Neisti


Neisti - 31.05.1949, Blaðsíða 4

Neisti - 31.05.1949, Blaðsíða 4
1 NEISTI v Fyrirspurnum ungkommúnista svarað I Mjölni, sem út kom 4, maí s. 1. leggur fyrstu gráðu ung-komm- únistinn, Einar Albertsson nokkr- ar spumingar fyrir F.U.J.-síðu Neista. Helztu fyrirspurnum ung- kommúnistans verður hér svarað. ATLANTSHAFSSÁTTMÁLINN Það er ranghermi hjá E.M.A., þegar hann talar um Atlanzhafs- sáttmálann sem „hernaðarbanda- lag.“ Sáttmálinn er friðar- og vam- arsáttmáli lýðræðisríkjanna í vestri, enda hefur árangur hans þegar komið í ljós. „Kalda stríðið" í Berlín, sem Rússar háðu með flutningabanni sínu var stórhættu- legt friðinum í heiminum. Það mun ekki hvað sízt Atlanzhafssáttmál- anum að þakka að Rússar gáfu eftir í Berlínar-deilunni með þeim árangri, að nú er mun friðvænlegra 1 heiminum en áður, enda þótt „Ikalda stríðið“ sé ekki með öllu úr sögunni. Þar sem nú þegar er sýnt að Atlanzhafssáttmálinn hefur stór lega dregið úr ófriðarhættunni er verið með því að þjóna hagsmun- um alþýðu allra landa og er íslenzk alþýða ekki undanskilin. Hiefði slíkt varnarbandalag verið til 1939, hefði áreiðanlega aldrei komið til styrjaldar. Atlanzhafsbandalagið er því friðar- og varnarbandalag, sem draga mun úr ófriðarhættunni og með því er unnið að hagsmun- um aliþýðu allra landa. KEFLAVÍKURnFLUGVÖLLUR Um Keflavíkur-flugvöllinn er þetta að segja: Ungir jafnaðar- menn eru þess hvetjandi að Kefla- víkur-samningnum sé sagt upp við fyrsta tækifæri; ennfremur er það álit okkar, að réttar Islands sé þar ekki nógsamlega gætt. Þegar samningur þessi var gerð- ur við Bandaríkin notuðu komm- únistar hann sem átyllu til þess að yfirgefa þurrausinn ríkissjóð, og þannig komast hjá því að vera í ríkisstjórn er örðugleikar eftir- stríðsáranna fóru að gera vart við sig. I þessu tilfelli voru kommúnist ar ekki að hugsa um hag Islands, heldur þjónuðu ímynduðum hags- munum Sovét-Rússlands. Bóndinn í Kreml kippti í spottann og þá tfóru sprellikallar kommúnista á stað. ATVINNUVEGIRNIR OG TOLLARNIR Þegar ríkisstjórn Stefáns Jóh. tók við í febr. 1947, eftir 117 daga stjórnleysi, voru milljónir stríðs- áranna nær horfnar. Erlendur gjaldeyrir nær þrotinn, lánsfjár- þenslan gífurleg, verzlunarjöfnuð- urinn mjög óhagstæður; verðlag á vörum erlendis fór s'íhækkandi. Alþingi hafði samþykkt ábyrgðar- verð á útflutningsvörur, sem kost- aði ríkið tugmilljónir. En ekkert fé var ætlað í f jádögum til þess að standa undir gréiðslum, enda var gert ráð fyrir, að þessi lög myndu í framtíðinni ekki reynast ríkis- sjóði þungur baggi. Alþingi taldi að ,,síldarkúfurinn“ yrði nægilegur til þess að mæta skakkaföllunum vegna ábyrgðar ríkisins á sölu salt fisks og hraðfrysts fisks til út- landa. En síldarvertíðin 1947 brást að verulegu leyti. „S'íldarkúfurinn" var enginn. — En fiskábyrgðarlögin sköpuðu á árinu 1947, 21 millj. kr. útgjöld. Þetta leiddi til aukinna lausaskulda hjá rikissjóði. Um