Neisti


Neisti - 01.11.1958, Page 2

Neisti - 01.11.1958, Page 2
2 N E I S T I Falsanir kommúnista Framhald af Í síðu Skulu nú leiðréttar nokkrar helztu falsanirnar, þótt í rauninni að slík skrif séu ekki svaraverð. Það sem fyrst vekur athygli i nefndri ,,Mjölnisgrein“, eru eftir- fárandi ummæli: ,,En fljótlega kom í ljós, að skipið var ekki eins vel búið til þess starfs og ráð hafði verið fyrir gert og var þá bæjarstjóra falið að ganga eftir því við leigusala að úr þessu yrði bætt, en skipinu skilað að öðrum kosti.” — Hér í landi ritfrelsisins er mönnum frjálst að setja á prent næstum hvað sem vera skal, en ósannindi og falsanir dæma sig venjulega sjálft, vegna þess að allir heiðarlegir menn hafa and- styggð á slíku. í þessu tilfelli er staðreyndum alveg snúið við. Bæjarstjóra var aldrei falið að ganga eftir því við leigusala að bæta um útbúnað á Birninum um- fram það sem samningar kváðu á um, og því síður var samþykkt að skila skipinu fyrr en eftir hinn samningsbundna leigutíma. Hins- vegar bar Vigfús Friðjónsson í'ram tillögu í hafnarnefnd sam- hljóða þessum ummælum hans í ,,Mjölni,“ en sú tillaga var felld, með samþykkt breytingartillögu frá Baldri Eiríkssyni og Kristjáni Sigurðssyni, þess efnis, að þar sem skipið sé samningsbundið í þrjá mánuði og næg verkefni fyrir hendi, þá verði skipið látið vinna áfram á þann hátt sem hentugast sé. Þarna setur Vigfús Friðjóns- son fram augljósar falsanir í tnausti þess að almenningur þekki ekki gang þessara mála. Um til- gang þessarar tillögu Vigfúsar verður rætt síðar í þessari grein. Þá véfengir V. F. það, að dregin verði frá leiga fyrir þá daga, sem Björninn var frá störf- um vegna bilana og eins við- gerðarkostnaðar, ,,að undanskild- um 3-4 þús. kr.“. „Annan kostnað vegna tafa og bilana er því miður fyrirsjáanlegt, að bærinn verður að greiða“, segir Vigfús Frið- jónsson. 9. grein leigusamningsins um Björninn hljóðar svo: „Verði á leigusamningnum bil- anir eða skemmdir á skipinu, sem ekki er hægt að rekja til óhappa vegna verks þess, sem skipið er við eða á annan hátt hægt er að kenna leigutaka um, að skipið ekki er notkunarhæft, greiðist fyrir þá daga eða dag engin leiga.“ (Leturbr. Neista). Nú veit Vigfús Friðjónsson, sem hafnarnefndarmaður, um þetta á- kvæði leigusamningsins, en samt leyfir hann sér að bera fram slíkar fullyrðingar, sem ekki geta talist annað en fölsun á stað- reyndum. Þá endurtekur sig sama sagan, þegar um er að ræða samanburð á uppfyllingu fluttri með bílum og því, sem mokað er upp með Birninum. 1 skýrslunni, sem lögð var fram fyrir hafnarnefnd og bæjarstjórn, er áætlað að 2 rúmmetrar (20 tunnur) séu að meðaltali á bíl. En út af þvargi Vigfúsar Frið- jónssonar í hafnarnefnd og bæjar- stjórn, og rakalausum fullyrðing- um í „Mjölni“ um að afköst bíl- anna hafi verið vanreiknuð um 23'/t, lét bæjarstjóri framkvæma nákvæma mælingu á efnisflutningi bílanna af óvilhöllum mönnum og reyndist meðaltal á bíl vera 1,6 rúmmetrar (16 tunnur.) Er þvi tvennt sýnilegt: að fleypur Vig- fúsar er staðlausir stafir eins og við mátti búast, og að efnis- flutningur á bílum hefur frekar verið ofreiknaður í skýrslunni heldur en að af honum hafi verið dregið, þar sem þarna