Reykvíkingur - 06.12.1928, Blaðsíða 12

Reykvíkingur - 06.12.1928, Blaðsíða 12
804 REYKVIKINGUR Nant gera at. í borg eirmi i Kent í Englandi átti ab reka fjögnr naut til slátr- unar. En alt í einu fó’ru pau að haga sér eins og þau vissu hvað biði þeirra, pau gerðust ólm, og þutu af stað eftir aðalgötu boiig' arinnar, án pess að nokkuð yrði við pau ráðið. Ráku pau prjá menn í gegn með hornunum, og biðu tveir peirra bana. Eftár æði stund náðust þrjú nautin, en hið fjórða náðist ekki fyr en seint og síðarmeir, og varð pað til pess, að það var látið lifa, því maður einn bauð þrefalt verð fyrir það, móts við það, sem fengist hefði með þvi að slátra því; sagðist hann vilja eiga naut, sem drepið hefði mann. Hann seldi það þó daginn eftir fyrir helmingi meira verð, en hann keypti það á, en ísá sem keypti, sýndi það síðan fyrir peninga,, og er sagt, að hann hafi liaft upp úr því tífalt það verð er hann keypti það. „Hvernig iiður J6ni?‘‘ „Honum líður nú ekki vel. Hon- um er bannað að taka sér göngu- tíira og hann má ekki borða nema einstaka matartegund." „Nú hvað er að? Er hann veik- ur ?“ \ „Nei, hann er í tugthúsinu.'1 Onll á sjávarbotni. Árið 1799 sökk freigátan Lu- tine undan Hollandsströndum og var þar um borð mikið af gulb og silfri í stöngum. Menn vita hér um bil hvar hún sökk, og þó ekki nákvæmlega. Hafa maigar tiiraunir verið gerðar til þess að finna hana, en fram að þessu hefir það ekki tekist, því hún er sand- orpin. — En það hafa fundist munir úr henni, þar á meðal skipsklukkan, er fanst fyrir 70 ár- um. Hangir hún á skipskoöunar- skrifstofu Lloyds í Lundúnum, og er siður að hringja henni i hvert skipti þegar fréttist um skipskaða. En nú hefir Lloyds ákveðið að gera tilraun til þess að ná guli og silfurfarmi Lutine,, og ætlar að nota við það allar nýjustu aðferðir við björgun. Fuglar í búri. Á Catania-eyju við Kaliforníu á að fara að búa til gríðarstórt fuglabúr, og eiga aö vera í því sjaldgæfir fuglar alstaðar að úr veröldnitli. Fuglunum verður safn- {að í þetta búr, sem ver'ður stærsta búr í heimi, til þess að hægt verði að athuga alt líferni þeirra, en það verður einnig til sýnis fyrir almenjning.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.