áramótin 1947 og 1948 var svo komið fjárhag atvinnuveganna að til stöðvunar hefði komið ef ríkisstjórnin hefði ekki gripið inn í og lögfest vísit. við 300 stig. Samhliða var verð- lag á vörum lækkað sem nam 9 stigum. V'ísitöluskerðingin nam 19 stigum. Með þessum lögum voru þungar byrðar. lagðar á herðar launastéttinni, en aftur á móti tókst að bjarga atvinnuvegunum frá bráðu hruni og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Um síðustu ára- mót þurfti enn að leggja nýja tolla á ýmsar vörur til þess að afla tekna til þess að koma bátaflotan- um á fiskvertíðina. Við álagningu þessara tolla var þess gætt, að leitast við að láta álögurnar koma á þá, sem breiðust höfðu bökin. — Enn á ný tókst áð koma 'í veg fyrir hrun sjávarútvegsins eftir 4 síldarlieysisár og annað and- streymi. En hverjar voru tillögur komm- únista? í vetur vildu þeir láta út- gerðarmenn hafa vissa upphæð af erlendum gjaldéyri til frjálsra af- nota, þá hefðu þeir Fimbogi í Gerðum og Þóroddur Guðmunds- son útgerðarmaður getað keypt vandfengna vöru erlendis, flutt hana irin og selt hana á svörtum markaði til almennings. Þessi úr- lausn kommúnista hefði þýtt stór- lega gengislækkun og mangfaldað isvartamarkaðsbraskið. Með þessum fyrrnefndu ráðstöf- unum ríkisstjj. hefur tekizt að komast hjá hruni og atvinnuleysi, sem er hið versta böl verkamanns- ins. En eins og nú er komið mál- um, verður ekki frestað lengur að ganga á hólm við dýrtíðardraug- inn. Það er álit ungra jafnaðar- manna að launastéttirnar ha'fi nú þegar tekið á sig það mikla ábyrgð að ekiki verði lengur við unað að frekar verði gengið á rétti þeirra. Sú barátta alþýðunnar, sem nú er framundan til þess að fá kjarabæt- ur og þó fyrst og fremst með stórlækkfiðri dýrtíð og öðrum rót- tækum aðgerðum, en ef það tekst ekki, þá með grunnkaupshækkun- um, — á ekkert skylt við komm- únisma, — hún er viðleitni lítilmagnans til þess að geta séð sér og sínum farborða sómasam- lega. Þessari baráttu vilja ungir ■jafnaðarmenn ljá lið sitt, sé sú barátta háð á lýðræðisgrundvelli. HAGSTÆÐIR SAMNINGAR VIÐ BRETA Kommúnistar hafa hrópað mjög um hneyksiissamninga við Breta, vegna sölu á síldarol'iu. Sannelik- uriiin í þessum viðskiptamálum er sá, að samningarnir við Breta um bræðslusíldarafurðir í sumar eru hagstæðir, eins og nú skal sýnt fram á. Bretar kaupa sildarlýsið á £ 90:0:0 f.o.b. á Islandi, en verðið í fyrra var £ 95:0:0. Markaðsverð í feitmeti hefur farið ört lækkandi seinustu mánuðina og Bretar greiða nú aðeins £ 90:0:0 fyrir fyrsta flokks hvallýsi. Er því auð- sætt, að tekizt hefur giftusamelga um sölu síldarlýsisins. — Mjölnir var á dögunum að tala um hneyksli í sambandi við þessa samninga en þess má geta að fulltrúi komm- únista í stjórn S. R., útgerðarmað- urinn Þóroddur Guðm. hafði þar enga sérafstöðu. Samkvæmt samn ingnum við Breta munu íslending- ar skuldbundnir til að afhenda Bretum einungis helming