóhannsson, Hreiðar Guðnason, Einar Ásgrímsson, Stemgrímur Magn- ússon, Jóhannes Sigurðsson, Gísli Elíasson, Mattlúas Jónannsson, Þor- valdur Þorleifsson og Óskar Garibaldason. Samninganefnd hefur á- skihð sér rétt til efnis- og orðalagsbreytinga á öðrum liðum samn- samningsins. Ennfremur liefur samninganefndin óskað eftir því, að samningaumleitanir hefjist áú úr mánaðamótunum maí—júní. ' 1. grein í vexlkakaupssamningum við Síldarverksmiðjur ríkisins um utanbæjarmenn falli burt. 2. grein. Þar verði sú breyting, að næturvinnutaxti gildi frá kl. 20 til kl. 7 að morgni. 3. Sé unnin eftirvinna reiknist kaffitíminn frá kl. 16 til kl. 16,30. 4. Lágmarkskauptaxti verði sem hér segir: a. Almenn dagvinna alla mán- uði ársins skal vera kr. 3,25. b. Handlángarar hjá múrurum, tilsláttarmenn (byrjendur), þróar- menn, skipavinna, stókerkynding á kötlum og olíukynding á kötlum og þurrkurum, lagermenn, vindu- menn, bílstjórar, holræsahreinsun, grjótnám, steypuvinna, slippvinna, svo sem hreinsun, málun, smurn- ing og setning skipa, mæling í hrærivél og gæzla hrærivélar og íshúsvinna við s’ild kr. 3,50. c. Kolavinna, salt- og sements- vinna, losun síldar og síldarúr- gangs, beina og fiskúrgangs, loft- iborun, rafmagnsborun, hjálpar- menn í jámiðnaði (þ. e. verkamenn sem vinna til aðstoðar sveinum og meisturum með jámsmiðaverkfær um, svo sem hnoðahitarar, viðhald- arar og ásláttarmenn í eldsmiðj- um), grjótsprengrogar, kynding á kötlum með skóflum, fullgildir díx- ilmenn, fagvinna ófaglærðra verka xnanna við trésmíði, málun, járn- smíði, röralagnir, raflagnir, bíla- viðgerðir, þar með talin ryðhreins- un, málun bíla, vélgæzla, stjóm vegavinnuvéla, 'kranastjóm (stórir lyftukranar) og vélskóflun, aðstoð- amienn við vélaaðgerðir, kalfökt- un, kr. 3,70. d. Fyrir ryðhreinsun með raf- tæk jum og botnhreinsun skipa inn- anborðs, hreinsun með vítissóda, iboxa- og katlavinna, þar með talin öll vinna í þurrkara og sótgöngum, hreinsun og málun lýsistahka að innan, kr. 4,00. e. Fyrir möl á bryggju pr. tunnu kr. 2,65. Fyrir tenihgsfaðm af grjóti komið á bryggju kr. 132,00. 5. Mánaðarkaup í 2—6 mánuði verði reiknað út eftir tímavinnu- kaupi. 6. Eftirvinna reiknist méð 60% álagi. Á alla vinnu, hvort sem um er að ræða tímakaup, mánaðar- kaup eða akkorðsvinnu, skal greiða orlof 4% svo og fulla dýrtíðar- vísitölu. 7. I allri dagvinnu skal atvinnu- rekandi greiða minnst hálf dag- laun (4 ;klst. dagv.) sé unnið s'kemur en 4 klst. hvenær sem vinna hefst. Sé unnið 6 klst. í dag- vinnu, þar með talinn kaffitími, igreiðist full daglaun. Kvaðning til vinnu telst liggja fyrir, ef verkamönnum er ekki til- kynnt að kveldi á vinnustað af verkstjóra, að ekki sé ætlazt til að þeir mæti til vinnu næsta morgun. Hamli veður eða aðrar óviðráðan- legar ástæður að dómi verkstjóra og trúnaðarmanns Þróttar á vinnu staðnum að morgni, skulu verka- menn, sem mæta til vinnu, fá minnst 2 klst. greiddar. Sömu regl ur hkulu gilda ef verkamenn eru boðaðir til vinnu að heiman frá sér af verkstjóra eða trúnaðarmanni hans. 8. Stjórn Verkamannafélagsins Þróttur er heimilt að velja sér trúnaðarmenn úr hópi verkamanna á hverjum vinnustað, samkv. lög- lun um stéttarfélög og vinnudeillu•, og samkvæmt þeim reglum, sem gilt hafa á milli stjórnar Þróttar og vinnuveitenda, þar með taldar síldarverksmiðjurnar. Óheimilt er að segja trúnaðar- manni upp vinnu meðan vinnu er haldið áfram á þeirri vinnustöð, sem hann er trúnaðarmaður á. Verkamönnum er heimilt að snúa sér til trúnaðarmanns með hverskonar óskir og kvartanir, sem hann kemur á framfæri við vinnuveitanda eða umboðsmenn hans. Trúnaðarmaður skal í engu gjalda þess hjá vinnuveitanda, að hann ber fram kvartanir verka- manna. 