Reykvíkingur - 06.12.1928, Síða 8

Reykvíkingur - 06.12.1928, Síða 8
800 REYKVÍKINGUR Eitt kvöld í Rvík. Smásaga eftir Einbúann. Þetta er í fyrsta sinn, að ég er staddur í höfuðstað landsins. Ég pekki hér fáa, en einn peirra er Björn, eða Bjössi, eins og við vorum vön að kalla hann heima. Og óg var svo heppin að rekast á hann í kvöld, innarlega á Laugaveginum. Ég heilsaði hon- um. Og eftir að hann hafðiboð- ið mig velkominn til bæjarins, verðum við samferða niður í bæ. 1 Austurstræti er fjöldi fólks, á eirðarlausu rápi fram og aftur milli Haraldarbúðar og Vöru- hússins. Það er fólk af öllum aldri. En inest ber þó á strák- um og stelpum, er ferðast hér í smáhópum, kjaftandi, hlæjandi og glápandi hvað á annað. er pað mætist í hringiðunni. Ég var steinhi8sa á pví, hve iðið pað var - við iðju þessa, og gat alls ekki skilið, hvað dvaldi það við pessa tilkomulausu malbiks- götu. Við höfðum nú gengið þarna nær prjá stundarfjórðunga, og altaf virtust pað vera sömu andlitin, sem fyrir augun bar. Hafði ég orð á pví við Bjössa. Og gaf hann mér eftirfarandi skýringar: Svæði petta heitir »Runtur.« Hér gengur sama fólkið kvöld Fyrsta tbl. er uppselt og er keypt á afgreiðslunni í Tjarnar- götu við Iíerkastalann á 50 aura (og selt aftur sama verði pcini er kaupa pað sem út er komið af blaðinu). Afgr. altaf opin kl. 11—12 og 6—7. Sími 1)80. eftir kvöld, viku eftir viku, mán- uð eftir mánuð, jafnvel ár eftir ár. Og köllurn við iðju pessa að »rúnta« á reykvísku. Petta er hjarta bæjarins, að minsta kosti á kvöldin. Hér rúnta reykvísku meyjarn- ar, par tíl pær annað tvcggja giftast eða pipra. Þetta er eins konar ástartorg. Ek'ki pó pann- ig, að hér séu ástir seldar á uppboði til hæstbjóðanda við hamarshögg, En hingað leita ástleitnir ung'- lingar til að leita sér að maka- Augun eru hér milliliður og semjari. Setjum svo að pú sjáir hér kvenmann, sem pig langar til að kynnast. Þá kemur pú pví pannig fyrir, að pið mætist á þeim stað Rúntarins, sem bjart- ur er, t. d. móts við Ilaraldar- búö. Þú gefur henni auga, blikkar, p. e. lítur á hana og deplai' Frh, á bls. 809

x

Reykvíkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.