Neisti


Neisti - 26.05.1962, Blaðsíða 4

Neisti - 26.05.1962, Blaðsíða 4
4 Rabbad vid Alþýduflokksmenn um áhugamál þeirra Kristján Sigurðsson, verkstjóri. — Segðu mér, Kristján, hve- nær fórst þú að starfa í verka- lýðshreyfingunni ? — Ég gekk í Verkamannafélag Siglufjarðar snjóflóðaveturinn 1919. — Hverjir voru forystumenn Verkamannafélagsins þá ? — Það voru þeir tMaron Sölva- son og Gunnlaugur Sigurðsson. Mannstu hvað kaupið var þá í daglaunavinnu ? — Ég fór að vinna vorið, sem ég fermdist 1917. Þá var unnið í dagvinnu frá 6 til 6 og kaupið var 100 kr. á mánuði, hjá Sam- einuðu íslenzku verzlununum, Jón Guðmundsson var þá faktor. — Hvað er þér .minnisstæðast frá þessuim fyrstu árum. Var bar- áttan hörð hér? — Já, ihún var ákaflega hörð og erfið. Takimarkaður skilningur á ihlutverki Vehkamannafélagsins hjá verkamönnum sjálfum og náttúrlega thjá vinnuveitendum. Vinnuveitendur höfðu ekki sam- tök sín í milli. Þetta var fyrst og fremst barátta fyrir viðurkenn- ingu á verkalýðisfélögum sem samningsaðila. Hún tók mörg ár. Hvar lærðir þú trésmíði, Kristján? — Hjá Karli Sturilaugssyni, ég fék'k munnlegan samning, sérstak- lega íhagkvæman, því að ég fékk að vinna við smíðar á vetrum, en við síldarvinnu á sumrum. — Hvernig var ástandið hér yfir vetrarmánuðina á þessum tiíma? —. Slærnt, mjög slæmt, lítil sem engin atvinna. — Engin þorskút- gerð fyrr en eftir 1920. Menn reyndu að koma sér upp bústofni, höfðu fáeinar kindur. Þebta var ekkert láf, fátækt, basl og rétt- leysi. Hvenær gerðist þú jafnaðar- maður ? —■ Strax og ég gekk í verka- mannafélagið. —■ Hverjir voru iheiztu for- ustumenn verkamannafélagsins eftir 1920? — Það voru þeir Gunnlaugur Sigurðsson, Jörgensen og Karl Gíslason, og seinna Guðmundur Skarphéðinsson, Þormóður Eyj- ólfsson var aldrei með ofckur, en frú Guðrún var iþað, og var kos- in bæjarfulltrúi af lista ÍVerfka- mannafélagsins. Hvaða pólitískir andstæðingar hafa verið þér minnisstæðastir ? — Þormóður Eyólfsson og Þór- oddur Guðmundsson, báðir mjög gamansamir, iharðsnúniir og ófyrir leitnir, ef því er að skipta, bar- dagamenn. — Hvað segir þú um síðasta kjörtímabil ? — Eg tel það merkast að taik- ast skyldi að bjarga bænum úr því fjármálaöngþveiti, sem hann var kominn í. Og hafa aldrei, að mínum dómi verið eins miklir möguleikar til uppbyggingar og viðreisnar og nú eru. En nú sem áður er það á valdi kjósenda, hvaða leið verður farin. Það fer þvx eftir því bverjum verður fal- in forustan. Alþýðuflokkurinn mun e'kki skorast undan ábyrgðinni, ef svo ber undir. Jóhann G. Möller, verkamaður. — Þú ert fulltrúi verkamanna í stjórn S. R. ? — Jú, ég tel mig vera það og hef reynt að sýna það í verki, a. m. k. finnst sumum ég vera of hlynntur verkafólki. —■ Hvernig var iþér tekið þar fyrst? — Þeir voru ekki aillir ánægð- ir með mig þar, og er það svo enn, en ég hef reynt að gera mitt —■ Við höfum verið svo heppnir að fá afiburðagott starfsfólk, sem tekur starfið mjög alvarlega og skilur fyllilega þá ábyrgð, sem á þvá hvílir. Framleiðslan þykir sér- lega góð, má segja að hún sé 1 sérgæðaflokki. í sxrmar þarf að saJlta í 3—4000 tunnur til að verk- smiðjan hafi næg hráefni til vetr- arins. — Hvað um kjaramálin? — Ég tel að samningar þeir, sem gerðir voru á Akureyri, séu sanngjarnir og ber skilyrðislaust að semja við Þrótt á sama grund- velli. Hins vegar tel ég brýnasta verkefnið vera styttan vinnutíma með fullu kaupi og þarf verka- lýðshreyfingin að vinna að því í ein'lægni og án nokkurs dulbúins pólitísks itilgangs. — Kosningahorfur ? — Sumir koimmúnistar spá mér falli, en ég trúi því efcki fyrr en ég tek á. Við fulltrúar Alþýðu- flo'kksins ií bæjarstjórn höfum lagt okkur ala fram og starfað samkvæmt beztu samvizku. Aldrei hefur verið eins hagstæður grxmd- völlur til stórfelldra framkvæmda og nýsköpunar í okkar bæjarfé- lagi, ef rétt er á haldið. En til þess að svo verði, þarf A-listirm á