Neisti - 19.10.1949, Blaðsíða 7
GULLBRÖÐKAUP
eiga þau hjónin Guðmundur
Jónsson og kona hans Guðrún
Magnúsdóttir, nú tíl heimilis að
Þormóðsgötu 21 hér í bæ, 20. þ.m.
Þau voru ung hjónaefnin, sem
giftu sig 20. okt. 1899. Brúðguminn
var 22ja ára en brúðurin 19 ára.
Og eins og að l'ikum lætur, hefur
margt drifið á dagana síðan.
Þau hjónin bjuggu fyjst í Hrút-
húsum 1 ár, síðan í Haganesi til
1904, þá í Neðra Haganesi til
1918, þá á Syðsta Mói til 1932, og
hér í Siglufirði síðan, fyrst í leigu-
húsnæði en s'íðan í húsi sinu við
Þormóðsgötu 21.
Börn áttu þau 9, og eru 7 lif-
andi. Eitt barn dó ungt, en sonur
þeirra Jón drukknaði 18 ára á skip-
inu ,,Marianna“, ásamt fóstra Guð-
rúnar, Jóhanni. Eftirlifandi börn
þeirra eru Jóhann F., fulltrúi,
Reykjavík; Anna, gift Sveini Þor-
steinssyni hafnarverði; Ólafur,
bæjarfulltrúi, Siglufirði; Guðrún
gift í Reykjavík; Herd'is, gjaldkeri
rafveitunnar, gift Páli Pálssyni,
Stefán bifreiðastjóri, Siglufirði og
Soffia, gift á Akureyri. En auk
þessa barnahóps ólu þau upp 2
fósturbörn, Guðibjörgu Benedikts-
dóttur og Stefan'íu Frímannsdótt-
ur.
Skipstjóri var Guðmundur í 18
ár. Lengst var hann skipstjóri á
Voninni frá Akureyri, eða þar til
þáverandi eigandi hennar Kr. Haf-
steen seldi hana og flutti af landi
burt.
Eins og af þessu yfirliti sést,
hefur ýmislegt á dagana drifið. —
Miklu og farsælu dagsverki er lok-
ið með uppeldi hinna fjölmörgu
barna og fósturbarna. Má nærri
geta, hvort auðvelt hefur verið á
þeim timum að sjá fyrir svo stórri
fjölskyldu. En þetta iánaðist fyrir
mikla þrautseigju ogsamhentaelju
Forráð hússins hafa auðvitað lent
að miklu leyti á hinni ungu hús-
móður, er bóndinn var fjarvistum
að leita fanga í skaut Ægis.
Enn eru hjónin bæði sæmilega
ern. Guðrún hefur að v'isu verið
heilsuveil undanfarið, en Guðmund
ur gengur enn að vinnu með sama
glaðlyndinu og óbilandi kjarki og
áður fyrr. Þau geta á þessum
merku tímamótum glaðst yfir
ágætu ævistarfi í þágu lands og
þjóðar. Mannvænleg börn þeirra
og fjöldi vina sendir þeim heiila-
óskir með hlýjum huga og þakk-
læti fyrir skemmtilega samferð. —
En sjálf munu þau gleðjast mest
yfir minningunni um samveru-
stundirnar í blíðu og striðu; sam-
verustundir, þar sem heill barna
og fósturbarna var látin sitja í
fyrirrúmi fyrir eigin þægindum.
,,Neisti“ óskar þessum sæmdar-
hjónum allra heilla á þéssum
merkisdegi og gleðiríkrar framtið-
ar.
FRAMBOÐSFUNDUR
verður haldinn í Nýja bíó fimmtudaginn 20. október Jd. 8,30.
Umræðunum verður útvarpað um loftskeytastöðina hér á ca. 210
metra öldulengd.
Frambjóðendurnir.
KARTOFLUR! KARTOFLUR!
Þeir, sem pantað hafa hjá oss kartöflur og óskað eftir, að
þær yrðu látnar á kartöflugeymslu bæjarins, þurlfa að greiða
pöntun sína fyrir 10. nóv. n.k. til Matvörudeildarinnar.
Verði pantanir ekki greiddar fyrir þenna tíma munu kart-
öflumar verða seldar öðrum.
%
Siglufirði, 18. okt. 1949.
Kaupfélag Siglfirðinga
SEMENT SEMENT!
Fimmtíu tonn af sementi eru væntanleg í næsta mánuði.
Þeir, sem óska að tryggja sér sement af þessu magni, eru
beðnir að leggja pantanir sínar sem fyrst inn í Byggingardeild
vora. ■ |
Kaupfélag Siglfirðinga
TILKYNNING
Hér með tilkynnist þeim, er olíu liaupa til húsahitunar, að
panta þarf oliuna fyrir hádegi þann dag, sem hún á að afgreiðast,
ella bíður afgreiðslan næsta dags. Greiðsla fari fram við pöntun
olíunnar, nema öðruvísi sé um samið.
