Neisti


Neisti - 19.10.1949, Side 8

Neisti - 19.10.1949, Side 8
38. tölublað. 17. árgangur. Miðvikudagurinn 19. október 1949. N E l Almennur borgaraffundur fordæmir harðlega brottvlkningu Gunnars Vagns- sonar úr bæjarstjórastarfi, — lítur þannig á, að með þeirri samþykkt, hafi bæjarfélaginu verið gert beint og óbeint f járhagslegt tjón, auk þess sem álit bæjar- ins útávið hafi verið skaðað Gunnar Vagnsson kom hingað til bæjarins með Esju s. 1. miðiviku dagskvöld. Ákvað hann þegar að halda álmennan borgarafund, þar sem flutningsmönnum brottvikn- ingartillögunnar gæfist tækifæri til að lýsa sökum í heyranda hljóði og honum sjálfum aðstaða til að svara til saka, ef nokkrar væru. Þessvegna skrifaði ihann þeim Pétri Björnssyni og Gunnari Jó- hannssyni strax á fimmtudag og skoraði á þá að mæta á fundinum með samtals jöfnum ræðut'ima við hann, og krafðist þess jafnframt, að þeir færðu fram rök fyrir brott- vikningu sinni, enda var þeim gef- inn kostur á að vera málshef jend- ur. Undirtektir þessara forustu- manna í samfylkingu ihalds og kommúnista voru heldur óthressi- legir. Gunnar Jóhannsson svaraði bréflega og kvaðst ekki mundi mæta; tilkynnti ekki heldur hver mæta myndi í hans stað, svo sem Gunnar Vagnsson hafði þó gefið bæði honum og Pétri kost á, ef þeir ekki gætu mætt sjálfir. — Pétur Björnsson var sagður veikur en sendi mann til að semja um fundartilhögun, ræðut'ima og fleira. Þegar fundurinn átti að hefjast var mættur af hálfu Pét- urs Björnssonar A. Schiöth, en fregnir bárust um að Gunnar Jó- hannsson myndi ef til vill mæta. Vildu nú 'hvorki Schiöth né Óskar Garibaldason, fyrir hönd G. Jóh. hlíta því að hafa samtals jafnan ræðutíma við Gunnar Vagnsson,. heldur kröfðust þess að hafa hver um sig jafnan t'íma á við hann, m.ö.o. samtals helmingi meiri tíma. Var augljóst, aðhvorum þeirrafyrir sig langaði lítið til að dæmast hafa samstöðu með hinuhi og vildu gjarnan reyna að rífa sig út úr flatsænginni. Var borin fram til- laga um að tilhögun um ræðut'ima skyldi vera sú, sem fundarboðandi hafði lagt til og hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn 40—50 atkv. Fundarhúsið var þá þegar orðið troðfullt, hvert sæti skipað uppi og niðri, og auk þess hundruð manna standandi meðfram báðum hUðarveggjum og fyrir enda húss- ins í fordyri og út á götu. Er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi annar eins mannfjöldi verið samankominn í Nýja-Bíó, og þó urðu margir frá að hverfa. Með þessari atkvæðagreiðslu mn ræðut'ímann dæmdu fundar- menn íhald og kommúnista í sam- stöðu, svo sem rétt er, en hitt er svo annað mál, hver sómi þeim, hvorum fyrir sig,ermeðþvígerður. Umboðsmenn íhaldsmanna og kommúnista tóku þann kost að fær ast undan að vera málshefjendur, og hóf því fundarboðandi umræð- urnar með þv'i að rekja tildrögin að því að fundurinn var haldinn. Skýrði hann stuttlega frá gangi málanna, eftir því sem þeir komu honum fyrir sjónir, skoraði á máls svara þeirra, er að brottrekstri hans stóðu, að lýsa þeim sö'kmn á hendur sér, sem fyrir hendi hlytu að vera, að öðriun kosti væri sýnt að hér væri á ferðum auðvirðileg- asti skrípaleikur. Á eftir Gunnari Vagnssyni töluðu þeir Schiöth og Gunnar Jóhannsson. Hafði Schiöth 'í upphafi fundar. lýst því yfir að hann myndi ekki taka þátt í fundin um, þar eð hann fengi ekki ásamt kommúnistum helmingi meiri ræðu tíma en Gunnar Vagnsson. Þegar Sehiöth hinsvegar fann fyrirlitn- ingu fundarins á þessari afstöðu hans, drattaðist hann með, en kvaðst mundi nota þann tíma sem honum sýndist ,en lét á sér skilja, að hann þyrfti mikið að segja. — Nú brá svo við, sem reyndar var við að búast, að Schiöth hafði alls engar sakir fram að færa, aðeins ^ndurtók nöldrið i „Siglfirðingi", sem allir eru nú farnir að sjá að er fram sett af fuUkomnum óheil- indum. Svo aumlega tókst nú þeim Schiöth og Gunnari Jóhannssyni að verja málstað íh'alds og komm- únista að til athlægis varð, enda veittu fundarmenn því athygli að engin rök komu frá þeim fyrir brottvikningu bæjarstjórans og svo langt gekk Schiöth, að hann bergmálaði heimskuþvættinginn úr „Siglfirðingi“ að þetta væri nú svo sem engin brottvikning, og að Gunnar Vagnsson hefði rekið sig sjálfur með þvi að mæta ekki á bæjarskrifstofunni þegar eftir S TI_____________________________ komu s'ina til