Reykvíkingur - 06.12.1928, Page 13

Reykvíkingur - 06.12.1928, Page 13
REYKVIKINGUR 805 Danskt dáðrekki. St. Lawrence-fljótiÖ í Kanada rennur á einum stað á flúðum er heita Lachine Rapids, og hefir að> eins einu sinni verið farið niður flúðir þessar á bát, en það gerði Indíánahöfðingi, er var á 35 feta löngum barkbát. Nú hefir dan.sk- ur unglingspiltur, að nafni Axel Thygesen, farið niður flúðimar og notað til þess örlítinn barkbát, er hann hafði búið til sjálfur. Var báturjnn aðeins 15 feta lang- ur og ekki tvö fet þ.ar sem hann var breiðastur. Mikill mannfjöddi horfði á hanm gera þeíia, og hvað það hafa verið afar æsandi sjön að sjá hann. Kennarimn: Úr hverju eru skörnir þínir, Jön? Jön: Úr skinni. Kennarinn: Úr hvernig skinni? Jön: Sauðskinni. Kennarinn: Hvaða skepna læt- ur þér þá í té skinn í skö og kjöt að borða? Jön: Pabbi. »Það er nýdáinn maður, sem arfleiddi barnaheimilið að öllu Seiu hann átti.“ »Og hvað átti hann mikiÖ?“ »Hann átti sjö börn." Yfir Bristolflóa. Ungfrú Kathleen Thomas synti fyrst allra yfir Bristoiflóa, og var að því 7 stundir og 14 mínútur. Vegalengdin er tólf sjómíiur (við- lilca og úr Reykjavík upp á Skaga). í haust synti maður að nafni E. H. Temme yfir flóann og var 6 stundir og 35 mínútur, en hann synti samtals 20 sjómílur, til þess að komast framhjá straumum sem leru í flöanum. Temme þessi hef- ir synt yfir Ermarsund og var fjórtán stundir að því. Fellibylurinn í Florida, Það er talið, að fellibylurinn, sem kom á Florida, hafi eyði- lagt fyrir 220 milj. kröna. Hann fór meðfram ströndinni á nálega 40 mílna svæði, en náði ekki nema 10—12 mílur inn í land- ið. „Ég iðrast eftir að ég skyldi giftast þér,“ sagði unga konan í fyrsta skifti, sem hjönin rifust. „Það er rétt að þú iörist eftir þv,i,“ sagði maðurinn, sem líka var fokvondur, ,,því með því hef- ir þú svift einhverja góðju stúlku góðúm manni, sem er ég.“

x

Reykvíkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.