Olíuverzlun Islands h. f.
H.f. Shell á íslandi
Siglufjarðarumboðin.
Eitt eru orð, annað athafnir
GULLBROÐKAUP
Á morgun, 20. okt., eiga 'þau
heiðurshjón Aðalheiður Þorsteins-
dóttir og Aðalbjöm Björnsson á
Steinaflötum gullbrúðkaup. Þann
dag fyrir 50 árum voru þau gefin
saman í kirkjunni á Barði í Fljót-
um, sama daginn og þau Guðrún
Magnúsdóttur og Guðm. Jónsson.
Árið eftir fluttust þau hjónin að
Máná í Dölum. Þar bjuggu þau í
25 ár og þar fæddust öll börn
þeirra, 8 að tölu. Af þeim eru 6
á lífi, eitt dó nýfætt og stúlku,
Guðrúnu, misstu þau um tvítugt.
Börn þeirra á lífi eru þessi:
1. Jóna, gift Þorsteini Gottskálks-
syni.
2. Guðbjörg, gift Rögnvaldi Gott-
skálkssyni.
3. Jóhann, kvæntur Petrínu Frið-
björnsdóttur.
4. Þorsteinn, kvæntur Guðbjörgu
Valdadóttur.
5. Sigriður, gift Þórði Jónssjmi,
6. Kristín, gift Þorsteini Einars-
syni. ';
Öll eru börn þeirra hjóna búsett
hér í Siglufirði, og öll eiga þau
mannvænleg börn, sum uppkomin.
Eru afkomendur gullbrúðkaups-
hjónanna, þeir sem á lífi eru, nú
orðnir 35 að tölu.
Frá Máná fluttu þau hjónin að
Steinaflötum, og þar hafa þau
búið í nær 25 ár.
Framan af stundaði Aðalbjörn
sjómennsku ásamt búskapnum.
Var hann í nær 30 ár á hákarla-
skipum, og lengst með þeim Sveini
Péturssyni á „Fljóta-Víkingi“ og
Oddi Jóhannssyni á Siglunesi á
„Njáli“, ,,Æskunni“ og fleiri skip-
um. Konan annaðist þá bústörfin
á meðan, ásamt eldri börnunum,
þegar þau fóru að komast á legg.
Lífsbaráttan var hörð þá, og byrj-
aði snemma hjá unglingum. Oglþeir
höfðu gott af að þurfa að vinna,
það stældi þróttinn. En ýmsir fóru
á mis við þau lífsþægindi, sem nú
þykja og eru sjálfsögð. i
Aðalbjörn hefur verið traustur
meðlimur í samtökum verka-
manna ‘í Siglufirði; stéttvís og
heiðarlegur baráttumaður fyrir
bættum kjörum verkamanna og
verkakvenna, fyrir bættum hag
allra 'íbúa Siglufjarðar, og fyrir
bættu þjóðskipulagi, og í þeim efn-
um, sem öðrum, hefur konan staðið
við hlið honum og verið hans önn-
ur hönd.
Það er sómi hvers bæjarfélags
að eiga og hafa átt jafn nýta
borgara og þessi heiðurshjón. Og
sannarlega er tilefnið til ham-
ingjuóskanna gagnkvæmt: Að
óska þeim hjónum innilega til
hamingju með gullbrúðkaupið og
Siglufirði til hamingju með þau.
„Siglfirðingur" var hér um dag-
inn ákaflega hneykslaður yfir því,
að Erlendur Þorsteinsson skyldi
eiga sæti í stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins og Síldarútvegsnefnd. —
Taldi blaðið, að þar sem bæði
þessi fyrirtæki væru heimilisföst
hér í Siglufirði, hefði verið nær
fyrir Alþýðuflokkinn að skipa t.d.
Kristján Sigurðsson 'í þessi störf,
þar sem hann væri heimilisfastur
hér, en Erlendur ekki.
Það er dálítið broslegt, að sjá
þessi ummæli á prenti í „SigLfirð-
ingi“, en vera má, að það eigi að
vera vísbending til Bjarna Ben.
um, að Sohiöth geti vel tekið við af
Sveini Ben og Stebbi af Jóni Þórð-
arsyni.
En hvernig er nú annars hlutur
Sjálfstæðismanna í þessum efn-
um. Hann er sá, a$ þeir tóku for-
mannsstarfið í Síldarútvegsnefnd
af Sigurði Kristjánssyni, nauðug-
um, og fengu það í hendur Jóni L.
Þórðarsyni. Sigurður er þó búsett-
ur 'i Siglufirði og hafði tvívegis
verið í framboði fyrir flokkinn í
Siglufirði. Það er svo önnur saga,
hvernig flokkurinn reyndist hon-
um við síðustu kosningar.
X ERLENDUR f’ORSlE/NSSON