Neisti


Neisti - 19.10.1949, Page 2

Neisti - 19.10.1949, Page 2
2 N E I S T I —NEISTI — VIKUBJjAÐ Útgefandi: AlþýðufLfél. Sigluf j. Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSON Áskriftagjald kr. 20,00 árg. — Gjalddagi blaðsins er 1. júl'i Afgr. bl. er í Aðalgötu 22 Fjárfesting, atvinna og neyzluvörur Þegar nýsköpunarstjórnin svo- nefnda var mynduð 1944, gerði Alþýðuflokkurinn það meðal ann- ars að ófráv'íkjanlegu skilyrði fyr- ir þátttöku í ríkisstjórn, að . á- kveðnum hluta þeirra erlendu inn- eigna, sem þjóðinni hafði áskotn- azt á styrjaldarárunum, yrði var- ið til uppbyggingar atvinnu- og framleiðslutækja. Það var krafa Alþýðuflokksins, að 300 milljónir króna yrðu þá þegar lagðar til hliðar og mætti á engau hátt verja þeim til annarra þarfa. Það er nú viðurkennd staðreynd, að ef þessu skilyrði Alþýðuflokksins hefði ekki verið fullnægt, þá hefði þessu fé verið varið til annars. Það er einnig viðurkennd staðreynd, að kommúnistar settu engin skilyrði fyrir þátttöku sinni í ríkisstjórn, og að þeir þessvegna hefðu engu getað ráðið um það, hvernig inn- eignum landsmanna erlendis hefði verið ráðstafað. Gft og einatt var hörð ásókn að verja þessum fjár- munum til annarra hluta, en til eflingar og uppbyggingar atvinnu- lífsins. En þetta skilyrði var til staðar og fram hjá því var ekki unnt að komast. Vegna þessa skil- yrðis eiga landsmenn nú öflugri fiskiskipaflota en nokkru sinni fyrr, betri og stærri kaupskipa- flota og fleiri og stærri verksmiðj- ur til þess að hagnýta hráefni sjávarútvegsins. Til viðbótar þeim inneignum, sem þá voru til staðar, hefur á- kveðinn hluti af þjóðartekjunum einnig verið notaður til fjárfest- ingar. Af fróðum mönnum er tal- ið, að íslendingar muni hafa varið meiri hluta af þjóðartekjum s'ín- um til f járfestingar en nokkur önn ur þjóð. Það leiðir af sjálfu sér, að það er ekki nóg að eiga tæki, svo sem skip, báta, verksmiðjur o. s. frv. Þessi tæki verður að starfrækja til framleiðslu útflutningsverð- mæta. Þessvegna verður ávaUt að vera víst hlutfal! milli öflunar nýrra tækja og verksmiðja og framleiðslunnar. Það verður- að gæta þess, að nægilegt vinnuafl sé Brottrekstur Gunnars Vagnssonar er ólöglegur, tilefnislaus og for- 1 dæmdur at öilum almenningi Ræða Gunnars Vagnssonar á borgarafundinum. Eg mun hér leitast við að gefa yður, áheyrendur góðir, rétta skýr ingu á atburðunum, eins og þeir koma mér fyrir sjónir, í réttri röð, reyna að geta mér til um or- sakir þeirra, þar sem orsakimar liggja ekki í augum uppi og skýra frá mikilsvarðandi atriðum í eam- bandi við þetta mál, sem ekki hafa áður komið fram, allt til þess að þið getið sem bezt sjálfir fellt ykk- ar dóm. Eg vil þá byrja á því, sem ég tel upphaf máls þessa, en það er, að ég bafði, þegar komið var ná- lægt s'íðustu mánaðamótum, lengi haft i hyggju að taka mér svo sem 10—14 daga sumarfrí. Sum- arið byrjaði seint hér á Siglufirði, athafnatíminn er stuttur og fram- an af sumri gafst mér ekkert tóm. I júlímánuði hófust hér yfirgrips- fyrir hendi til lífrænnar starfsemi og framleiðslu, og að ekki sé með óhófslegri fjárfestingu dregið vinnuafl frá hagnýtum fram- leiðslustörfum. Þá verður einnig að sjálfsögðu að hafa réttlátt hlutfall milli þess fjár, sem varið er til fjárfe^tingar og þess fjár, sem varið er til kaupa á almenn- um neyzluvörum. Ef að of miklu fé er varið til fjárfestingar, þá hlýtur það að bitna á innflutningi neyzluvara. Það skapar vöruþurrð, óhóflega eftárspurn og allskonar spákaupmennsku og brask. Þetta hefur gerzt hér á landi. Óstandið í verzlunarmálunum stafar að verulegu leyti af þv'í, að o'f lítið hefur verið flutt inn af neyzlu- vörum. Ef ekki er fé fyrir hendi til hvorttveggja, að fullnægja neyzluvöruþörfinni og fjárfesting- arþörfinni, þarf að skapa hæfilegt hlutfall þar á milli. Það er heldur ekki rétt, að fjárfesting eigi að fara fram fyrir erlent lánsfé, því að með því er komandi kynslóðum bundnir baggar, sem geta skapað þeim lítt yfirst'íganlega örðug- leika. Þeir sem mæla á móti því, að nú í bili vérði dregið nokkuð