Neisti


Neisti - 19.10.1949, Side 6

Neisti - 19.10.1949, Side 6
f, N E I S T I / Ræða Gunnars Vagnssonar Framíhald af 5. s'íðu sjálfsögðu áður en greiðsla hefur farið fram, nema upphæðin hafi beinlínds verið á fjárhagsáætlun, svo sem laun fastra starfsmanna, þá hafa stundum verið greiddar upplhæðir áður en uppáskrift nefnd arinnar hefur komið, enda æ,va- gömul venja og enginn fundið að því, ekki einu sinni Schiöth. iSchiötlh hefur viðurkennt á bæj- arstjórnarfundi að hann myndi, þar sem ég hef stefnt honum fyrir þessi ummæli, vera viss um að fá sekt, en lét þau orð falla að hann vildi vita fyrst hvað sektin yrði há áður en hann stefndi Neista, blaði Allþ.fl., fyrir einhver ummæli um hann, svo hann gæti gert til- raun til að innheimta sektarupp- hæðina þar. Á þetta hlýddu marg- ir bæjarfulltrúar og þykir mér meira að segja trúlegast, að Schiöth haf i manndóm til að kann- ast við, að hér fer ég alveg með rétt mál, enda skora ég á hann að gera það í þessara votta viðurvist. Þá væri hann vissulega maður að meiri. Hinsvegar hefur Schiöth þá skoðun, að allsherjarnefnd hafi ekki heimild til að samjþykkja greiðslur utan fjárhagsáætlunar og beiníst þá þessi gagnrýni hans að bæjarstjórninni í heild, en ekki mér. (f síðari ræðu sínni viður- kenndi Söhiöth fyrir fullu húsi á- heyrenda, að það sem ég hefi um þetta sagt væri í alla staði rétt). Rök íhaldskommúnista eru öll haldlaus. Hér með hef ég tekið til með- ferðar þau „rök“ sem eru, að því er ég fæ séð, þau einu, sem færð eru fram fyrir brottvikningu minni. Öll eru þau haldlaus, ýmist lítil- mannlegar blekkingar eða ómerki- legar tylliástæður. Kynni því ó- breyttan borgara að gruna, að eitthvað væri annað og meira á fyrir og hann hefur gert sína játningu mér í vil í inargra bæjar- fulltrúa viðurvist. Erfiðleikar yfirstandandi tíma ýmist arfur frá eldri tímum eða afleiðing síldarleysisins Siglufjarðarkaupstaður á við fjárhagslega örðugleika að stríða. Fimm s'ildarleysisár í röð hafa þjakað þjóðina. Enginn einn kaup- staður á eins mikið undir síldveið- unum og Siglufjörður. Þrátt fyrir s'ildarleysið hefur um 5—6 ára skeið verið um að ræða mjög mikla fjárfestingu hér, framan af að mestu fyrir lánsfé. Þegar ég kom hér fyrir 3 árum, um þetta leyti árs, voru hér stórkostlegir fjár- hagsörðugleikar. Húndruð þús- unda króna í vanskilaskuldum lágu í óreiðu, nær 200.000 krónur við Höjgaard & Söhultz,’ nær 100.000 krónur við Sendiráð íslands í Was- hington, ógreiddur en mjög hart krafinn kostnaður við gerðardóm vegna Skeiðsfossvirkjunar, ó- greidd vinnulaun svo tugum þús- unda króna skipti, auk margs ann- ars. Þá hafði engin nákvæm at- hugun verið á því gerð hvernig f járhagur bæjarins i raun og veru var. En fyrir alþingi lá beiðni um hálfrar milljón króna lán til raf- veitunnar vegna stórkostlegra greiðsluvandræða hennar, sem jafnframt kom niður á öllu bæjar- félaginu. Sú lánbeiðni varð árang- urslaus og ætla ég engan um það að saka. En það máttu bæjariull- trúar allra flokka eiga, að þeir sameinuðust um það eitt að ráða fram úr erfiðleikunum og bjart- sýni bæjarstjórnarinnar var meira að segja það mikil, að hún lét sig ekki aðeins dreyma um að halda fjárfestingunni áfram, kaupa tog- ara og leggja í hann nær 900.000 króna, byggja sundlaug og leggja í hana nær 600.000 króna, byggja hafnarmannvirki og leggja í það frá hafnarsjóði nokkuð á aðra milljón króna, leggja hundruð þús- unda króna í nýja vegi og ný tæki til að vinna með, leggja tugi þús- unda króna í að standa við gaml- ar skuldbindingar um kaup á bát- um í bædnn o.s.frv., með öðrum orðum byggja undir atvinnulífið með ýmsu móti, jafnframt þv'í að bæta skilyrðin í heilbrigðis-, menn- ingar- og samgöngumálum. I þessu efni hefur mikill árangur náðst, þar sem allir hafa staðið saman. Þrátt fyrir það að enginn meiri- hluti hefur á bak við mig staðið. Þegar á milli hefur borið hefur verið reynt að afla málinu fylgis milli flokka á víxl, eftir því sem unnt hefur verið og grundvöllur fyrir hverju sinni. Og oft hefur þetta tekizt árekstral'ítið. Niðurrifsöflin yfirbuguðu skyn- semina. En svo fer það saman, að s'ildin bregst fimmta árið í röð, og að kosningar fara í hönd. Þá stand- ast ekki þau öfl lengur mátið, sem öllu vilja fórna