Neisti


Neisti - 05.05.1962, Blaðsíða 2

Neisti - 05.05.1962, Blaðsíða 2
2 i--------------------------- NEISTI títgefaiidi: Alþýðuflokksfél. Siglufjarðar Ábyrgðarmaður: Kristján Sturlaugsson —---------------------------1 fllvarlegt verkfallsbrot Verikfailsbrot togarans Karls- efnis kann við fyrstu sýn að virð- ast djarfilegt framtak, sem borið hafi tilætlaðan árangur. Það var að vísu eingöngu vegna mistaka, sem All'þjóðasamband flutninga- verkamanna stöðvaði ekki löndun úr skipinu, en þetta ævintýri fcann að veita upphafsmönnum þess skammvinna gieði. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, og það varðar hvorki meira né minna en grundvallar- réttindi íslenzkra verkalýðsfélaga. Áratugir eru liðnir síðan félögun- um tókst imeð harðsóttri og grimmiiegri barábtu að fá samn- ingsrétt við atvinnurekendur. — Langt og mikið starf er að baki þeirrar iöggjafar og þeirri hefð, er tryggir rétt vinnandi manna til að hæbta vinnu um sinn til þess að knýja fram lausn á kjaradeiil- um. Ný kynslóð hefur vaxið upp í landinu, síðan ailit þebta gerðist. Þessi kynslóð ihefur iifað við meiri efni og öryggi en fyrri kynslóð- ir og skilur oft ekki, hvað eru aðaiatriði 1 sambúð vinnandi fólks annars vegar og atvinnuveitenda hins vegar. Þess vegna iáta menn sér nú detta í hug, að smeygja sér fram ihjá staðreyndum verk- falls og reyna ævintýri eins og brot Karlsefnis. 'Ef áfram verður haidið á þess- ari braut, hlýtur það að skoðast ast sem tiiraun til að brjóta nið- ur rébtindi og samningsaðstöðu verkalýðsfélaganna fyrir 30—40 þúsund félagsmenn og konur. — Það er tilraun tii að grafa undan einni iaf máttarstoðum ísienzks þjóðfélags. Atvinnurekendur, sem fara inn á þessa braut, taka sömu afstöðu og fyrirrennarar þeirra fyrir 30 árum, sem neituðu að viðurkenna verkalýðsfélögin, og reyndu með brögðum, peningum og sundrungu að eyðiieggja mátt þeirra. Ef Bogesenarnir æbla að ganga aftur, mun verkaiýðsshreyfingin fylikja iiði sínu á nýjan ieik. Þurfi að heyja baráttu við þá herra öðru sinni, verður það gert. — Þá getur afstaða flokika og fé- laga til íslenzkra þjóðmála b-reytzt á einni nóttu. FRÁ BÓKASAFNI SIGLUFJARÐAR Munið að skila bókum til safnsins fyrir 15. þessa mánaðar. Bókavörður. FIMMTU GS AFMÆLI 1 dag á Sigurjón Sæmundsson bæjarstjóri fimmtugsafmæli. Á undanförnum árum hefur Si'gurjón mjög látið tii sín taka í ýmsum félagsmálum bæjarins. — Formaður Karlakórsins Vísis hef- ur hann verið í mörg ár. Bæjar- fuiiitrúi Alþýðuflokksins var hann frá 1950—1958. Á þessurn árum átti hann sæti í Rjafveitunefnd, Rauðkustjórn og Hólsbúsnefnd. í Iðnráði Sigluf jarðar ihefur Sug- urjón átt sæti til fjölda ára. Árið 1958 var hann ráðinn bæjarstjóri og hefur gengt því starfi síðan. Undir stjórn hans hefur álit kaupstaðarins aukizt mjög og hvað viðkemur fjármál- 'um byggðarlagsins eru þau traust- ari nú, en um langt áraibil. Á þessum fjórum árum, sem Sigurjón hefur gengt bæjarstjóra- störfum, hefur ótrú'lega mi'kið verið gert til þess að byggja upp bæinn, og meira fé varið tiil verk- legra framkvæmda en nokkurn tíma áður. Sigurjón nýtur mikils trausts allra þeirra, sem 'kynnast honum, og er það bezt til sagna álit þei-rra manna í. valdastöðum þjóð- félagsins, sem hann svo oft hef- ur þurft að snúa sér til varðandi margvíslegum málefnum byggðar- lagsins. Það er óhætt að fuillyrða, án þess þó að gera nokkrum rangt til, að hann sé sá maður nú, sem bezt þekkir, hvað varðar málefni byggðarlagsins. í hópi vina og kunningja er hann glaður og reifur, og ihefur prúðmannlega framkomu. Á þessum merkis tímamótum er Sigurjón fjarverandi úr bæn- um í þýðingarmiklum erindum fyrir bæjarfélagið. Neisti sendir Sigurjóni og fjöl- skyldu