úr fjárfestingu, færa þau rök, að við það skapist atvinnuleysi. Þetta þarf alls ekki að vera. Alþýðu- flokkurinn vili að baldið verði áfram þeirri fjárfestingu, sem mesta atvinnu veitir, svo sem bygg ingu húsa og þess háttar. En mikil málaferli, sem tóku megin- part mánaðarins, 'i ágúst seint var haldið hér þing Sambands ís- lenzkra rafveitna, í byrjun sept. var bæjarstjórnarfundur, sem dagblöðin í Siglufirði rétfciiega töldu þann merkilegasta, sem hér hefði baldinn verið í langan t'ima, um og upp úr 20. sept. stóð til að áðurnefnd málaferli hæfust á ný, sem og varð, og allt dró þetta í tímann. Eg var því 'i raun og veru búinn að gefa upp um það alla von, að mér myndi gefast nokk- urt tóm til sumarleyfisferðar, og það. hefði svo sem verið bættur skaðinn þótt ekki hefði getað af henni orðið. En mánudaginn 26. sept. kemur tækifærið upp í hend- urnar á mér. Þá kemur Páll Ein- arsson fyrrv. rafveitustjóri hing- að í bæinn snöggva ferð, og býðst hann telur, að þegar sé sæmilega séð fyrir flestum vélum og skip- um, en til þeirra kauþa hefur ver- ið varið hundruðum miiljóna und- anfarin ár. Þessi fjárfesting hefur ekki skapað atvinnu, aðra en þá, sem þessi tæki veita, og hún verð- ur vitanlega áfram fyrir hendi. Þessvegna, er auðvelt að draga úr fjárfestingu án þess að atvinna mimiki. Það þarf að auka innflutning neyzluvara. Þetta er viðurkennt af öllum og ekki s'ízt af húsmæðr- um, sem gleggst vita hvar skór- inn kreppir að. Margskonar ó- fremdarástand mtmdi hverfa með öllu, ef vörur væru fyrir hendi til þess að mæta eftirspuminni. Þá myndu einnig hverfa hin hvim- | leiðu höft og skammtanir, sem sigla jafnan í kjölfar þess vand- ræðaástands, sem vöruskortur veldur. Það er þess vegna enginn vafi á því, að þessar tillögur Alþýðu- flokksins em skynsamlegar og sjálfsagðar. Ef þeim verður fylgt, mun margt, sem nú fer aflaga í þessum málum, breytast til batn- aðar. Þessvegna eiga allir, sem vilja rýmka um imrflutning neyzluvara og bæta úr þeim ágöllum, sem eru á framkvæmd verzlunarmálanna í dag, að fylkja sér um frambjóð- endur Alþýðuflokksins. x Erlendur Þorsteinsson hann til að lofa okkur hjónunum að verða sér samferða suður, en þangað ætlaði hann upp úr há- degi á iþriðjudag. Býðst hann meira að segja til að b'iða eftir okkur þangað til snemma á mið- vikudagsmorgun, til þess að ég gæti gengið betur frá því nauð- synlegasta, sem á dagskrá væri hjá mér. En það sem efst á dag- skrá var hjá mér þessa daga var aðallega þrennt, og vil ég lýsa því hér stuttlega: 1. Varðandi sundlaugina: Allsherjarnefnd hafði haldið fundi um ákveðið atriði varðandi framkvæmd við byggingu sund- laugarinnar, sem ég mun síðar koma að, samtals þrjá fundi, þar af tvo út við sundlaug. Voru öll ' atriði varðandi mál þetta þá orð- in það ljós nefndarmönnum, að ég taldi vist að nefndin myndi, með aðstoð Jóns Guðmundssonar bæj- arverkfræðings, leysa það mál far- sællega, sem og raun varð á. 2. Hafnarnefndarfundur. Þorlákur Helgason verkfræðing- ur var búinn að vera 'i bænum í 5 ^ eða 6 daga, þegar hér var komið sögu. Daginn, sem ég ákvað að verða Páli samferða, frétti ég að ekkert væri lengur til fyrirstöðu með að halda fund í hafnarnefnd með verkfræðingnum, annað en það ,að hann væri ekki að fullu búinn að ganga frá teikningu að skipulagi hafnarinnar, sem var eitt aðalefni komu hans. Gerði ég því ráðstafanir til að fundurinn 'i bafnarnefnd yrði haldinn næstkom andi föstudag, þar sem umrædd teikning. yrði lögð fnam, Gunnar Jósepsson yrði látinn mæta þar til þess að gefa verkfræðingnum og hafnarnefnd skýrslu um fram- kvæmdir í dráttarbrautinni ásamt , bæjarverkfræðingnum, sem að sjálfsögðu var í því máli öllum smáatriðum kunnugur. Jafnfnamt bað ég bæjarverkfræðinginn að gera lista yfir efni sem komið hefði til hafnarinnar og láta verk- fræðing vitamálaskrifstofunnar gera grein fyrir- mismun á þvi, sem til væri og því sem komið hefði ,en þetta var eindregin rétt- mæt krafa hafnarnefndar og bæj- arstjórnar. (Framhald á 3. síðu).

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.