í von um stundar- ávinning, tímabundinn og meira að segja óvissan, pólitískan hagnað. Þa-ð er af þeim rótum, sem síðustu atburðir í bæjarmálum í Sig'lufirði eru runnir og engu öðru. Niður- rifsöflin töldu, að einhverju þyrfti að fórna, kenna einhverjum um hvernig komið væri, til að gera með þv'i tilraun til að hreinsa sitt eigið skinn og losa sig við þann vanda, að mæta erfiðleikunum. Og Sjálfstæðismenn undir forystu Péturs Björnssonar og sósíalistar sem svo kalla sig, undir forystu Gunnars Jóhannssonar, komu sér saman um að kenna mér um ófar- irnar. Rökin, sem þeir haifa fyrir þeirri sekt minni fært, þau hef ég hrakið. En þeir félagar, sem nú hafa myndað bæjarstjórnarmeiri- hluta með samþykkt um að reka mig, hafa með því engan vanda leyst. Og mér sýnist, eins og horf- ir, að sú lausn gangi þeim erfið- lega, og væri þó óskandi, bæjarins vegna, að úr rættist. bak við, sem enginn vildi kveða upp úr með af hl'ífð við mig. En svo er heldur ekki, og leiði ég það af því, að í Siglfirðingi stendur hinn 11. þ. m. orðrétt: „Enginn maður, svo vitað sé, hefur brugðið Gunnari Vagns- syni mn nokkurn þann verknað, er skert gæti æru hans, enda myndi engum Siglfirðingi detta slik f jarstæða 'í hug.“ Virðist mér þessi yfirlýsing taka af öll tvímæli um það, að engin dýpri rök, eitthvað sem af hlifð við mig sé ekki látið koma fram, liggi til grundvallar, enda myndi líklega veitast erfitt að sanna slíkt þótt reynt væri. Þarf ég heldur ekikert undan því að kvarta að nokkur hafi gert tilraun til slíks, nema Schiöth, ég stefndi honum Kjörfundur til Alþingiskosninga í Siglufjarðarkaupstalð, verður settur í leikfimihúsi barnaskólans kl. 10 f. h., simnudaginn 23. október 1949. — í k.jöri eru: Fyrir Alþýðuflokkinn: Erlendur Þorsteinsson, framkv.stj. — Framsólcnarfolkkinn: Jón Kjartansson, framkv.stj. — Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn: Áki Jakobssom, alþingismaður — Sjálfstæðisflokkinn: Bjarni Bjarnason, bæjarfógeti KJÖRSTJÓRNIN RÆTIH SKRIF 1 síðasta tbl. „Siglfirðings“ birt- ist grein sem ber fyrirsögnina „Gísli Sig ber að illkvittni.“ — Þó að Siglfirðingar séu mörgu van- ir frá fóðurmeistara íhaldsins í Siglufirði, keyrir þó hér alveg um þverbak. Það er eins og þeir sem í „Siglfirðing“ skrifa eigi allflestir engan snefil af sómatilfinningu, og að öll þeirra hugsun beinist að þv'í lægsta og auðvirðilegasta í mann- legri hugsun. Lygina hafa þeir fastráðið í þjónustu sína, og ill- girnin virðist vera í fastri tíma- vinnu hjá þeim. Hvorttveggja þetta nota þeir í .ríkum mæli í á- minstu greinarkorni. Þar er Gisla Sigurðssyni borið það á brýn að hann vilji auglýsa Pétur Björnsson sem ,,lubbalegan“ og ,,glóp“ frammi fyrir bæjarbúum. Komm- únistarnir, fyrstur Óskar Gari- baldason, lýsti því yfir á fjölmenn um bæjarstjórnarfundi, að tillaga Péturs Björnssonar væri ,,lúaleg“ og ,,lubbaleg.“ — Um þessar nafna giftir geta því Pétur og „Siglfirð- ingur“ snúið sér til hinna pólitísku rekkjunauta s'ína, Kommúnistanna. Út yfir alla þjófabálka tekur þó það, að fóðurmeistarinn telur Gísla J Sigurðsson hafa verið að ós’ka eft- ir heilsuleysi Péturs Björnssonar. Það hlýtur að þurfa sérstakan þankagang til þess að halda slíku fram. Hitt er svo annað mál, að fóðurmeistarinn sýnir með þessu eins óg svo oft áður þá dæmalausu lítilsvirðingu sem hann ber fyrir siglfirzkum lesendum. Það eina sem G'isli Sigurðsson sagði mn þetta var það, að engan skyldi undra þótt afrekiun Péturs Björnssonar væri lokið með brott- vikningartillögunni. Allir skynbær- ir menn vita og skilja, að þetta á í engu skylt við heilsufar Péturs Björnssonar, nema ef vera skyldi pólitískt heilsufar. Pétur hefur gerzt verkfæri í höndum öfgamannanna við „Sigl- firðing" Stefáns fóðurmeistara og Schiöths apotekara. — Þeirrar glópsku verður hann að gjalda. •— Almenningur mun sjálfur um það dæma af framkomu og skrifum Péturs Björnssonar í þessu máli hve stór sú glópska er. En gerð fóðurmeistarans við „Sigilfirðing“ er hin sama. Hann lætur sér sæma að vera með lúa- legar getgátur og stráksleg skrif í blaði sínu. Verði honum að góðu. TIL LEIGU eru tvö herbergi, eldhús og geymsla, til 14. maí. Jóhann Kristinsson Túngötu 41. I

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.