Neisti


Neisti - 24.10.1962, Blaðsíða 2

Neisti - 24.10.1962, Blaðsíða 2
2 NEISTI Miðvikudagurinn 24. október 1962 NEISTI 1 S Kommar og EBE 1 síðasta tbl. Mjölnis er haldið áfram að fjargviðrast um Efnahagsbandalag Evrópu og þær geigvænlegu hættur, sem okkur eru búnar í sambandi við það. Kommúnistar urðu fyrstir floklta hér á landi til að kveða upp úr með ákveðnu stefnu gagnvart Efnahagsbandalaginu, og er á- stæðan augljós. Skömmu eftir að Bretar sóttu um fulla að- ild og ljóst var orðið að Efnahagsbandalaginu var mörkuð sú braut til nýs stórveldis, sem áður voru álitnir draum- órar einir, lýsti Krútschov yfir þeirri skoðun, að það væri einungis stofnað sem nýtt árásarbandalag á hendur Sovét- ríkjunum og aðeins í þeim tilgangi að klekkja á jæim og leppríkjum þeirra. Hefur honum sízt dottið í hug, að EBE væri stofnað til að efla og bæta lífskjör fólksins í löndum þess, því nóg finnst honum sjálfsagt um liina almennu velsæld, sem þegar ríltir þar. Tryggir þjónar Moskvu-valds- ins hófu því snarlega hatrama baráttu gegn þessu voðalega bandalagi og létu hinir íslenzku Moskvu-þjónar ekki á sér standa í þeim efnum frekar en öðrum, sem Austanlierr- arnir boða þeim, enda keniur berlega fram í skýrslmn Sovétstjóraariimar (annars staðar í blaðinu), að þeir eru þeim þæg þý og dettur þeim sízt í hug þar austur frá að efast um, að þeir íslenzku myndi ekki „heilbrigðan flokk“ á þeirra mælikvarða. Hlutverk þeirra er því að reyna að rugla dómgreind okk- ar og reyna að gera okkur eins erfitt fyrir í hlutlausu mati og þeir lifandi geta, og síðast en ekki sízt að hrinda okkur út I eins náin mök við kommúnistaríkin og mögulegt er. Þessum annarlegu sjónarmiðum reynir svo Mjölnir litli að SlA inn í vitund fólks og notar vinsæl slagorð eins og „frelsismissir“, „alger eyðing“, „auðvaldsálfhóll“, og ann- að slíkt, sem ímyndunaraflið leyfir þeim í það og það skipt- ið. Eru horfin lijá þeim, í þau skiptin, rökin fyrir sælu Eystrasaltsþjóðanna, sem hmlimuð voru í Sovétríkin gegn vilja síiium með hervaldi. Þær þjóðir voru aldrei spurðar, því var aðeins lýst yfir, að þær væru ósjálfbjarga og því „teknar“ undir vemdarvæng Sovétríkjanna. Nú halda þeir, að ísland standi í sporum Eystrasaltsþjóðaima gagnvart EBE, sem bíði færis til að svelgja okkur í sig. Sannleikur- inn er hins vegar sá, að það em þjóðimar sjálfar, sem sækjast eftir því að komast í EBE og engin tilraun gerð af þess hálfu að fá þær til þess. Það emm því við sjálfir, sem ákveðum hvort við verðum með og af hvað miklu leyti. Samstarf jæssara þjóða em kommúnistum mikið á- hyggjuefni og er því varla nema von að þeir séu farnir að telja spuminguna „Sovét-Island, óskalandið, livenær kemur eins og komist var að orði í FRÓÐLEIKSKQRNIÐ: Tæknileg indur veraldar þú?“ mjög svo „áleitna“ síðasta tbl. Mjölnis. Fólksflótti hér — fólksflótti þar! fólk vill flytja í þéttbýlið við Er fram llíða stundir mun árin 1960—1970 ef til vill verða álitin mestu tækniár sögunnar. Um víða veröld eru tæknifræðingar að störf- um við verkefni, sem kosta svo svimháar upphæðir, að það tæki venjulegan mann heilan dag að læra hverja summu utan að. 1 sumum tilfellum eru iþetta örðug- leikar, sem manninn hefur dreymt um í aldaraðir að yfirstíga. Og nú em áætilan- irnar og draumarnir orðnir að járnbentum steinsteypu- og stálundrum, sem brátt munu fara að hafa áhrif á líf og siði óteljandi millljóna manna. Sérfræðingar gætu vart kveðið upp úr með, hvert þeirra væri mikilvægast. Þeir mundu jafnvel vera í erfið- leikum með að bera þau sam an við tækniafrek annarra tíma. En að fráteknu því, hvað var byggt hér fyrr á tímum og hvað fólk segir að byggt verði 1 framitíðinni, hvað eru þá athyghsverð- ustu hlutirnir, sem nú eru í byggingu? Hin sjö undur veraldar i dag, ef svo mætti að orði komast? Hér er raðað í stafrófsröð sjö til- komumestu tækniframikv. í hinum frjáisa heimi, valið úr eftir ráðum og leiðbein- ingum bandaríska verkfræð- ingafélagsins eftir ráðstefnu þess með verkfræðingafélög- um annarra landa: Ohesapeake-flóa brúa- og jarðgangnaverkið í Virginíu. Delta áætlunin !