Neisti


Neisti - 23.12.1959, Page 1

Neisti - 23.12.1959, Page 1
Jólahugle Öll höfum við verið lítíl börn, og ég helð, að fullyrða megi, að öll höfum við hlakkað til jólamia. En hvers vegna? Sjálfsagt mun margt af yngra fólkinu svara: Af því að þá fæ ég alltaf eitthvað af fallegum jólagjöfum. Ekki mun aldraða fólkið svara eins. I>á voru engar jólagjafir. Oftast var þó reynt að gefa baminu einliverja nýja flík og eitt tólg- arkerti ef fátæktin var ekki því sárari. En börn, bæði gamla og nýja tímans, hafa hlakkað tii að fá betri mat að borða en hversdagslega. Þetta hefur skapað tilhlökkun barnanna, bæði nú og fyrrum. En bömin vaxa og verða unglingar og síðar full- orðið fólk. Og því meira, sem aldurimi færist yfir, því meira af ábyrgð lífsins leggst á herðar hvers einstaklings, karls og konu. Það sem langflestir hugsa mjög mikið um, og ekki sízt fyrir jólin, er að hafa rúman hag f járhags- lega, og geta veitt sér og sínum sem flest af því sem hugurinn gimist og aldarandinn og „tískan“ heimta. Þetta á við, meira og minna, bæði yngri og eldri, þó yfirleitt beri nokkm minna á kapphlaupi um þessi lífsins gæði, hjá þeim eldri. I lífi íslenzku þjóðarinnar hefur orðið bylting á síðustu 30—40 árum; svo stórkostleg, að tæplega er hægt að bera saman líf og aðstæður þjóðarinnar, þá og nú. En eitt er þó sameiginlegt. Framþróun lífsins heldur áfram. Blessuð bömin fæðast og þroskast, og þurfa að ná HEIEBRIGiÐUM ÞROSKA. Líkam- legi þroskinn er nú betri en hann var. En livemig er með hinn andlega? Allir vita, að á ofannefndu árabili hefur skóla- fræðsla ungmenna margfaldast. Ekki skal hér um það dæmt, hvort almenn þekking hefur að sama skapi margfaldast. En fyrir fáum árum vom færðar sönnur á, að fræðslu um trúarbrögðin væri mjög ábótavant, er það vitnaðist, að talsverður hluti skólabarna hafði ekki lært þá einu bæn, sem jóla- barnið Jesús hafði kennt mönnumun. Ekki skal skólunum að öllu um Jætta kennt, þótt þeir eigi þar sinn bróðurhluta, heldur verður að teljast, að lieimilin eigi þarna allstóra sök á. Nú mim ráðin að mestu eða öllu bót á þessu, og er það vel farið. Ég, sem þessar línur rita, hef aldrei lært annað eða fleira í trúfræði, en það sem mér var kennt fyrir fermingu. Ekki skal ég halda því fram hér, að ég skari neitt fram úr öðrum í trúrækni, nema síður sé, — en hitt vildi ég minna ykkur á, sem lesið þessi orð, — og þá ekki sízt nú við komu þessarar jóla- hátíðar, að tæplega mun hægt að benda á önnur nauðsynlegri og mikilsverðari mál, tíl göfgunar fyrir sálir okkar mannanna, en eilífðarmálin. — Raunar veit ég vel, að til eru menn, sem neita því, að tíl sé nokkur GUÐ eða nokkurt framhaldslíf, að loknu þessu jarðneska lífi. Það er ekki í mínu valdi að sannfæra slíka menn. Þeir verða víst að fá upp- fræðslu í æðri og líklega strangari skóla, en þessum sem þeir nú ganga á. En satt að segja finnst mér furðulegt hve mikil andleg blinda virðist hvíla yfir þeim mönnum, sem ekki geta eða vilja koma auga á hinn guðlega mátt og hina guðlegu dýrð, er hvarvetna birtíst í sköpun- arverkinu, hvar sem við rennum augum, hvort sem litið er til sólkerfanna, jarðarinnar, sem við búum á, eða hafdjúpanna. Alls staðar finnst mér að verk guðs, eða einhvers almáttugs afls séu sýnileg. En hina, sem trúa því, að tíl sé góður guð, og trúa á framhald lífsins eftír dauða líkamans, — vil ég spyrja að því, hvort þeir getí hugsað sér nokk- urn undirbúning nauðsynlegri, undir nokkurt nú- tíðar eða framtíðarstarf, en einmitt framhaldslífið. Flest okkar, sem búin erum að lifa nokkuð lengi hér, munu hafa orðið þess vör, að ýmislegt er í kringmn okkur, semi rið getum ekki gefið fullkomnar skýringar um. Skyldi þá vera svo furðulegt, þó við getum ekki gefið fullnægjandi skýringar á guðdóm- inum og verðiun að grípa til trúarinnar, þar sem þekkingu okkar þrýtur? Og það mun verða stað- reynd flestra, sem mikið reyna að læra, að því meira sem þeir hafa numið, þess betur finna þeir, hve lítíð þeira vita. Viðurkeiuium því, vinir mínir, að við erum mjög óþroskaðir, enn sem komið er, — þó sumir séu nokkru lengra komnir en aðrir, — og að allir erum við lítil, óþroskuð börn, sem þurfum á lijálp að halda. Og líklega er einlæg BÆN sterkasta aflið, sem við höfum yfir að ráða, — jafnvel öflugri en kjarn- orkan, — og langt frá því að vera eins hættuleg. Svo vil ég biðja ykkur öll, sem trúið á góðan guð, okkar himneska föður, að senda kærleiksríkar liugsanir til allra þjóða nú um jólin. Biðjum þess, að friður nái yfirtökum um heim allan. Förum að dæmi jólabarnsins, Jesús Krists, og biðjum jafnt fyrir þeim, sem nú beita okkur hörðum tökum. —? Reynum að rýma brott öllu hatri úr sálum okkar og takist það, vil ég vona að hjá mörgum jarðarbörn- um verði „gleðirík jól“ og upprenni gott og farsælt nýtt ár. V erkakvennaf élagið „Brynja“ óskar öllum félögum sínum og öllum Siglfirðingum GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS KOMANDI ÁRS Verkamannafélagið „Þróttur“ óskar meðlimum sínum, svo og allri alþýðu Siglufjarðar GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS KOMANDI ÁRS Oleieg jól! Farsælt komandi ár1 ★ Olíufél. Skeljungur h.f. Siglufjarðarumboð: EYÞÓR HALLSSON Alþýðuflokksfélögin í Siglufirði óska öllum meðlimum sinum og velunnurum, svo og Siglfirðingum GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS KOMANDI ÁRS með 'þökk fyrir ágætt og giftu- drjúgt starf á árinu, sem er kveðja. Möggu- og Siggu-bækumar eru tilvaldar jóiagjafir handa telpum. Ödýrar bækur. — Ötg.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.