hans beztu ámaðaróskir í ti'lefni dagsins frá siglfirzkum jafnaðarmönnum, um leið og hann á þá ósk bezta iSiglufirði til handa, að okkar ‘litla ibyggðar- lag megi njóta starfskrafta hans sem 'lengst. FIMMTU GS AFMÆLI Einn af merkari mönnum úr verkalýðsstétt þessa bæjar, Steinn iSkarphéðinsson vélstjóri, Kirkju- stíg 7, er fiimmtugur í dag. I liðlega 30 ár hefur hann verið einn af beztu starfsmönnum Síld- arverksmiðja ríkisins hér á staðn- um. Öll sín störf fyrr og síðar hefur hann ileyst af hendi af sér- stakri trúmennsku, skyldurækni og dugnaði, svo að leitun er að slíkum manni. Hér áður fyrr gegndi Steinn ýmsum störfum fyrir verkalýðs- hreyfinguna og hafði sóma af. Stieinn Skarphéðinsson er dreng- ur góður eins og hann á kyn til, og í hópi samstarfsmanna er hann hinn bezti félagi. Sá, sem þessar iínur ritar, þaikk- ar honum margar góðar ábend- ingar og gott samstarf á lífs- leiðinni um leið og hann færir honum og fjölskyfldu hans beztu árnaðarósikir í tilefni dagsins. Einn úr starfm.hópi S.R. Alþýðuflokksfólk og aðrir kjðsendur A-listans Kosningaskrifstofa A-listans er að Borgarkaffi. — Skrifstofan verður fyrst um sinn opin kl. 17-19 og 20-22. - Sími skrifstofunnar er 302. ★ Kjósendur Alþýðuflokksins eru beðnir að hafa sam- band við kosningaskrifstofuna og gefa upp- lýsingar um þá, er kunna að verða f jarver- andi á kjördegi og aðrar þær upplýsingar, er að gagni kunna að verða við undirbúning kosninganna. TAKIÐ ÖFLUGAN ÞÁTT I STARFINU x A-listinn MARKMIÐ ALÞYDUFLOKKSINS Lokatakmarkið er framkvæmd jafnaðarstefnunnar á íslandi. Áfangar á þeirri leið eru: 1) Að auka hagsæld almennings °g tryggja ölluin stöðuga vinnu. 2) Að rétta hlut þeirra, sem höll- um fæti standa í lífsbarátt- unni með félagslegu öryggi. 3) Að vernda lýðræðið og almenn mannréttindi og vinna að því, að menn séu metnir eftir manngildi, en ekki auði eða stöðu. 4) Að standa vörð um efnahags- legt, andlegt og stjórnarfars- legt sjálfstæði landsins og stuðla að friði og bræðralagi allra manna. ORSÖK og AFLEIÐING Það er siður liáttvísra bæjar- fulltrúa að sitja hjá við atkvæða- greiðslur í bæjarstjórn í málum, sem snerta þá persónulega. Við atkvæðagreiðslu um smá- styrk til Styrktarfélags vangef- inna á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs þetta ár, sátu allir bæjarfulltrúar Alþýðubnadalagsins hjá! Verkamannahústaðir Á síðustu dögum alþingis voru afgreidd ný lög um verkamanna- 'bústaði. Samkvæmt óskum Al- þýðuflok'ksins hafði ríkisstjórnin látið endurskoða gömlu lögin, sem voru orðin gersamlega úrelt, og síðan lagt fyrir þingið frumvarp að nýrri ilöggjöf. Hefur hún nú vsrið afgreidd, og má þar með segja, að verkamanna'bústaðir hafi öðlazt nýjan tilverurétt. Á sínum tíma voru lögin urn verkamannabústaði og fram- kvæmdir á, því sviði einn mesti sigur Alþýðuflokksins og allþýðu- stéttanna í flandinu. Síðan hefur efnahagur 'almennings batnað stórlega og þúsundir manna get- að eignazt íbúðir, sem aldrei 'hefðu hugsað til slíks fyrir strið. Jafnframt hefur verðbólgan gert lögin um verkamannabúst. úrel't. Þrátt fyrir hinar miklu þjóð- félagsbreytingar er enn rík ástæða til að veita liinum efna- minnstu aðstoð til íbúðabygg- inga, samkvæmt lögum um verka- mannabústaði. Þess vegna er end- urskoðun laganna mikill sigur, sem vonandi verður til þess að hleypa nýju lífi í framkvæmdir og tryggja, að þeir njóti, sem mesta þörf hafa fyrir. Til fermingargjafa: Svefnstólar Svefnbekkir Skrifborð, margar gerðir Skrifborðsstólar Kommóður, margar gerðir Saumaborð Gólflampar Borðlampar Hansa-hillur og borð Álafoss-teppi, kr. 360,00 PÖLSTURGERÐIN Túngötu 16 — 'HAUKUR JÓNASSON

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.