í Hollandi. Mont Blanc-jarðgöngin í Fraklandi og ítalíu. Narrows-brúin, New York Rance flóða-verkið í Frakk landi. iSnjófjalla-áætlunin í Ástra líu. Vatnaáætlunin mikla í Californíu. Þessi sjö voru valin úr hópi verkefna úr öllum heimsálfum. Staðreyndir voru staðfestar, rannsákað- ar og metnar úr 107 áætlun- um frá 26 llöndum. Tækni- framkvæmdir hernaðarlegs eðlis voru efcki teknar til greina. Mörkin voru bundin við óvenjuleg itæknifyrirtæki bæði að stærð og gagnsemi fyrir manninn. „Neisti“ bregður hér upp lýsingum á einu þssara risamannvirkja. * NARROWS BRÚIN Brúin, sem nú er verið að byggja við Narrows, inn- siglinguna 1 New York-höfn, mun verða lengsta hengibrú í heimi — 4.260 fet milli brúarsporða. Það eru meira en 4/5 úr miílu af stáli hang- andi í loftinu, 228 fetum yfir skipaleiðinni milli Brooklyn og Staten eyju. Brúargólfið sem verður með 12 ákrein- um, mun verða það þyngsta sem nokkurn tíma hefur ver- ið byggt. Og þegar verkinu er lokið, árið 1965, mun brú- in verða dýrasti hlutur ver- aldar — 13.500 mililj. ísl. kr., sem er rneira en samanlagt verðmæti þriggja stærstu hengibrúa í heiminum í dag: Gullna hliðið í San Fransisko Mackinacsunds-brúin í Mioh- igan og Georgs Washington- brúin yfir Hudson flljótið. Þessi dýrasti hlutur allra alda er t.d. fjórum sinnum dýrari en Pentagon, bygging utanríkisráðuneytisins í Was hington. Báðir brúarsporð- arnir, 690 feta háir með söfckla 'Sem ná, 105 fet öðr- um megin og 170 hinum meg in, niður í jörðina, standa á tveimur fótum og er sér- hver fótur nógu stór til að koma mætti öllu Washing- ton-minnismerkinu inn ií hann og er þó rýmilegt pláss fyrir alla frelsisstyttuna eftir! Tímaritið „Engineering News-Record“ hefur sagt, að allt í sambandi við Narrows brúna sé stórt, stærra eða stærst. Til dæmis kostnaður- imi við að koma fyrir stál- böndunum f jórum og hengi- böndum öllum, varð um tveir milljarðar ísl. kr. — rneira heldur en allur kostnaðurinn við Gullna hliðis-brúna í San Fransisco. Burðarstálböndin fjögur, sem koma yfir brú- arsporðana, verða að halda uppi 84.000 tonna efnis- þunga, og að auki þeirra eigin þyngd, 39.000 tonnum + áætluðum kvikþunga frá umferðinni, 10.000 tonnum eða meira. Vegna þessa verða festingamar við end- ana að vera álveg geysilega kröftugar, en sá hluti Narr- ows-brúarinnar er eitthvað það ótrúlegasta af því öllu saman.. iSökkulsgrafimar voru 344 feta langar, 230 feta breiðar og yfir 100 feta djúpar. Það hefði verið hægt að koma þar fyrir heilum knattspymuvelli og samt hefði verið nóg pláss fyrir þúsundir áhorfenda út í hlið- unum. Viku eftir viku var byggt þarna upp, upp og upp í það sem nú stendur þar, gríðarmikið stálbeut steinfjall, sem rás með gran- ítlit upp úr vatninu, eins hátt og 18 hæða bygging, og þannig að lögun og þyngd, að þungi brúarinnar mun ekki ryðja því um eða fella það niður í vatnið. Þungi eins brúarsporðs er um 410. 