lýsisfram leiðslunanr upp að 24 þús. smál. Þetta þýðir, að Islendingar hafa rétt til að selja á aðra markaði, ef betra verð skyldi bjóðast, — helm- ing framleiðslunnar upp að 24 þús. tonnum, og allt þar sem er fram yfir. Mætti því vænta að fyrstu gráðu kommúnistinn, Einar Albertsson út vegaði íslenzkum útgerðarmönn- um og sjómönnum hærra verð og hagstæðari markað fyrir þennan hluta framleiðslunnar. LOKAORÐ Helztu fyrirspurnum ungkomm- únistans, Einars Albertssonar hef- ur nú verið svarað. F.U.J.-síðan beinir þv'í eftirfarandi spurningum til E.M.A.: 1. Hver er afstaða þín til Títós og annarra þjóðernissinnaðra kommúnista ? 2. Var það rétt hjá Rússum og vinum þeirra í allsherjarlög- reglu kommúnista í Berl'ín að skjóta á þýzka járnbrautar- RliSSAR skjóta á þýzka verkamenn Verkfall járnbrautarstarfs- manna í Berlín, sem hófst 'fyrra laugardag, hefur vakið mikla athygli um allan heim. — Setuliðsstjóin Rússa rekur járnbrautirnar og er því í at- vinnurekendaaðstöðu. — Það eru 13000 járnbrautarstarfs- menn í Berlín, sem gerðu verk fallið. Höfðu jámbrautar- starfsmennirnir, sem vinna allir undir stjórn Rússa, kraf- izt þess að fá kaup sitt greitt í vestur-mörkum, þ. e. gjald- miðli Vestur-veldanna í Berlín en ekki í hinum rússnesku Austur-mörkum, sem fallin eru í verði. En Rússar hafa Iþrjóskast við að verða við þessari kröfu verkamanna. — Rússar létu strax, er verkfall- ið skall á, lögregiusveitir sínar taka járnbrautarstöðvarnar í borginni á sitt vald. Á einum stað 'í borginni gerði hópur ungra kommúnista árás á verkfallsmenn, en hópnum var tvístrað af herlögreglu Breta. Nokkru síðar kom til átaka á milli verkfallsmanna og her- lögreglu Rússa og beið einn verkfallsmanna bana. Afstaða þýzku kommúnist- anna í verkfallinu vekur mikla athygli. Þeir hafa opinberlega tekið afstöðu með Rússum á móti verkamönnum. — Þann- ig er afstaða Rússa til verk- falls járnibrautarmannanna í Berlín, og hún sýnir okikur þá virðingu, sem þessir stjórn-1 endur „alheims“-kommúnis- mans bera fyrir verkfallsrétt- inum, enda þegja nú helztu málpípur þeirra hér, svo sem Þóroddur Guðmundsson og Einar Albertsson. En þessi framkoma Rússa er „geymd“ en ekki „gleymd.“ verkamenn í deilu þeirri, sem þeir áttu 'i við Rússa? Að lofcum vil ég upplýsa þennan ung-kommúnista, að ungir jafn- aðarmenn eru ákveðnir í að ber jast gegn öfgum til hægri og vinstri. Sú barátta hlýtur að enda með sigri lýðræðisins, — með sigri jafnaðarstefnunnar. F.U.J.-félagi. F.U.J. — FÉLAG UNGRA JAFNAÐARMANNA — F. U. J. j heldur SKEMMTIFUND 1 fimmtudaginn 2. júni kl. 8,30 e. h., (að Gildaskála K.B.S. DAGSKRÁ :( ( ) f 1. Félagsvist, (Hafið með ykkur spil). 1 | 2. Áríðandi félagsmál 1 3. Kaffidrykkja og skemmtiatriði, — verðlaunaúthlutun. Ávörp flytja Sig. Jónas son og Jón Sæmundsson f 4. Dans. Félögum er heimilt áð taka með sér gesti. STJÓRNIN

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.