bæjarins!! Skoraði Schiöth á forseta bæjarstjórnar að lesa skeyti, sem hann myndd hafa fengið frá félagsmálaráðuneytinu, en við þeirri áskorun varð Gunnar Jóhannsson ekki, hvað sem valdið hefur. Hvorugur bar fram nokkr- ar sakir, heldur tóku þann kostinn að teygja lopann um ómerkileg- ustu smámuni, sem Gunnar Vagns- son í síðari ræðu sinni hrakti lið fyri'r lið, auk þess sem hann þá gerði ítarlega grein fyrir gangi þessa máls, sannaði að hann hefði sett fyrir sig bæjarstjóra, bæjar- gjaldkerann innivið, og bæjarverk- fræðinginn útivið, og tætti sundur falsrök og tylliástæður hins nýja bæjarstjórnarmeirihluta fyrir rétt mæti brottvikningarinnar. Er sá hluti ræðu hans birtur á öðrum stað hér i blaðinu. I seinni ræðum félaganna kom ekkert nýtt fram, en þeir notuðu sér að tala s'íðastir og endurtóku dylgjurnar, vitandi, að Gunnari Vagnssyni gafst ekki tækifæri til andsvara. Á eftir þessum umræðum, reyndu nokkrir bæjarfulltrúar og snápar 'ihaldsins og kommúnista að verja gerðir meirihluta bæjarstjórnar- inhar, en fórst óhönduglega, sem von var, enda bar útlit þeirra sumra vott um að samvizkan var langt frá því að vera góð. Kristján Sigurðsson og Gísli Sigurðsson veittu íhaldskommunum viðbótar-. ráðningu og fluttu ásamt Ólafi Guðmundssyni eftirfarandi,tillögu: „Almennur borgarafundur, haldinn í Nýja-Bíó, föstudag- inn 14. okt. 1949, fordæmir harðlega þá samþyklxt meiri- hluta bæjarstjórnar Sigluf jarð ar Iiinn 4. þ. m., að víltja Gunn ari Vagnssyni frá störfum fyrirvaralaust í sem , bæjar- stjóra, og telur fundurinn að með þeirri samþykkt liafi b.æj arfélaginu verið gért beint og óbeint f járhagslegt tjón, jafn- framt því að álit kaupstaðar- ins út á við liefur verið rýrt.“ THlaga þessi var samþykkt með á annað hundrað at'kvæðum gegn 12 (Ól. Ragnars, Einar Albertsson og Co.). Duldist og engum, að það andaði köldu tH forkólfa hinnar nýju samfylkingar, enda veit aUur sá mikli fjöldi, sem fundinn sótti, og hlýddi á mál manna, að það er ekki of mælt, að fyrirlitning fundarmanna á framkomu og mál- flutningi íhalds og kommúnista er alger. Má þó fuHyrða að sú fyrir- Htning hlýtur að aukast stórlega þegar menn leiða hugann að því, í hvent öngþveiti þessir flokkar hafa komið bæjarmálunum, með framkomu sinni og gerðum hinar s'íðustu vikur, og verður þeirri hlið málsins gerð nánari skH á öðrum stað í blaðinu. ★ Ábyrgðarleysi bæjar- stjórnarmeirihlutans (Framliald af 1. síðu). vinnuskilyrði hafa að bjóða, og jafnframt gera tilraun tU- að leysa úr aðsteðjandi fjárhagsvandræð- um. Sú nefnd hefur ekki verið köHuð til starfa tH þeirra verka, sem henni voru ætluð og hér var lýst, síðan 1. okt., en formaður nefndarinnar er Pétur Björnsson. Hvað fuUtrúa Alþýðufl. 1 nefnd- inni snertir, er hann, svo sem hann hefur opinberlega lýst yfir, fús og reiðubúinn til að taka þátt í viðreisnarstarfi, sem 4ra manna nefndinni var ætlað að vinna, þótt þann hinsvegar neiti þv'i harðlega, að eiga hlut að þeim skrípaleik, sem meirihluti nefndarinnar hefur verið látinn leika. Afleiðingar af ábyrgðarleysi hins nýmyndaða meirihluta eru því þessar: 1. Meirihluti bæjarstjórnar er fordæmdur og fyrirhtinn af almenningi í bænum. 2. Sami meirihluti hefur orðið kaupstaðnum út á við til aévar- andi háðungar. 3. Bærinn er framkvæmdastjóra- laus. 4. Bæjarskrifstofan er ábyrgðar- laus um afgreiðslu daglegra verkefna. 5. Mikilsvarðandi og aðkallandi verkefnum bæjarfélagsins er ekki sinnt. 6. Bæjarfélagið eða meirihluta- flokkarnir í bæjarstjórn, verða að sjálfsögðu fyrir stórkost- legum f járútlátum vegna kaup- greiðslna og skaðabóta fyrir tilraun tH mannorðsspjalla, auk þess sem beint og óbeint fjárhagslegt tjón bæjarins af aðgerðum meirihlutans vex með degi hverjum og verður ekki með tölum talið. 7. Þær tilraunir, sem bæjarstjórn hafði áður hafið um atvinnu- aukningu í bænum, liggja niðri iþótt fjölmargir verkamenn séu atvinnulausir og geti ekki gert sér grein fyrir, hvernig þeir eigi að sjá fjölskyldum sínum fanborða. Dánarfregnir ★ Þann 12. október lézt að heimili sínu, Túngötu 9, Gísli Gíslason, verkamaður, 78 ára að aldri. — Þessa mæta manns verður minnzt nánar s'íðar. ★ Þann 13. okt. s.l. lézt að heimHi sínu, Eyrargötu 25, frú SvanhUdur Einarsdóttir, kona Bjarna Kjart- anssonar, forstjóra.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.