9. Næturvarðmenn, aðrir en vökumenn á síldarplönum, skulu hafa kr. 40,00 fyrir 12 stiroda vöku Næturvarðmenn skulu eiga frí hverja sjöundu nótt, og greiðist ekki kaup fyrir hana sé hún ekki unnin, sé hún hinsvegar unnin, greiðist hún með .kr. 80,00 fyrir 12 stunda vöku. Vökumenn á síldarplönum skulu hafa kr. 700,00 pr. mánuð miðað við 8 stunda vöku. 10. Á laugardag fyrir páska og hvítasunnu, svo og aðfangadag jóla og gamlaársdag, skal helgi- dagskaup greitt eftir kl. 16 sé vinnu haldið áfram. Sama regla skal gilda dagana 17. júní og 1. maí. 11. Á föstum vinnustöðum skulu vinnuveitendur sjá um að lyfja- kassi sé á staðnum með nauðsyn- legum lyfjum og umibúðum, svo og salerni, vatn og vaskur. Á slík- um vinnustöðum skulu verkamenn eiga aðgang að góðu húsnæði, að dómi trúnaðarmanns Þróttar og geymslu á hlifðarfötum og vinnu- fatnaði. Sé um vinnu fyrir utan bæinn að ræða á starfssvæði Þróttar, slkulu vinnuveitendur hafa hús- næði fyrir verkamenn til að drekka kaffi og matast í. 1 skýlunum skulu vera borð og bekkir og skal þess gætt af verkstjóra, að þau séu hrein og þrifaleg, ennfremur skulu vera þar hitunartæki. Verði verkamenn fyrir tjóni, missi hlífð- arifata o. fl. er orsakast af bruna á vinnustaðnum, slkal það bætt eftir mati. Samnnigsaðilar eru sammála um að .vinna að því við alþingi og ríkisstjórn, að sam- þykkt verði ný og fullkomin lög- gjöf um öryggi verkamanna við vinnu og útbúnað vinnutækja og verksmiðja. 12. Atvinnurekendum er óheim- ilt að taka útlending í vinnu, sem ekki er búsettur í bænum með leyfi verkamannafél. Þróttar, enda hafi viðkomandi maður vinnurétt- indi. Undir þetta ákvæði fellur öll vinna við ís og snjóflutning um borð í erlenda fiskibáta og skip, flutningur á beitu, afgreiðsla og flutningur á hverskonar Vörum til og frá bátum og síkipum, öðrum en nauðsynlegum matvælum til skipshafna. 1011 vinna af erlendum mönnum við affermingu skipa er óheimil. 13. Lækki gengi íslenzkrar krónu hækki kaupið, sem þcí nemur. ÚR BÆNUM (Framhald af 1. síðu). voru hin fróðlegustu og framúr- skarandi vel tekið af nemendum. Það dylst engum er kemur í núverandi húsakynni gagnfræða- skóla Siglufjarðar á kirkjuloftinu, að það er mikil vansæmd, hvemig þar er búið að nemendum og kenn- urum skólans og þarf skjótrar úr- lausnar við. * Barnaskóla Sigluf jarðar var slit- ið 28. maí s.l. Alls voru 397 böm í skólanum, þar af útskrifuðust 62 börn. Fastir kennarar við skóiann em 11 og tveir stunda-kennarar. Hæstu einkunn fullnaðarprófs- barna hlutu: Kjartan Ólason Ólsen Hafnargötu 8, fékk 8,70; Halla Sigurðardóttír, Dalabæ fékk 8,70; Júlíus Eiríksson, Laugaveg fékk 8,50. — Hæstu einkunn yfir skól- ann hlaut Gígja Gunnlaugsdóttir, 6 bekk, 9,20. * Aðalfundi Kaupfélags Siglfirð- inga lauk s'iðastl. sunnudag. Ur stjórn félagsins áttu að ganga Hjörleifur Magnússon og Páll Ás- grímsson en vom báðir endur- kjömir. Fulltrúar á aðalfund S.I.S. voru kjörin: Sigrún Kristinsdóttir, Hjörtur Hjartar, kaupfél.stjóri oig Jóhann ÞorvaJdsson. — Mikill á- hugi kom fram á fundinum við- víkjandi framtíðarstarfseminni. — Aðalfundur þessi samþykkti márg- ar tillögur, sem munu verði birtar í næsta blaði. * Aðalfundur Slysavamardeildar Sigluf jarðar var haldinn s. 1. sunnu dag. — I stjórn deildarinnar vom kosnir: Þórarinn Dúason, form.; Magnús Vagnsson, ritari, og Georg Pálsson, gjaldkeri. Rotary-klúbburinn gékkst fyrir þvi að deildin yrði endurstofnuð. Þriðjudag kl. 9: SKAUTADROTTNINGIN Miðvikudag kl. 9: FÓRNFÚS ÁST Tékknesk mynd um fórnfúsa ást, með, LIDA BARROVA, LIDA BARROVA frægustu leikkonu Tékka. Fimmtudag kl. 9: TOPPER Föstudag kl. 9: FÖRNFCS ást AÐALFUNDUR Byggingafélags verkamanna, verður haldinn mánudaginn 6. júní (annan hvítasunnudag) kl. 2 e.h., í Suðurgötu 10. — DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. — Félagsmenn f jölmennið. , STJÓRNIN

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.