virðist vera um 20 % minna efnismagn en skýrslan gerir ráð fyrir. Kemur þá einnig í ljós, að það var rétt ályktað hjá þeim, sem skýrsluna tóku saman og áætluðu 20 tunnur á bíl, að hlutur bílanna væri það ríi'lega áætlaður, að þar mætti frekar draga úr en bæta við. Sama villan kemur þá einnig í ljós hjá Vigfúsi hvað snertir efnisflutninga með Birninum. Ef ganga má út frá þeirri staðreynd, sem Vigfús virðist ekki rengja, að komnir séu rúmlega 11 þús. rúm- metrar inn í bryggjuna, og reiknað er með þeirri vissu, að bílarnir hafi flutt heldur minna magn en þeim var áætlað í skýrslunni, þá hlýtur Björninn að hafa flutt a.m.k. það magn sem í skýrslunni greinir, og að öllum líkindum öllu meira. Enda het'ur Jón Daníelsson, sem var starfs- maður á Birninum, gefið skriflegt vottorð um það, að hann álíti að Björninn hafi flutt meira magn inn í bryggjuna en skýrslan gef'ur til kynna. ....... Að öllu þessu athuguðu virðist þó réttast að halda sig við það sem í skýrslunni greinir, jafnvel þótt hlutur bílanna sé gerður aðeins betri, en hlutur upp- mokstursskipsins lakari, og er þá tekið tillit til þess, að hlöss á bílunum munu hafa verið stærri meðan ekið var úr króknum við Öldubrjótinn. Þá er enn eitt atriði, sem Vdg- fús hafnarnefndarmaður falsar í nefndri „Mjölnisgrein“. Hann telur að fæðiskostnaður í þrjá mánuði hafi orðið „um eða yfir 50 þús. kr.“ Fæðiskostnaður starfsmanna á Birninum var þann 30. sept. kr. 24.562,69, eins og í skýrslunni segir. Þessa upphæð hikar Vigfús ekki við að tvöfalda, og segir að ráðinn hafi verið matsveinn á Björninn í sumar. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að matsveinn var á Birninum fyrstu þrjá dag- ana, meðan áhöfnin var að koma sér fyrir í fæði 1 landi, og ekki degi lengur. Utanbæjarmennirnir borðuðu á matsölum í bænum, Gránugötu 14, Borgarkaffi, meðan það var opið, og síðast lijá Ingibjörgu Jósefsdóttur, en bæjar- menn auðvitað heima hjá sér. Kaffi hafði áhöfnin hinsvegar um borð og skiptist áhöfnin um að sjá um það eftir því hvernig á stóð, en enginn sérstakur mat- sveinn starfaði að því verki. Þessi auðvirðilega lygasaga um „kokkinn á Birninum,“ sem hvergi virðist finnast nema í heilabúi Vigfúsar hafnarnefndar- manns, er einkennandi fyrir allan þennan dæmalausa málflutning. Þar er allt af sama toga spunnið, og ætti ekki að þurfa að eyða að því fleiri orðum. Þó er eitt mál, sem rétt er að minnast á, en það er viðaukakaupkrafa Jóns Dan- íelssonar. Virðist tilhugsunin ein um að ef til vill gæti tekist að hafa nokkur þúsund krónur rang- lega út úr hafnarsjóði, vera alveg sérstakt gleðiefni fyrir Vigfús Friðjónsson og félaga hans. Mála- vextir eru þessir: Þegar ákveðið var að Björninn skyldi vinna fyrir hafnarsjóð í sumar, var Jón Daníelsson ráðinn sem starfsmaður á skipið. Kjör hans voru þessi — eftir ósk hans sjálfs. — eins og þau eru skráð í fundargerð hafnarnefndar þ. 5. júlí sl.: „Vélstjóri (Jón Daníels- son) hafi kr. 6.500,00 á mánuði, frítt fæði og kr. 30.00 á tímann fyrir aukavinnu.