000 tonn — en það er meira en alllur þungi Empire State bygingarinnar í New York. Vegna stærðar og stað- setningar brúarinnar, verður hún örugglega ein af auð- kennilegustu landmerkjum í heiminum. Skipstjóri nofckur Sú augljósa þróun, að Faxaflóa, héðan frá Siglufirði, eins og annars staðar að af landinu, hefur verið mjög rómuð af siglfirzkum kommum hvað Siglufjörð áhrærir. I hverjum Mjölni er um það getið, að nú séu svo og svo margir að flýja bæinn og það sé allt hinum hábölvuðu ráðamönnum bæjarins að kenna. Byggt á þeim forsendum, er hver sem flytur skráður sem sérstak- ur sigurvinningur á spjaldskrá Moskóvíta í Suðurgötu 10. En það sem fer að sjálfsögðu mest í taugar komma er það, að fólk skuli hafa frelsi til að hreyfa sig til eftir geð- þótta. Það gengur sem sagt mjög látlaust fyrir sig, þegar einhver flytur: stigið er upp í næsta áætlunarbíl eða næsta skip, vinir kveðjast, það er árnað fararheilla og fyrirheit gefin um að koma aftur, ef aðstæður bjóða upp á það. Þar eru á ferð frjálsir menn í frjálsu Jandi.og þar ráða komm- únistar að sjálfsögðu ekki. En eina dagleið fyrir autan okkur, á mörkunum milli hinna frjáJsu og hinna kúguðu þjóða hefur svívirðingamúr- inn verið reistur, með tilheyrandi gaddavír og vélbyssu- vörðum. Þegar fólk vUl flytja þaðan verður það að grafa sig undir múrinn, synda yfir ár og skipaskurði. Kveðjum- ar em kúlnahríð og er þeim sem þar vilja flytja, af miklu örlæti hjálpað yfir í þéttbýli hinna framliðnu. Þegar fréttir berast af slíkum atburðum koma Moskó- vítamir í Suðurgötu 10 gjarnan saman til fundar. Með austrænu glotti og ofsatrúarglaimpa í augum nudda þeir saman höndum og segja hver við annan: Gísli — Eiríkur — Helgi, þama ráðum við!! hefur sagt svo frá, að þegar einn brúarsporðanna var að- eins að hálfu leyti uppbyggð- ur, hefði hann séð hann ut- an af hafi í 20 mílna fjar- lægð. Allir, sem fcoma með skipi til New York munu sigla undir þessa brú, flug- farþeigar munu vart fcomast hjá að veita henni afchygli, og margir bifreiðaeigendur munu leggja lykkju á lleið sína, aðeins til að aka um brúna. Svo vill til, að höf- undur brúarinnar kom ein- mitt gegn um þetta sama Narrows Sund til Ameríku í leit að reynslu sem brúar- smiður. Það var 1904. Oth- mar Hermann Ammann var 25 ára, framgjarn verfcfræð- ingur, sem hafði nýlokið við sitt fyrsta verkefni, litla 30 feta steinbogabrú fyrir fjalla járnbraut í Sviss. 1 dag er Ammann 83 ára, viðkunnan- legur, hnarreistur og ein- beitnislegur maður, sem vinn ur daglega í verkfræðifyrir- tæki sínu í New York. Hann kom atvinnulaus til Banda- ríkjaima, féfck þó strax vinnu við sitt hæfi og lagði sig fram og varð einn fremsti sérfræðingur heimsins í gerð hengibrúa. Hann teiknaði Georgs Washington-brúna og hann teiknaði og var ráðu- nautur við Triborough-brúna Throg’s-brúna og Rayonne- ibrúna, sem hefur lengstu bogalengd í heimi. Hann var einn af þremur ráðunautum við Gullna hliðs-brúna í San Fransisco. Narrow-brúin er hápuniktur ferils hans. Allt var unnið út af starfsfólki hans, en í undirstöðuatriðum var farið nákvæmlega eftir ihugmyndum hans. Eitt slá- andi dæm-i um stærð brúar- innar: teiknaramir urðu að taka itillit til lögunar jarð- ar! Þess vegna eru brúar- sporðarnir, þófct þeir séu hvor á símmi stað nákvæm- lega hornréttir við yfirborð jarðar, fimm þumlungum fjær hvor öðrum við topp- ana heldur en niður við und- irstöður. Þefvísi Frams.manna 1 þingfréttum í fyrrakvöld var lýst frumvairpi sem þing- menn Frams. flytja um að tekið verði 15 millj. króna lán til að íbyggja Strákaveg. Það er sjálfsagt og skylt að þakka og meta alla góða við- leiitni tii þess að koma þessu mikla hagsmunamáli Sigl- firðinga heilu í höfn, en Framsóknarmenn hafa sýnt fádæma tvíiSkinnungshátt í þessu máh, verið algjörlega sammála áætlunum vega- máiastjóra um að láta Stáka veg sitja á hakanum, en þó þótzt hafa áhuga á að Strákavegur yrði lagður. Nú hafa þeir þefað uppi, að rík- isstjórnin ætlli að bei-ta sér fyrir að 'leysa málið — en án stuðnings hennar og samlþ. yrði málið aldrei leyst — og hafa því fluitt fyrrgreint 'frumvarp. Á það að verða skrautfjöður í hatti þeirra fyrir næstu alþingiiskosning- ar. — Ekki mun af veita!!

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.