Neisti


Neisti - 05.05.1962, Page 3

Neisti - 05.05.1962, Page 3
3 AÐALFUNDUR Kaupfélags Siglfirðinga árið 1962 verður haldinn að Hótel Höfn, sunnudaginn 6. maí og hefst klukkan 1 eftir hádegi. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNÍN Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu lokkur isamúð og vinarhug við andiát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAK AXELS GUÐMUNDSSONAK, vélsmiðs. Sérstaklega viljum við (þakka (framkvæmdastjórum S. R. og sam- starfsmönnum hans á vélaverkstæði S. K. fyrir veglega minningargjöf. Eiginkona, dóttir, tengdasonur, barnabörn. Tilkynning til hjólreiðamanna. Hér með er vakin athygli hjólreiðamanna á því, að regl- um um biðskyldu við aðalgötur og reglur um umferð á einstefnuakstursgötum, gilda einnig um reiðhjól. Verða reiðhjólamenn sem aðrir ökumenn látnir sæta ábyrgð samkv. 116. gr. lögreglusamþykktar fyrir Siglu- fjarðarkaupstað nr. 74/1945, ef þeir brjóta gegn fyrr- nefndum reglum. Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað, 2. maí 1962. Einar Ingimundarson. Tilkynning til lóðareigenda. Hér með er vakin athygli lóðareigenda í Sigluf jarðar- kaupstað á 28. gr. heilbrigðissamþykktar fyrir Siglu- fjarðarkaustað þar sem segir, að hver lóðareigandi skuli láta hreinsa af lóð sinni allt sorp og rusl strax og snjó leysir af lóðinni. Ef út af bregður getur heilbrigðisnefnd látið framkvæma verkið á kostnað lóðareiganda. Samkvæmt þessu er hér með skorað á alla lóðareig endur að hafa lokið hreinsun á lóðum sínum fyrir 20. maí n. k., og mega þeir, sem vanrækja það, búast við að hreinsun lóða þeirra verði framkvæmd á þeirra kostnaö, samkv. áðurnefndu ákvæði heilbrigðissamþykktarinnar. Siglufirði, 30. apríl 1962. Heilbrigðisfulltrúi. Aðvörun til sauðf járeigenda. Athygli sauðf járeigenda er hér með vakin á því, að sam- kvæmt 65. gr., lögreglusamþykktar Siglufjarðarkaustaðar nr. 74/1945 skulu allar kindur á kaupstaðarlóðinni reknar í afrétt fyrir 15. júní ár hvert. Á tímabilinu frá því að fé skal rekið á afrétt og til fyrsta gangna ár hvert mega engar kindur finnast á verzlunarlóðinni nema þær, sem hafðar eru í húsi eða girðingu, sem lögreglan telur gilda, ella getur lögreglan látið slátra kindunum á kostnað eig- enda. — Þá skal ennfremur bent á, aö samkvœmt 67. gr. lögreglusamþykktarinnar mega kindur aldrei og á engum tíma árs ganga lausar á götum bœjarins, nema maður fylyi til að gœta þeirra. — Eigandi skal greiða allan kostnað við handsömun og varðveizlu kindanna. Selja má þær til lúkningar kostnaði þessum. Bæjarfógetinn í Siglufjarðartkaupstað, 2. maí 1962. Einar Ingimundarson. Nauðungarupphoð. Uppboði því á Hjaltalínsreitum I og II síld- arsöltunarstöð á Siglufirði, sem auglýst var í 20.-22., 29. og 34. tölubl. Lögbirtinga- blaðs 1962 og byrjað var 14. apríl síðastl., verður haldið áfram á eignunum sjálfum laugardaginn 5. maí n. k. Bæjarfógetinn í Sigluf jarðarkaupstað. TILBOÐ ÓSKAST Ibúðarbraggi SRP-verksmiðjunnar er til sölu, þar sem hann nú stendur. Tilboð í braggann óskast send oss fyrir 6. maí n. k. Skulu þau miðast við að bragginn hafi veriö fluttur af lóð vorri fyrir 1. júní n. k. Siglufirði, 27. apríl 1962. Síldarverksmiðjur ríkisins. ! '' ' 'V ' '■ . Tilkynning um skylduspamað. Þeir einstaklingar, á aldrinum 16 til 26 ára, sem ekki hafa fengið undanþágu frá skyldusparnaði, skulu mæta eða láta mæta með sparimerkjabækur sínar á skattstoí- unni, á tímabilinu 2. maí til 16. maí n. k. Er nauðsynlegt að þá hafi verið keypt sparimerki, og þau límd inn í bækurnar, er svari til 6 % af launum viðkomandi aðila á árinu 1961. Siglufirði, 29. apríl 1962. Skattstjórinn í Siglufirði, Ragnar Jóhannesson.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.