“ Þessi kaupkrafa var samþykkt af öllum hafnar- nefndarmönnum, einnig Vigfúsi Friðjónssyni, og kom engin önnur kaupkrafa fram frá Jóni Daníels- syni. En þegar Björninn* hafði lokið störfum og allt kaup greitt skv. samþykktum launakröfum, þá kemur Jón Daníelsson með kröfu, til viðbótar áður greiddu kaupi, að upphæð kr. 7.800,00 fyrir ,,verkstjórn“ um borð í Birninum. Hafnarnefnd vísaði kröfu þessari frá, enda var með 'jeigusamningnum um Björninn sérstaklega áskilið, að maður þessi væri undir verkstjórn verk- stjóra hafnarinnar. Kaupkrafa þessi var auðsjáanlega búin til á skrifstofunni hjá íslenzkur fiskur h.f., með aðstoð lögfræðings kommúnista. Og svo áfjáður var Vigfús Friðjónsson í að „vernda“ hagsmuni bæjarins (sem hann mun kjörinn til sem bæjarfull- trúi), að þegar hafnarnefnd hafði vísað kröfunni frá sem hreinni fjarstæðu, þá hækkaði Vigfús kröfuna upp í kr. 14.000,00, og tók þá upphæð með í útreikninga sína við kostnað á rekstri Bjarn- arins, eins og upphæðin væri þegar greidd! Menn skilja almennt ekki,hvers- vegna Vigfús bætti kr. 6.200,00 ofan á það, sem Jón Daníelsson taldi sanngjarnt að kæmi í sinn hlut. Kemur helzt til álita, að Vigfús hafi tekið kröfuna að sér á hendur bænum og ætlað að svíkja þessar krónur út til við- bótar handa sjálfum sér. Má segja, að görótt sé trúmennskan við það, sem menn eru kosnir til að varðveita! Hver er tiigaágiir Vigfúsar Friðjónssoiiar með fölsunum sínum og rógskrifum? Fyrr í þessari grein er getið um tillögu Vigfúsar Friðjónssonar sem felld var í hafnarnefnd, um að reka uppmokstursskipið heim og telja það ónothæft, og útvega þegar í stað annað uppmoksturs- skip. Menn veltu fyrir sér, hvaða tilgang slík tillaga gæti haft, þar sem ekkert uppmokstursskip var tiltækt hér á landi til þessa starfs. En svarið kom von bráðar. Tilboð barst frá Vigfúsi Friðjónssyni um að selja bænum uppmokstursskip frá Bretlandi fyrir 2 - 3 millj. kr. og fór þá tilgangur Vigfúsar með tillöguflutningnum að verða býsna gagnsær. Hér var sem sagt á ferðinni ,,bisness“-maðurinn Vig- fús Friðjónsson, sem var að undirbúa viðskiptagrundvöll fyrir sjálfan sig! Þá var um að gera að reka Björninn heim og telja öll vinnubrögð í sambandi við hann mistök og hneyksli og reyna svo í leiðinni að ná sér niðri á bæjar- stjóra fyrir að hafa útvegað slíkt tæki. En mjög er hætt við, að öll hin vel hugsuðu „plön“ mn að auðgast á viðskiptum við bæinn beri lítinn árangur fyrir Vigfús Friðjónsson, hvorki með því að ætla að núrla inn nokkrum krónum í nafni Jóns Daníelssonar eða í von um „pro- vision“ af stórviðskiptum. Menn hafa yfirleitt ekki trú á slíkum „Dawson“-æfintýrum og yppta tómlátlega öxlum yfir öllum til- burðunum. Annar tilgangur er augljós hjá þeim félögum, kommúnistunum í minnihluta bæjarstjórnarinnar, en hann er sá, að koma því inn hjá vörubílstjórum bæjarins að þeir sem standa fyrir hafnarfram- kvæmdunum séu alveg sérstakir óvinir bilstjórastéttarinnar. Þessi fjandskapur við bílstjórana er talinn birtast í margvíslegum myndum, í fyrsta lagi í því að leggja fram reikninga yfir kostnað við efnisflutninga á landi (ásamt með öðrum kostnaði), í öðru lagi með því að láta Björninn dýpka framan við hafnarbryggjuna og í þriðja lagi með því að bílstjórarn- ir hafa nú unnið fyrir á þriðja hundrað þúsund krónur, með akstri á uppfyllingu í bryggjuna. Framhald á 4. síðu

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.