ihverju sínu atkvæði að halda. Sigurjón Sæmundsson, bæjarstjóri. orku og dugnaði, sama hver þau eru. — Tekurðu nærri þér, þegar þú ert skammaður? Fylgir því per- sónuleg óvinátta? — Persónuleg óvild fylgir þvi eikki frá minni hálfu, hins vegar fannst mér fyrst að skammir snertu mig. Nú hafa þær engin áhrif. — Segðu mér Sigurjón, er það rétt að þér .hafi verið boðið að vera í framiboði fyrir Sósíalista- flokkinn hér 1956? — Já, það er rétt. Fulltrúar þeirra kornu til mín með fullt um- boð. Töldu þeir mig verða mjög nýtan fulltrúa fyrir Siglufjörð — og vænatanlega fyrir flokkinn. — Hver var ástæðan? — Ég geri ráð fyrir að þeir ihafi haft álit á mér til þess að gegna opiniberum störfum. — Vilt þú segja eitbhvað sér- stakt að lokum? — Aðeins þetta: ég óska Al- þýðuflokknum sigurs í baráttxmni núna, og brýni fyrir öllum að liggja ekki á liði sínu. Og sérstaklega vil ég vara við áróðri annarra fllokka um að Al- þýðuflokkurinn þurfi ekki á öliu sínu fylgi að halda. Stefán Guðmundsson, bifreiðarstjóri. — Hver telur þú vera þýðingarmestu mál, sem leysa þarf á næsta kjörtíma- bili? — Það er aug- ljóst mál: Stráka- vegurinn og Innri- höfnin. — Lausn beggja þessara mála mxm hafa svo stórkostlegar ibreytingar í för með sér að ég tel að við getum ekki .gert okkur grein fyrir því fyrirfram. Ekki einungis fyrir iSiglufjörð, heldur og fyrir sveitirnar vestan Siglu- fjarðar. Fyrir okkur bílstjórana er þetta náttúrlega persónulegt hagsmuna- mál hvers og eins, giidir bein- 1-ínis beinharða peninga, með: 1. Stóraukinni abvinnu. 2. Minni reksturskostnaði. 3. Miimi við- haldSkostnaði. Ég bendi aðeins á að nú er allt byggingarefni flutt yfir 600 m hátt fjall eftir slæm- um vegi. Við þurfum að borga sama vegaskatt til ríkisins og bíl- ar annars staðar, t. d. á Akureyri. Þeir geta notað þjóðvegarkerfið allt árið, við aðeins brot úr því. — Fáið þið ekki afslátt á skatt- inum, þegar þið notið aðeins göt- urnar |hér í bænum? — Mér vitanlega hefur enginn farið fram á það, en þetta er vissulega athugandi. — Finnst þér ekki gleðiefni að ríkisstjórnin skuli hafa tekið Strákavegiim inn á 5 ára fram- kvæmdaáætlun sína eins og nú er fullyrt. — Jú, vissulega, þá ætti rnálinu að vera borgið eftir mikið þras, vangaveltur og tafir. — Hvað ertu búinn að starfa lengi sem bilstjóri? — Síðan 1942. Framli á bls. 2. bezta og nota 'hvert tækifæri tíl að þoka framfaramálum áleiðis og veita þeim lið. — Hvað hefur áunnizt að þín- um dómi? — Það hefur ikomið fjörkippur í alla starfsemi verksmiðjanna og verksvið iþeirra verið víikkað. 1) Hráefni nýtt sem bezt, t. d. soðkjarnavinnslan og nú breyt- ing suðukara verksmiðjanna. 2) Niðurlagningarverksmiðjan, sem er eðlileg víkkun á starfs- sviði. Það voru til lög frá 1947, þar sem síldarverksmiðjunum var falið að annast byggingu niðurlagningarverksmiðju, en ekkert hafði verið gert í mál- inu. Ég gerði fyrirspurn um þetta mál 1959, og var þá sam- þykkt að hefjast handa um byggingu, og þú veizt að sjálf- sögðu hver árangurinn hefur orðið. —• Hingað til ihefur þessi til- raun tekizt mjög vel? — Hvenær fórst þú að hug- leiða stjórnmál? — Ég var félagi í F. ÍU. J. á Akureyri fyrir 1930. Og síðan' hef ég -fylgt þeirri stefnu, þó að ég tæki ekki virkan þátt í stjóm- málum fyrr en 1950. — Hverjir voru eftirtektaverð- ustu félagarnir þar? — Tryggvi Pétursson, Eggert Þorbjarnarson og Einar Olgeirs- son. Ágætir menn allir. Mér lík- aði persónulega sérstaklega vel við Einar, og þó að leiðir skilld- ust, heflur mér alltaf verið hlýtt til hans. — Hvernig er að skipta um star-f, svo gjörólík, sem þau eru, að fara úr rólegheitunum í prent- smiðjunni og í fremstu -víglínu st jórnmálabaráttunnar ? — Það er alltaf hvíld í iþví að skipta um starf. Fyrir mitt leyti álít ég að eitt sé sameiginlegt með öllum störfum, sem menn taika að sér: Að vinna að þeim með at-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.